Færsluflokkur: Bloggar

Messa.

Fór í kirkju í morgun kl. ellefu.
Það var orðið svolítið langt síðan ég fór síðast og var farinn að sakna fallegrar tónlistar og orðs Guðs. Þegar ég kom að anddyri Dómkirkjunnar barst á móti mér undurfagur kórsöngur og er inn var komið sá ég stóran kór stúlkna æfa sig fyrir messuna í tröppunum að altarinu.
Óvenju margt var í kirkjunni því það tíðkast að sjálfsögðu að ömmur,afar, systur, mæður, feður og bræður auk annarra skyldmenna skundi í kirkju þegar litla daman í fjölskyldunni syngur opinberlega.

Sagði mér kona á næsta bekk fyrir framan að ömmustelpan hafi fengið að gista og væri að fara með Stúlknakór Reykjavíkur til Ítalíu í sumar.

Dómkórinn fékk frí í dag, en ekki hann Marteinn H. Friðriksson sem lék á orgelið við messuna, en aðallega þó í messusvörunum.
Annars lék Arnhildur Valgarðsdóttir á píanó með stúlkunum sem Margrét Pálmadóttir stjórnaði af alkunnri smekkvísi og fágun.
Stúlkurnar sungu lögin: Barn þitt vil ég vera, Ég vil dvelja í skugga vængja þinna og My Lord what a morning.
Yndislegur söngur og öllum til sóma.

Séra Bára Friðriksdóttir þjónaði ásamt Ástbirni Egilssyni meðhjálpara auk Marteins H. Friðrikssonar sem fyrr er getið.
Lagði hún í predikun sinni út af klámráðstefnunni sem verður hér í byrjun mars ef ég veit rétt og í því sambandi svívirðilega meðferð barna í klámframleiðslu og á svokölluðum betrunarheimilum hérlendis.
Mæltist sr. Báru vel og fórum við kirkjugestir heim með gott andlegt veganesti.

Konur til hamingju með daginn.


mbl.is Þjóðkirkjan og prestafélag Íslands harma klámráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurreisum Byrgið.

Við sjáum það sem ökum mikið um götur borgarinnar að útigangsfólkinu fjölgar hratt aftur eftir lokun Byrgisins.
Á og í nágrenni Hlemms sést fólkið aftur, drukkið og /eða dópað. Á Hlemmi þarf ekki að vera lengi til að sjá dópsölur fara fram.
Ætli veltan á Hlemmi og í nágrenni í dópsölunni sé meiri en hjá spilakassabúlunni við Hlemm?

Þeir Jón Arnar Einarsson og Guðmundur Jónsson fyrrverandi forystumenn Byrgisins þekkja orðið alltof vel til þessara mála til að ásættanlegt sé að kraftar þeirra séu ekki nýttir.

Það má veita þeim meiri aðstoð en þeir fengu og á Félagsmálaráðuneytið með Magnús Stefánsson í forsvari að ganga fram fyrir skjöldu og viðurkenna allt það jákvæða og góða sem þeir hafa gert samborgurum sínum.

Við verðum að horfast í augu við það að öfundarmenn þeirra eru margir í þessum geira og dópsalarnir sáu hagsmuni sína í að koma höggi á Guðmund Jónsson sem er og verður Byrgið.

Almenningur virðist frekar taka mark á særðum ástkonum en viðreistum fyllibyttum, ásamt þeim Ólafi Ólafssyni fyrrverandi landlækni og Magnúsi Skúlasyni geðlækni.


mbl.is Lagt til að sett verði upp áfallateymi fyrir skjólstæðinga Byrgisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strætó á hálum ís.

Ég var að keyra strætó í tæpa níu klukkustundir í gær og til miðnættis. Ekki í frásögur færandi nema vegna éljagangsins í gærkvöld.
Vélamiðstöðin á að bregðast strax við og salta og eða ryðja göturnar svo ekki þurfi nagladekkjanna við. Samkvæmt samningi að því að mér skilst eiga þeir að byrja á strætisvagnaleiðum. Vagnarnir eru þannig skóaðir að þeir eiga að valda sem minnstri svifryksmengun.
Í gærkvöld brá svo við að við máttum aka tímunum saman án þess að saltað væri. Víða myndaðist hálka og það var ekki söltunargenginu að þakka að ekki hlutust slys af.
Okkur vagnstjórum er mikið í mun að valda ekki tjóni á lífi og limum þegar við ökum þessum stóru og þungu vögnum um götur borgarinnar. Það reynir á þegar hált er.
Í gærkvöld brugðust annars ágætir saltarar okkur illa og er nauðsynlegt að Vélamiðstöðin og Strætó bs. setjist saman yfir málin og finni út hvað aflaga fór.
Öðruvísi getum við ekki gert viðeigandi úrbætur.
mbl.is Hálkublettir á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þau traustsins verð?

Mikil ringulreið virðist hafa verið á skipulagi og framkvæmd kosninga hjá Frjálslynda flokknum. Þau hafa ekki haft fyrir því að telja kjörkassana og stemma af.
Fólk sem svona vinnur getur varla verið til stórræðanna við stjórn landsins eða hvað?
mbl.is Kolbrún Stefánsdóttir kjörin ritari Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Við þorum þegar aðrir þegja".

..sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á fundi í dag og átti við Samfylkingarfólk.
Þarna tók hún sér í munn slagorð Ekstra Bladet danska sem hefur notað slagorðið árum saman. Dönum þykir ekki taka því að fara í mál við blaðið þegar það hallar réttu máli því enginn tekur mark á því hvort eð er.
Segðu mér hverjir vinir þínir eru og ég veit hver þú ert.

Hvenær nýtur kona samfara og hvenær er hún nauðug?

Ég verð bara að segja eins og er að ég skil ekki þessar kærur kvennanna. Eftir því sem við höfum heyrt hefur allt farið fram með þeirra samþykki og jafnvel frumkvæði þeirra, alltént þeirrar fyrstu sem tók athöfnina upp og dreifði stolt á netið.
Fullorðið fólk í ástarleikjum og ekkert að því.
Annað mál er að Guðmundur er kvæntur maður og á þess vegna ekki að vera í þeirri stöðu sem hann var í og ekki heldur vegna starfs síns.
Það eru bara önnur mál og verða ekki metin í nauðgunarkærum.
Kona getur varla verið mjög nauðug þegar hún bindur karlgreyið fastan við rúmið og ríður svo berbakt.
Ekki hrópaði hún NAUÐGUN meðan hún riðlaðist á honum, eða hvað?
Hvað geta konur gengið langt ef þær vilja koma höggi á karlmenn?
mbl.is Þriðja nauðgunarkæran gegn Guðmundi Jónssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innflytjendafordómar ofaná.

Þá er það ljóst að Frjálslyndi flokkurinn rær á önnur mið næstu vikurnar og fiskar í gruggugri sjó en hingað til.
Innflytjendafordómarnir urðu ofaná í varaformannskjörinu og Sverris hópur Hermannssonar undir. Karlinn hefur setið á sér og ekki sagt orð opinberlega eftir gusuna sem hann sendi Guðjóni Arnari og Magnúsi Þór í sjónvarpi, en varla gerir hann það öllu lengur.
Ég hlakka til að heyra í honum á eftir í fréttum.
mbl.is Magnús Þór kjörinn varaformaður Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að Ingibjörg Sólrún talar og talar.......

Mér finnst gott hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að halda reglulega tímamótaræður. Mér er nokkurn veginn sama um hvað hún talar bara að hún tali oft, því hvert sinn dalar fylgi Samfylkingarinnar..........
Að vísu fitnar VG á þessu en þeir eru þó samkvæmir sjálfum sér í sínum málflutningi.
mbl.is Ingibjörg Sólrún segist ekki taka þátt í þagnarbandalagi um Evrópumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkar athygliverð grein.

Viðskipti íslendinga á erlendri grund verða æ meiri og um leið þýðingarmeiri fyrir íslenskt þjóðfélag.
Við verðum að fara að viðurkenna viðskiptajöfra okkar og hætta að líta á þá sem þjófa og ræningja þó svo að þeir séu innanum.
Ég held að mestu hugsuðurnir á þessu svið og þeir sem hafa dregið vagninn séu einkum Björgólfur Thor Björgólfsson og Sigurður Einarsson.

mbl.is Viðskiptahallinn ofmetinn um tugi milljarða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1033298

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband