19.10.2009 | 11:43
Auðjöfur í vörn
"JÓHANNES Jónsson auðjöfur skrifar grein í Morgunblaðið 15. október síðastliðinn.
Hann reynir að telja lesendum trú um að hann sé að svara gagnrýni, en minnist ekki á þá gagnrýni sem t.d. Friðrik G. Friðriksson kom fram með í Silfri Egils sl. sunnudag.
Friðrik lagði þar áherslu á viðskiptaþvinganir sem Jóhannes beitir keppinauta sína. Þeir eru margir innflytjendurnir og framleiðendurnir sem hafa þá sögu að segja að þeim sé ekki óhætt að selja minni verslunum vörur sínar eins og þeir hefðu helst viljað sjálfir. Hvernig skýrir Jóhannes þá staðreynd að vörur sem ákveðinn framleiðandi býður kaupmanninum á horninu (þeim fáu sem eftir eru) séu á sama verði eða dýrari en útsöluverð í Bónus?
Hvernig skýrir hann að sami framleiðandi segist verða að gera þetta, ella hendi Jóhannes vörunum út úr sínum verslunum?
Jóhannes hefur með þvingunum komið þorra smærri verslana í þrot og þar með haslað sínum verslunum völl í íbúðahverfum. Það eru verslanir auðjöfursins sem hann kallar 10-11. Í stað lítilla fjölskyldufyrirtækja er komin dýrasta smásölukeðja í sögu þjóðarinnar. Það er ekki skrítið að auðjöfurinn kenni sig við Bónus en ekki Hagkaup eða 10-11 sem hann á og rekur líka með pískinn á lofti .
Í grein sinni nefnir Jóhannes Fjarðarkaup og Melabúðina sem hann af miskunn og náð hefur leyft að lifa sbr.: »Ég hef heldur ekki heyrt að framleiðendur neiti að selja Fjarðarkaupum eða Melabúðinni vörur.«
Það er stórmannlegt af auðjöfrinum Jóhannesi að leyfa tveimur kaupmannsverslunum á landinu að kaupa inn hjá innflytjendum og framleiðendum á sæmilegum kjörum. Hann hefur það í hendi sér.
Heimir L. Fjeldsted."
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég las þessa grein í morgun og hún er tímabær, takk fyrir hana.
Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 11:55
Takk fyrir takkið.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.10.2009 kl. 12:06
Já aftur takk!
Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 12:30
Mikið er ég ánægð með að eiga svona þakkláta bloggvini.
En ég er óhress með að pósturinn kom ekki með moggann í morgun og ekki heldur á föstudag svo nú verð ég að lesa á netinu.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.10.2009 kl. 13:01
Þakka þér kærlega fyrir Silla að koma auga á hversu þakklætið er þakkarvert;)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.10.2009 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.