Hvaða lög hafa Hagar = feðgarnir Jón Ásgeir og Jóhannes ekki brotið?

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest að Hagar og Sena hafi brotið gen banni samkeppnisslaga. Feðgarnir hafa þverbrotið  samkeppnislög árum saman án þess að stjórnvöld hafi aðhafst nokkurn skapaðan hlut. Þeir hafa haldið birgjum og kaupmönnum í heljargreipum ótta og yfirgangs. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Samfylkingar gerðu engar athugasemdir við gerræðið. Feðgarnir hafa rekið obbann af fréttastofum landsins, með það eitt að markmiði að móta almenningsálitið gegn allri gagnrýni á gerðir þeirra. Skemmst er að minnast framgöngu Samfylkingar, Vinstri grænna og annarra smáflokka þegar fjölmiðlafrumvarpið var lagt fram á dögunum og dæmalausrar afgreiðslu forseta Íslands á þeim lögum. (Reyndar bætti sá maður um betur og sæmdi Baug útflutningsverðlaunum frá þjóðinni á síðasta ári, NB árið 2008. Hneyksli.)

Í dag auglýsir Bónus Kjörgarði 30% afslátt af öllum vörum í versluninni. Afslátturinn gildir í dag og á morgun. Feðgarnir gátu hæglega flutt vörurnar í næstu verslanir sínar og þar með komist hjá því að valda samkeppnisaðilum sínum meiri skaða en orðið er.

Ég hélt að þessar verslanir væru reknar fyrir velvilja stjórnvalda. Ef svo er eru þau að gera sig sek um skefjalaus brot á samkeppnislögum.


mbl.is Hagar og Sena brutu samkeppnislög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Auðvitað er þetta hneyksli og einn af klikkuðum gjörningum okkar Íslendinga sem fer á spjöld sögunnar. Samt vil ég ekki segja að þjóðin öll sé ábyrg frekar en í Icesave og öðru rugli. Er ekki verið að tala um innan við 100 einstaklinga? ...Er svo Bónus að fækka búðunum?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.10.2009 kl. 16:38

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég verslaði ekki við SÍS-fyrirtækin um áratugaskeið með þekktum afleiðingum

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.10.2009 kl. 18:23

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Árni Matthíasson hjá mbl.is bað mig að fjarlægja athugasemdir við pistil minn 

"Hvaða lög hafa Hagar = feðgarnir Jón Ásgeir og Jóhannes ekki brotið?"

sem vörðuðu umtal um fíkniefni og meint viðskipti með þau á vegum kjötvinnslufyrirtækis sem nú hefur hætt störfum. Jóhannes í kjötfarsinu sagði á sínum tíma um það mál að hann henti þessum vörum út, hann vildi ekki sjá svona óþverra í sínum búðum.

Man einhver lesenda nafn fyrirtækisins og þeirra manna sem komu við sögu?

Rétt er vegna þess hvað málið er viðkvæmt að hafa samband við mig á afiheimir@simnet.is

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.10.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband