29.3.2009 | 15:28
Ómaklegt hjá Vilhjálmi
Mér fannst Vilhjálmur Egilsson oft vega ómaklega að Davíð Oddssyni persónulega þegar hann fyrir hönd Seðlabankans þurfti að tilkynna óvinsælar stýrivaxtahækkanir. Þá skynjaði ég það sem svo að Vilhjálmur væri að hlýða kalli húsbænda sinna.Núna hleypur hann í fang Geirs formanns og ber sig illa undan orðum Davíðs í stað þess að svara honum málefnalega.Vilhjálmur Egilsson er einn hæfasti forystumaður Sjálfstæðisflokksins og var rækilega studdur til alþingis þegar hann fór fram á sínum tíma í Norðurlandi vestra.Það er og hefur verið erfitt að þjóna tveimur herrum.
Geir: Ómaklegt hjá Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bingó! Það gekk fram af mér hve langt hann gekk í fordæmingu á störfum Seðlabankans en hvað gerðu þeir hjá gjaldeyrissjóðnum: létu bankann HÆKKA stýrivexti. Vilhjálmi er margt gott gefið en hann gekk of langt í þjónkun sinni við burgeisana.
Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 16:02
Vilhjálmur hefur alltaf gagnrýnt hávaxtastefnuna og það út frá hagfræðilegum forsendum. Hann hélt um þetta erindi á málstofu í hagfræði og á fleiri vettvöngum löngu fyrir hrun. Það hefur ekkert með persónu Davíðs að gera. Davíð réð minnstu um peningamálastefnuna enda hafði hann ekki þá þekkingu til að bera til að geta myndað sér skoðun á henni.
Ekki gat hann fengið góð ráð frá hinum kandidötum Sjálfstæðisflokksins í seðlabankanum, Halldóri Blöndal og Hannesi Hólmsteini. Þeir vita tæplega hvað seðlabanki er.
Guðmundur Pétursson, 29.3.2009 kl. 17:59
Mér er hreint ekki illa við Vilhjálm Egilsson og vil ekki bera honum illa söguna. En áður en þú hælist yfir hagfræðiþekkingu hans skaltu kynna þér feril hans - vandlega.
Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 18:04
Grunnurinn í gagnrýninni er sá Baldur, að þegar vaxtamunur er orðin meiri en sem nemur 2,5-3% miðað við viðskipta/nágrannalönd, þá hætta frekari vaxtahækkanir að virka sem hagstjórnartæki. Þú ferð að laða að þá sem stunda "carry trade" eins og skeði með jöklabréfin og losnar ekki út úr þeirri stöðu nema með mikilli veikingu á gjaldmiðlinum.
Fyrir utan náttúrlega að þetta setur óheyrilegar byrðar á fyrirtæki og heimili. Hagfræðingar seðlabankans voru hinsvegar á annari skoðun. Þar á ég við Arnór Sighvatsson og Þórarinn Pétursson. Arnór hefur reyndar dregið í land eftir hrun og sagt að peningamálastefnan hafi líklega verið röng.
Þessi hávaxtastefna núna er alveg stórmerkileg í ljósi þeirra gjaldeyrishafta sem eru í gildi. Það er nokkuð ljóst að ekki er verið að reyna að slá þennslu, eftirspurnin í hagkerfinu er hverfandi. Er þá verið að koma í veg fyrir að króna sem má ekki selja lögum samkvæmt, sé seld?
Guðmundur Pétursson, 29.3.2009 kl. 18:21
Guðmundur, þú hefur margfalt vit á þessu á við mig, ég treysti á þekkingu annarra en þú hefur greinilega reynslu eða menntun á þessu sviði. En ég endurtek: ég ætla mér alls ekki að gerast einhver fjandmaður Vilhjálms Egilssonar. Takk fyrir ábendingar þínar, kannski tekst mér að læra eitthvað af þeim.
Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.