11.3.2009 | 20:12
Nýir vendir sópa best - Kristinn í VR og Óli Björn á þing
Vonandi verður VR það til góða að nýr formaður sest í stólinn í næsta mánuði. Annars er ég viss um að Gunnar Páll var leiksopuur örlaganna og er söknuður að honum fyrir VR félaga.
Á Alþingi verður mikil endurnýjun ef að líkum lætur. Óli Björn Kárason er maður sem ég vildi gjarna sjá á þingi næstu fjögur árin eða svo. Hann gerði fyrir nokkrum misserum eftirfarandi verkefnalista sem mér sýnist að gildi um margt enn:
"Ég var einn þeirra sem hafði efasemdir um að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að mynda ríkisstjórn með Samfylkingunni eftir kosningarnar 2007. Eftir því sem leið á stjórnarsamstarfið urðu efasemdir mínar að fullvissu.
"Ég bíð og vona að eftirtalin verkefni verði í málefnaskránni:
1. Landbúnaðarmál. Hafist verði handa við að innleiða samkeppni í landbúnaði og innflutningur gefinn frjáls í ákveðnum skrefum á næstu fjórum árum.
2. Samgöngu- og fjarskiptamál: Gert verði stórátak í samgöngumálum til að tryggja öruggar samgöngur milli landshluta. Allir aðalþjóðvegir landsins verði breikkaðir og allar brýr verði tvíbreiðar. Ný samgönguáætlun kynnt til átta ára þar sem verkinu er hrint í framkvæmt. Fjarskipti verði tryggð á landinu öllu og öll íbúðarhús í sveitum og þéttbýli verði nettengd á næstu fimm árum. Líklega mun fátt efla samkeppnisstöðu landsbyggðarinnar en góðar samgöngur og góð fjarskipti.
3. Uppskurður í heilbrigðiskerfinu: Einkarekstur verði hafinn til vegs og virðingar í heilbrigðiskerfinu með sama glæsilega hætti og gert hefur verið á undanförnum árum í íslenska háskólasamfélaginu.
4. Greiðum skuldina: Gæti verið yfirskrift í átaki til að bæta kjör aldraðra. Stór hluti þeirra sem nú hafa látið af störfum, er án lífeyrisréttinda, (ólíkt þeim kynslóðum sem koma á eftir), þetta tímabundna ástand verður að brúa og tryggja öllum viðunandi ævilífeyri. Með kerfisbreytingu í heilbrigðismálum og í samstarfi við sveitarfélög og einkaaðila er hægt á örskömmum tíma og tryggja öllum öldruðum það húsnæði og þjónustu, sem þeim er nauðsynleg.
5. Álver við Húsavík: Niðurstaða fáist strax hvort álver verði reist við Húsavík.
6. Skattar á fyrirtæki verði lækkaðir í 15% vegna ársins 2008.
7. Tekjuskattur einstaklinga verði lækkaður um 1% á hverju ári út kjörtímabilið.
8. Virðisaukaskattur á matvæli felldur niður fyrir lok árs 2009.
Og að lokum verða Ingibjörg Sólrún og Geir H. Haarde að gefa út eftirfarandi loforð:
Systurnar, Óstjórn og Óráðsía, fá ekki sæti í ríkisstjórninni."
![]() |
Kristinn kosinn formaður VR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
-
malacai
-
gelgjan
-
aronb
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
solisasta
-
baldher
-
emmgje
-
bergruniris
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
gattin
-
tilfinningar
-
greindur
-
ekg
-
einarsmaeli
-
evabenz
-
eyglohardar
-
eythora
-
ea
-
feministi
-
arnaeinars
-
g-bergendahl
-
gudni-is
-
lucas
-
gudmunduroli
-
zeriaph
-
boggi
-
gotusmidjan
-
doritaxi
-
hallurg
-
smali
-
heidistrand
-
heidathord
-
heimssyn
-
diva73
-
helgimar
-
himmalingur
-
kliddi
-
haddih
-
hordurj
-
ingabesta
-
ithrottir
-
jakobk
-
jonaa
-
jbv
-
joninaottesen
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonsnae
-
jorunn
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
katrinsnaeholm
-
kolbrunb
-
ksh
-
kollaogjosep
-
kristinn-karl
-
kristjan9
-
lady
-
presleifur
-
liljabolla
-
vonin
-
mariakr
-
methusalem
-
morgunbladid
-
obv
-
olinathorv
-
omarbjarki
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
rannveigh
-
redlion
-
trandill
-
puma
-
runirokk
-
rynir
-
fullvalda
-
hjolina
-
heidarbaer
-
holmarinn
-
nr123minskodun
-
sigurdursig
-
siggith
-
hvala
-
stebbifr
-
must
-
steinunnolina
-
svavaralfred
-
unnar96
-
valdimarjohannesson
-
vefritid
-
steinibriem
-
thorsteinn
-
thoragud
-
thordisb
-
thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.