5.3.2009 | 09:58
Bjúgverpilsáhrif meingaldra
Það þarf hver norn að vita að álagagaldrar eru tvíeggjað sverð. Séu þeir notaðir á fólk sem hefur hreina samvisku og skjöld, snúa þeir við og leggjast með tvöföldum þunga á þá sem beitti þeim.
Nornabúðin lokar dyrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað áttu við með því? Veist þú til þess að ég hafi beitt göldrum gegn einhverjum með hreina samvisku? Eða telur þú það sé fyrir áhrif meingaldra sem manneskja sem hefur yndi af því að takast á við ný verkefni ákveður að loka fyrirtæki frekar en að nenna að standa í basli?
Mikið ósköp eiga mennirnir bágt.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 11:04
Já, mennirnir eiga bágt og þakkaðu fyrir að tilheyra ekki mannkyni ef marka má orð þín.
Þú hefur lýst því yfir Eva að þú hefðir beitt mann göldrum. Mann sem hefur hreina samvisku og skjöld.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.3.2009 kl. 11:14
Ég hef beitt göldrum gegn ríkisstjórninni og já ég lagði svo á að Davíð yrði látinn taka pokann sinn, eftir að ég gaf honum kost á að segja af sér. Sá maður hefur ekki hreinan skjöld heldur er hann holdgervingur valdníðslunnar, auk þess að vera tengdur spillingu.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 11:42
"...já ég lagði svo á að Davíð yrði látinn taka pokann sinn, eftir að ég gaf honum kost á að segja af sér."
Mikil völd eru þér færð úr neðra Eva.
Hann mátti þakka fyrir tækifærið sem þú gafst honum!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.3.2009 kl. 11:51
Hann nýtti sér það ekki heldur hætti með skömm. Það var algerlega hans val.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 12:28
Mikil er máttur þinn Eva og skítt (þín vegna) að þjóðin kunni ekki að meta fágæta hæfileika þína.
Reyndar er ég að verða hræddur um að fá sömu örlög og aðrir sem þú hefur beitt göldrum þínum.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.3.2009 kl. 12:30
Nú? Heldurðu að reiði þjóðarinnar muni rísa gegn þér og ráðast að valdhroka þínum og spillingu sem vargur að hræi og hrekja þig frá völdum með hörku sem ekki hefur áður sést á Íslandi?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 12:47
Mikið er ég feginn að galdrar eru ekki til í alvöru.
Þetta væri sannarlega skrítinn og ósanngjarn heimur ef hver sem er sem nennti að lesa aðeins um galdra gæti þvingað vilja sínum fram á embættismenn eða kosna fulltrúa, burtséð frá því hvaða lög gilda eða hvað þeir kunna að hafa gert af sér eða ekki.
Alexandra Briem, 5.3.2009 kl. 12:56
Andrés Helgi, við Eva vitum að galdrar virka
Ekk taka trúna frá okkur
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.3.2009 kl. 15:24
Ef heimurinn eins hann er í dag er sanngjarn og laus við að vera skrýtinn þá held ég að veiti ekki af smá galdrakúnstum.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 15:40
Það væri auðvitað allra gæfa að horfa á heiminn frá þínum sjónarhóli Eva
Annars finnst mér þú svo sem ágæt
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.3.2009 kl. 15:52
Tja, það er allavega sínu sanngjarnara heldur en að bæta því ofaná að hver sem er geti kúgað hvern sem er með galdrakúnstum.
Hversu ósanngjarn sem hann kann að vera núna myndi það bara bæta öðru lagi af mögulegri ósanngirni ofaná.
Afhverju ættir þú sem einstaklingur að geta sett Seðlabankastjóra afarkosti?
Í þessu tilfelli vissulega er mikill meirihluti þjóðarinnar sammála þér, en það skiptir engu máli, ef þú gætir gert þetta við Davíð gætirðu gert þetta við hvern sem er, hvort sem fólk er sammála þér eða ekki og hvort sem hann hefur staðið sig vel eða illa í starfi.
Og þess vegna er ég feginn að galdrar eru ekki til í alvöru.
Alexandra Briem, 5.3.2009 kl. 15:53
"Þetta væri sannarlega skrítinn og ósanngjarn heimur ef hver sem er sem nennti að lesa aðeins um galdra gæti þvingað vilja sínum fram á embættismenn eða kosna fulltrúa, burtséð frá því hvaða lög gilda eða hvað þeir kunna að hafa gert af sér eða ekki."
Prófaðu að setja fjármál í stað feitletraða orðsins. Nei sko! Setingin hefur öðlast skírskotun í raunveruleikann.
Einar Axel Helgason, 5.3.2009 kl. 16:33
Beittur Einar Axel.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.3.2009 kl. 16:40
Jájá Einar minn, fullt af fólki hefur fullt af leiðum til að vera ósanngjarnt og erfitt. Fjármál og lagaklækir eru gott dæmi.
Ég er bara feginn að þurfa ekki raunverulega að díla við galdra í ofanálag. Ef þeir væru til væri ekki einu sinni hægt að rekja þá, komast að því hver bæri ábyrgð á þeim, af hverju eða hvernig. Í fjármálum er þó allavega stundum skilin eftir pappírsslóð, og það er hægt að setja lög um þau, þó það sé oft ekki gert, eða gert illa. Ég á bágt með að sjá fyrir mér hvernig Galdramálaeftirlit myndi fúnkera, þó vissulega væri þörf á því ef galdrar væru til og gerðu það sem sumir virðast halda að þeir geti gert.
Alexandra Briem, 5.3.2009 kl. 17:26
Fjármálaspekúlantarnir þóttust vera galdramenn. Þeir kröfðust himinhárra launa í skjóli þekkingar sinnar. Galdurinn var sá að óhemju framboð var á lánsfjármagni í heiminum um nokkurra ára skeið.
Snillingarnir fóru að taka aukna áhættu og lánuðu vonlausum skuldurum. Peningarnir hættu að koma til baka. Lánaleiðir lokuðust til íslensku bankanna. Seðlabankinn hafði ekki úr meira að spila en þeir höfðu þegar veitt þeim. Spilaborgin hrundi.
Galdranornin á Vesturgötunni kenndi Seðlabankanum um. Einkum einum manni. Hún beitti göldrum (ótrúlegt?) á hann. Núna hefur hún ekkert að gera. Hyggst flýja land. Galdurinn kom til baka og lenti á henni með tvöföldum þunga.
Trúir nokkur maður þessu?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.3.2009 kl. 17:43
Alveg er það merkilegt hvað fólk getur æst sig mikið yfir ósanngirni þess sem það segir að sé ekki til.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 17:51
Ég er ekki að æsa mig, síður en svo.
Mér fannst þetta bara ferlega fyndinn umræða sem ég mátti til með að taka þátt í.
Annars æsi ég mig oft yfir hlutum sem eru ekki til, t.d. fara trúarbrögð í taugarnar á mér (þó reyndar séu prestar og kirkjur og dýrkendur sannanlega til)
Alexandra Briem, 5.3.2009 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.