3.3.2009 | 16:47
Samfylkingin dró lappirnar - Björgvin G. Sigurðsson aftraði því að saksóknari fengi nauðsynlegar heimildir
"Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ráðherrar Samfylkingarinnar hafi dregið lappirnar við afgreiðslu frumvarps um sérstakan saksóknara. Hann segir að Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, hafi komið í veg fyrir að saksóknari fengi ríkari heimildir en raun var á.
Þetta kemur fram í nýrri grein sem Björn Bjarnason skrifar hér á AMX. Hann gagnrýnir einnig að eftir hrunið hafi leyndarhyggja og pukur haldið áfram. Björn bendir á að það sé með miklum ólíkindum að fjármálaeftirlitið skuli ekki enn hafa afhent embætti sérstaks saksóknara skýrslur endurskoðunarfyrirtækja, sem falið var að gera úttekt á stöðu mála fyrir og eftir hrunið. Þá segir hann:
Samfylkingarráðherrar settu ekki aðeins í lága drifið við afgreiðslu frumvarpsins um sérstakan saksóknara heldur snerist viðskiptaráðuneytið undir forystu Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, einnig gegn ákvæðum í frumvarpinu, sem hefðu veitt hinum sérstaka saksóknara ríkari heimildir til að hlutast til um mál á verksviði fjármálaeftirlitsins. Til að greiða fyrir framgangi málsins og forðast efnislegan ágreining, sem hefði getað tafið málið enn frekar við ríkisstjórnarborðið, féllst ég á sjónarmið viðskiptaráðherra.
Björn Bjarnason gagnrýnir harðleg hvernig haldið er á málum gagnvart öðrum þjóðum og segir að þar ráði þróttleysi við að gæta íslenskra hagsmuna:
Þróttleysið við að gæta íslenskra hagsmuna með öllum rökum, lögfræðilegum og pólitískum, snýr ekki aðeins að niðurstöðu samninga um Icesave heldur ekki síður að stöðu okkar gagnvart breskum stjórnvöldum, sem sýndu hroka og yfirgang í garð íslensku þjóðarinnar á örlagastundu. Hvað hafa forystumenn Samfylkingarinnar, sem sumir sögðust hreyknir vera í breska Verkamannaflokknum fyrir hrunið, gert til að rétta hlut Íslands gagnvart flokksbræðrum sínum eftir það?
Alþjóðasamningar, lögfræðileg túlkun þeirra og beiting hefur verið talin besta vörn smáríkja gegn hinum stærri og öflugri. Hér hefur utanríkisráðuneytið undir stjórn tveggja ráðherra úr Samfylkingunni ákveðið að láta frekar reyna á pólitíska snilli sína en hin lagalega rétt. Þá er ástæða til að spyrja: Hvað hafa utanríkisráðherrarnir gert á hinum pólitíska vettvangi? Er það kannski leyndarmál eins og hinar lögfræðilegu álitsgerðir?"
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 1033129
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.