Auðmennirnir eru þjóðinni dýrir

Þjóðin tekur á sig þrjú þúsund milljónir vegna hlutafélags Björgólfs Guðmundssonar sem komst í þrot.

Fordæmið er komið og á eftir kemur fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs 365.

Hvað kostar það okkur sauðsvartan almúgann.

Þetta eru bara tvö fyrirtæki þessara heiðursmanna.

Hvað kostar allur pakkinn frá þeim?


mbl.is 3 milljarðar sagðir afskrifaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En gættu að því hvað það mundi kosta marga starfsmenn vinnuna. Og margar fjölskyldur mikla erfiðleika ef að öll þessi fyrirtæki væru látin rúlla. Hjá Árvakri starfa kannski nú um 300 starfsmenn. Og ef fyrirtækið væri látið rúlla mundu þau missa vinnuna tímabundið. Lánveitendur tapa öllu og einhver keypti svo þrotabúið á smá pening. Minni líka á að það eru bankinn sem fær kaupverðið  og líkur á að fá þó helming skuldana greiddan. Þetta sama á við 365 ef þeir komast í eign bankana okkar. Þetta sama verður notað á skulduga einsaklinga í þegar frumvarp um greiðsluaðlögun er komið í gegn. Í því fellst að fella niður, skuldbreyta og laga þannig skuldir til þannig að skuldari geti lifað og skuldir eftir verð viðráðanlegar.

Minni á að það eru fyrirtækin sem skulda en ekki eigendur þeirra. Og það voru bankarnir sem lánuðu þeim svona ótæpilega. Þannig að þó fyrirtæki væri gert gjaldþrota mundi það engu breyta fyrir fyrri eigendur. Þeir fá ekki krónu nú og hefðu ekki tapað krónu þó fyrirtækið hefði veirð keyrt í gjaldþrot.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.3.2009 kl. 22:28

2 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Nú varð þér aðeins á í messunni Heimir. Þetta eru 3 þúsund milljónir en ekki milljarðar. Þú gerðir mér hverft við!

Jón Bragi Sigurðsson, 3.3.2009 kl. 14:59

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Heldur betur messuáfall. Kærar þakkir fyrir leiðréttinguna Jón Bragi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.3.2009 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband