Hver ræður hjá Samfylkingunni? - Lýðræðið óvirkt

Björn Bjarnason rekur á áhrifaríkan hátt hvernig lýðræðið er fótum troðið hjá forystumönnum Samfylkingarinnar. Hann rifjar upp hvernig Þórólfi Árnasyni var óvænt kippt fram fyrir lýðræðislega kjörna Samfylkingarmenn þegar kom að því að velja arftaka Ingibjargar Sólrúnar þegar hún neyddist vegna klaufaskapar að segja af sér sem borgarstjóri Reykjavíkur.

Björn bendir líka á þá einkennilegu aðgerð að gera Jóhönnu Sigurðardóttur að forsætisráðherra, þvert á lýðræðislegar reglur íslenskra stjórnmálaflokka og siðferði. Það siðferði er ekki við lýði í Samfylkingunni svo mikið er víst.

Annars freistast ég til að telja Ólaf Ragnar sökudólg í innanflokksmálefnum Samfylkingarinnar þegar kemur að vali á Jóhönnu Sigurðardóttur.

Hvaða langlundargeð hafa kratar gagnvart ráðsmennsku Ólafs  Ragnars og annarra allaballa um málefni og mannval í Samfylkingunni?


mbl.is Segir þagnarmúr um formennsku í Samfylkingu rofinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já auðvitað á Ólafur Ragnar sök á sundrung Samfylkingarinnar alveg eins og bankahruninu og gæfuleysi Davíðs.

hilmar jónsson, 15.2.2009 kl. 17:37

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Satt segir þú Heimir, Samfylkingin er margklofinn flokkur eða í raun margir flokkar eins og Geir Haarde benti á.

Hvernig er hægt yfir höfuð að kjósa svona sundraða stjórnmálahreyfingu ??  Mér þykir líklegt að SF sé mun nær klofningi en Sjálfstæðisflokkurinn.

Sigurður Sigurðsson, 15.2.2009 kl. 18:05

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jón Baldvin er kominn á fulla ferð og Imbu-liðið dregur niður hettuna. Samfylkingin nær sjaldan saman 120 mamnna fundi, en mikil eindrægni var á þessum fundi Alþýðuflokksmanna.

Því lengur sem há-aðall Samfylkingarinnar verður í afneitun, þeim mun stærri verður sprengikrafturinn í Jóni Baldvin.

Aðvörun: forðist Samfylkinguna vegna stórkostlegrar sprengihættu !

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.2.2009 kl. 18:09

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það verður spennandi að fylgjast með framvindunni hjá Samfylkingu jafnaðarmanna, nú sem endranær.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.2.2009 kl. 19:10

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Haha! Þú ert nú alveg frábær.

En er þetta ekki erfitt þegar það sem þú átt a segja er ekki matað ofan í þig svona 100%?

Ertu annars ekki örugglega viss um að SF hafi "hlaupið út undan sér" í stjórnarsamstarfinu og "VG hafi staðið fyrir teggja sólahringa ofbeldi á Austurvelli"? Það eru tvær af svona um 10 til 12 spjall-lummum sem þið sjálfstæðismenn raðið í lúna spjaldskrána í framheilaberkinum  áður en þið opnið munninn/bloggið og er svo þreytt og fullt sjálfspíningar að maður vorkennir nágrönnunum.

Hvernig væri nú að gera upp við fortíðina - SF er ekki búin að því, en allavega byrjuð. Þið þurfið alvarlega að debugga ykkar gömlu 286 truntur og endurræsa.

Rúnar Þór Þórarinsson, 16.2.2009 kl. 06:23

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka innlitið Rúnar Þór. Mikið rétt 100% mötun er vel þegin. Ekki verra ef myndskreyting fylgir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.2.2009 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband