Fyrrum bankastjórar fá ágætiseinkunn hjá þjóðinni

Það er með ólíkindum hve áróður vinstri manna gegn Seðlabankastjórunum þremur hefur hlotið hljómgrunn víða.  Hver mannvitsbrekkan á fætur annarri rembist eins og rjúpan við staurinn að saka þá um hrunið en horfa algerlega framhjá stjórnendum bankanna sem stýrðust af ofurlaunahugsjóninni einni þrátt fyrir sterk aðvörunarorð þess manns sem nú er ofsóttur af þjóðinni. Væri ekki rétt að snúa sér að réttum aðilum?
Staksteinar Mogga hafa þetta álit á fyrrum bankaofurmennum:  
"Ásakanir og afsakanir
Íslenzkum sjónvarpsáhorfendum hnykkti við í gærkvöldi þegar Ríkissjónvarpið flutti þeim fréttir af yfirheyrslum yfir fjórum fyrrverandi stjórnendum br...

Sigurður Einarsson
Íslenzkum sjónvarpsáhorfendum hnykkti við í gærkvöldi þegar Ríkissjónvarpið flutti þeim fréttir af yfirheyrslum yfir fjórum fyrrverandi stjórnendum brezkra banka fyrir þingnefnd þar í landi.

 

 

Mennirnir báðust innilega og einlæglega afsökunar á því, sem miður hafði farið í rekstri bankanna, sem þeir stýrðu. Bankarnir eru nú á framfæri brezkra skattgreiðenda.

 

 

Bankastjórarnir voru sömuleiðis sammála um það að eftir á að hyggja væri ofurlauna- og kaupaukakerfi í bönkunum að hluta til um bankahrunið að kenna.

 

 

Ekkert af þessu tagi hefur sézt til þeirra, sem stýrðu íslenzku bönkunum.

 

 

Sá bankamaður, sem hefur komizt næst því að biðjast afsökunar, er Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri Glitnis. Hann var þó ekki við stjórnvölinn þegar allt hrundi.

 

 

Í gær skrifaði Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, grein í Fréttablaðið.

 

 

Hann fór létt með að telja upp í löngu máli mistökin sem Davíð Oddsson hefði gert í starfi sínu í Seðlabankanum.

 

 

Hans eigin mistök? Sigurður nefndi þau ekki.

 

 

Hefur einhver, til dæmis fólkið sem tapaði peningum í peningamarkaðssjóðum Kaupþings, heyrt hann biðjast afsökunar?"
 


mbl.is Skapstóri forsetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg

Það að forsetinn gerir mistök afsakar ekki mistök annarra.  Það afsakar því ekki mistök Seðlabankastjóra.

Sigurbjörg, 11.2.2009 kl. 11:27

2 Smámynd: Sigurbjörg

Það afsakar ekki mistök hinna bankastjóranna heldur.

Sigurbjörg, 11.2.2009 kl. 11:28

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hver eru mistök Seðlabankastjóra?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.2.2009 kl. 13:30

4 Smámynd: Sigurbjörg

Sammála nafna mín, var einmitt að skoða myndböndin af Davíð þar.  Heimir þú ættir að kíkja á þá samantekt, hún lýsir ansi vel hvað Dabbalingur er búinn vera að gera undanfarna mánuði

Sigurbjörg, 11.2.2009 kl. 14:20

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvaða mistök gerður þeir; Davíð, Eiríkur og Ingimundur?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.2.2009 kl. 14:25

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég les blogg Láru Hönnu oft og er hrifinn af hvað hún vandar sig og leggur mikla vinnu í bloggin sín. Hún er hinsvegar svo ákafur hatursmaður Davíðs að það blindar henni sýn.

Ég hef aldrei aðhyllst múgsefjun og þess vegna oftar en ekki staðið gegn fjöldanum; finnst það bara í lagi;)

Mörg minna skoðanasystkina láta nægja að taka undir með mér með tölvupóstum, hringingum og samtölum á förnum vegi.

Það er notalegt að finna slíkan stuðning Silla:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.2.2009 kl. 14:57

7 Smámynd: Landfari

Það er svolítið skondið að lesa þessa grein hans Sigurðar Einarssonar í Fréttablaðinu.

Þar tíundar hann mistök Davíða sem má nánast öll draga fram í einni setningu. Að hafa ekki stöðvað Sigurð Einarsson fyrr.

Ég hélt satt að segja að Dabbi hefði klúðrað ýmsu, aðallega þó eftir hrunið, en ég er farinn að efast.

Sigurbjörg, Það hlýtur að vera meirihluti stjórnar sem ræður för en ekki bara formaðurinn. 

Landfari, 11.2.2009 kl. 21:11

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það efast fleiri eins og þú Landfari.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.2.2009 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband