Hver er hollusta þess að fá grjóthnullung í höfuðið Guðrún Erla?

Það væri gott Guðrún Erla ef þú gætir fengið álit hæfustu sérfræðinga um " mögulega skaðsemi.." þess að fá 2ja-3ja kílógramma stein af afli í höfuðið.

Síðan gætir þú birt niðurstöðurnar á vef Reykjavíkurborgar og Moggi myndi væntanlega birta þær líka. 

"veitir ekki fullnægjandi svar um mögulega skaðsemi hans, að mati Guðrúnar Erlu Geirsdóttur, varaborgarfulltrúa Samfylkingar."


mbl.is Tekist á um piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Viðar

Ég veit ekki til þess að lögreglan hafi heimild til þess að grýta hnullungum í höfuð fólks, en úða má pipar í allar áttir.

Hafðu frekar uppi á þeim sem köstuðu grjótinu og lestu yfir hausamótunum á þeim.

Haukur Viðar, 2.2.2009 kl. 21:32

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Steingrímur J og Álfheiður vita nfn flestra þeirra ...

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 2.2.2009 kl. 22:27

3 Smámynd: Haukur Viðar

Haha já.....einmitt

Mér finnst ótrúlegt að fólk (jafnvel þó um sé að ræða sveitunga mína úr Garðabænum) skuli ennþá ríghalda í bláu höndina, jafnvel þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið fyrir þeim efnahagslegu hamförum sem hann hefur gert.

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn að gera til þess að þið náið sandinum úr augunum og gefið skít í þennan félagsskap? Hefja framleiðslu á barnaklámi?

Endilega ausið skít yfir Samfylkinguna (vitorðsmenn Sjálfstæðisflokksins í glæpnum) því að hún hefur ekkert sér til málsbóta, en að hrauna yfir fólk sem kom hvergi nálægt.....það er með öllu óskiljanlegt.

Haukur Viðar, 2.2.2009 kl. 23:07

4 identicon

nei hvaða... það er nú bara karlmennska að fá á sig grjóthnullung... ég byrja stundum morganna á því að kasta grjóti upp í loftið og skalla það.... bara hressir mann og kemur manni í gang sko

svo eru til alvöru karlmenn í Evrópu sem fleygja sér fyrir lest... það styrkir bakvöðva, axlir og læri..  :)

I I (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 23:07

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Verum bara sjálfum okkur samkvæm. Guðrún Erla er varaborgarfulltrúi og við reiknum með að hún bulli minna en við sauðsvartur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.2.2009 kl. 23:11

6 Smámynd: Kristján Logason

Finnst þér þetta óeðlileg fyrirspurn Heimir?

Hér er þessu marg úðað yfir fólk og nágrenni svo mér finnst það eðlilegt að borgarfulltrúar og þingmenn spyrji hvað er í gangi og hvað áhirf þetta hefur.

Hvað varðar steinin höfum við allt lífslhaup mannskeppnunar og lmeira til til að sýna fram á þær niðurstöður svo þetta blogg þitt fellur undir valdhroka og mér er ekki skemmt.

Hef séð betri hluti frá þér en þetta þó svo við séum ekki alltaf sammála. 

Kristján Logason, 2.2.2009 kl. 23:14

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"þetta blogg þitt fellur undir valdhroka og mér er ekki skemmt." Ég var ekki með það sérstaklega í huga Kristján að skemmta þér.

Ég trúi ekki öðru en að lögreglan noti viðurkennd efni. Nóg er víst af þeim ólöglegu!

Guðrún Erla er uppvís að póltísku ofstæki eins og tæplega annar hver maður í dag.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.2.2009 kl. 23:18

8 Smámynd: corvus corax

"Guðrún Erla er uppvís að póltísku ofstæki eins og tæplega annar hver maður í dag". Já, nú rignir grjótinu úr glerhúsi Heimis sem er ofstækis-ofsatrúarmaður á spillingarfélagið sem kallar sig sjálfstæðisflokk.

corvus corax, 2.2.2009 kl. 23:49

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Æ,æ Krummi ert þú kominn á kreik. Blessaður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.2.2009 kl. 23:50

10 Smámynd: Kristján Logason

Sæll Heimi þér tókst nú samt að skemmta mér smá :)

en hvernig má það vera pólitískt ofstæki að spyrja spurninga. Er það ekki það sem lýðræði gengur út á. Að spyrja spurninga og fá svör. Fá þannig fram dialect eða er ég að miskilja lýðræðis umræðuna í sjálfstæðisflokknum. Fer hún öðru vísi fram 

Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 00:12

11 Smámynd: Snorri Magnússon

Takk Heimir fyrir góða færslu.

Til ykkar hinna: 

Var einhver ykkar á staðnum?  Var einhver ykkar þar vegna vinnu sinnar og í framhaldi af því hlaut einhver ykkar af því líkamstjón?  Veit einhver ykkar eitthvað um valdbeitingarheimildir lögreglu?  Veit einhver ykkar eitthvað um það hvaða valdbeitingartæki lögreglu er heimilt að nota og í hvaða tilvikum?  Veit einhver ykkar eitthvað um meinta skaðsemi piparúða, annað en það sem þið hafið lesið á Internetinu (svipað og með skaðsemi rafstuðtækja - "Taser")?  Veit einhver ykkar eitthvað um það hvaða skipanir voru gefnar til almennra lögreglumanna, af þeim sem stjórnuðu aðgerðum lögreglu á vettvangi?  Fékk einhver ykkar yfir sig grjóthnullunga, egg og aðra matvöru, mannasaur og þvag vegna vinnu sinnar í kringum þessa atburði?  Hefur einhver ykkar orðið fyrir líkamsárásum vegna starfa ykkar? 

Ég veit að þetta eru spurningar en ég vænti ekki svara hér.  Svarið þeim innra með ykkur!

Snorri Magnússon, 3.2.2009 kl. 01:25

12 Smámynd: Haukur Viðar

Tilgangslaust að spyrja spurninga sem maður væntir ekki svara við.

Ég var viðstaddur hluta af mótmælunum í vikunni þegar allt fór í bál og brand, og ég skal alveg viðurkenna að það fór allt í bál og brand, og hefði ekki þurft að gera það.

Piparúðanum missti ég hins vegar af, enda fór ég ávallt heim um það leyti sem átökin fóru að harðna. Sé ekki tilganginn í því að slást við ókunnuga menn útí bæ, eða að slást yfir höfuð.

En nú er það þannig að sumu fólki treystir maður einfaldlega til þess að segja satt og rétt frá. Þetta vitið þið vel sjálfir. Fólk sem þið hafið þekkt um langa hríð, og treystið til þess að fara rétt með staðreyndir.

Ég þekki nokkra slíka, og nokkrir slíkir voru einmitt viðstaddir þegar úðinn var notaður.

Þetta eru rólyndismenn sem myndu líklega ekki skipta skapi þó að ég gæfi þeim á kjaftinn og hrækti í andlitið á þeim.

Þessir sömu menn tjáðu mér það að lögreglan hefði notað "gasið" ansi frjálslega, og við hin sáum það í fréttunum. Tveir þeirra fengu meira að segja úðann í andlitið, fyrir þær sakir einar að vera hluti af stórri þvögu sem var þarna til þess að mótmæla, ekki til þess að berja einhvern eða að kasta grjóti.

Þessum mönnum trúi ég 100%, alveg að sama skapi og ég kýs að trúa því að 90% lögreglumannanna sem stóðu vaktina hafi gert það með hreina samvisku en ekki til þess að fá útrás fyrir ofbeldisfýsn.

Þarna var samt lítill hluti lögreglumannanna að úða framan í fullt af fólki sem tilheyrði ekki þeim litla hópi sem kastaði grjóti eða hafði í frammi ógnandi tilburði.

Haukur Viðar, 3.2.2009 kl. 02:21

13 Smámynd: Kristján Logason

JÁ ÉG get svarað öllu þessu játandi nema því hver gaf skipanir til almennra lögreglumanna. og að ég hafi fengið yfir mig annað en gas

Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband