Pólitískt ofstæki - sorglegt

Hafnar eru pólitískar hreinsanir af verstu tegund. Minna aðgerðirnar einna helst á vinnubrögð rétttrúnaðarmanna í gömlu kommúnistaríkjunum og/eða Afganistan.

Seðlabankastjórar fjúka sem og ráðuneytisstjórar.

Hverjar eru sakargiftir?

Fá þeir að verja sig?

 Verða konur reknar?

Almenningur fylgist kvíðafullur með ofstækinu.

Jóhanna, þetta sæmir ekki jafnaðarmanni. 


mbl.is Seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jonni

Kemur þú af fjöllum maður? Hvar hefur þú verið undanfarin misseri?

Jonni, 2.2.2009 kl. 20:37

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég er ekki að skilja þessa færslu hjá þér Heimir.

hilmar jónsson, 2.2.2009 kl. 20:42

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Já nú allt í einu koma raddirnar fram sem styðja þessa háu herra.  Hvar hafa þær legið undanfarna mánuði, ekki voru þær háværar !  Jóhanna er komin í gírinn fyrir þjóð sína !

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 2.2.2009 kl. 21:04

4 Smámynd: Einar Solheim

Jú - Heimir kemur af fjöllum í þessu máli eins og svo mörgum öðrum málum.

Einar Solheim, 2.2.2009 kl. 21:07

5 Smámynd: Jonni

Mér finnst nú bara farið mjög snyrtilega í þetta mál. Það er nú ekki eins og verið sé að handtaka Seðlabankastjóra. Það er einfaldlega verið að taka til í þessum málum eins og krafa þjóðarinnar og erlendra samstarfsaðila hefur verið. Mönnum er boðið að ganga úr sínum sætum og semja um sín starfslok. Ég get ímyndað mér miklu verri aðfarir og verðskuldaðri. T.d. réttarhöld og dómsfellingar. Það er seðlabankastjórn mikil virðing sýnd að geta farið með þeim hætti sem boðið er.

Jonni, 2.2.2009 kl. 21:17

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hingað til hafa sakir verið bornar á menn sem á að reka, þeir jafnvel áminntir eins og á að vera undanfari brottreksturs samkvæmt samningum opinberra starfsmanna. Davíð Oddsson reyndi fyrir mörgum árum að rýmka þessar reglur til að auka svigrúm forráðamanna ríkisfyrirtækja til að segja mönnum upp eða færa til í starfi en Ögmundur Jónasson formaður BSRB lagðist eindregið gegn því. Hann gerði meira að segja hróp að Davíð fyrir bragðið. Núna skrifar Ögmundur upp á fyrirvaralausan brottrekstur eða hvað?

Er það svona þjóðfélag sem þið viljið fá?

Látið ekki blint ofstækið villa ykkur sýn.

Sigurður, þú stendur með sjálfum sér, þau hin geta það ekki enda hópsálir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.2.2009 kl. 21:20

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

P.s. Hverjar eru sakargiftir Jonni?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.2.2009 kl. 21:22

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Er það svona þjóðfélag sem þið viljið fá?

Látið ekki blint ofstækið villa ykkur sýn.

Heimir: við látum ekki dómgreindarlausa embættismenn eiðileggja landið. Fyrr rekum við þá.

Þetta hefur ekkert með ofstæki að gera, heldur réttlæti...

hilmar jónsson, 2.2.2009 kl. 21:26

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hilmar, hvað hafa seðlabankastjórar unnið til saka?

Er það eitthvað sem þú hefur á tilfinningunni?

Eiga þeir ekki rétt á réttlæti?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.2.2009 kl. 21:36

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Heimir: Hefur þú ekkert verið að fylgjast með síðustu mánuði ? Davíð til að byrja með, brást sínu hlutverki sem eftirlitsaðili með hagkerfinu, Bankar með 9x stærri umsvif en Íslenska hagkerfið. Klárlega átti Seðlabankinn að grípa inní þá stöðu. Þar fyrir utan gerði Davíð sig vanhæfann, með glórulausum yfirlýsingum um td Rússalán ( sem enginn fótur reyndist fyrir ) Eða þá það sem væntanlega kallaði yfir okkur hryðjuverkalög Breta, þegar Davíð gaf út þá yfirlýsingu, að þjóðin ætlaði ekki að standa í skilum við Breska ríkið.

Jú þar fyrir utan hef ég svo sem ýmislegt á tilfinningunni..

hilmar jónsson, 2.2.2009 kl. 21:47

11 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Sammála Heimir, þetta eru einungis nornaveiðar.

Það er alltaf að koma betur í ljós að Seðlabankinn átti engan hlut í bankahruninu. Eftir á að hyggja þá voru ekki teknar rangar ákvarðanir þar eins og haldið var fram eftir hrunið. Það var t.d. hárrétt ákvörðun hjá þeim að lána Glitni ekki 80 milljarða af almannafé án veða. Bankinn hefði samt sem áður farið í þrot ásamt hinum bönkunum. Rekstur bankanna var einfaldlega ein stór svikamylla

Vonandi verður "líð"ræðið á Íslandi ekki þannig í framtíðinni að það sé nóg að henda gangstéttahellum, kúk og pissi í lögguna og þá fái fólk allt sem það vill.

Maður myndi allavega ætla að það væru önnur brýnni verkefni sem lægju fyrir stjórnvöldum núna.

Aðalsteinn Bjarnason, 2.2.2009 kl. 22:01

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Var málið með Árn Johnsen líka nornaveiðar ?

hilmar jónsson, 2.2.2009 kl. 22:05

13 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Frábær umræða, gerist ekki betri.

Jóhannes Ragnarsson, 2.2.2009 kl. 22:09

14 Smámynd: Jonni

Þótt Davíð Oddsson sé að sönnu hin eina og sanna norn gervallrar íslandssögunnar, eru þetta samt ekki nornaveiðar. Það er pólitísk samstaða um að skipta um stjórn seðlabankans þar sem enginn vafi leikur á um mikilvægt hlutverk seðlabankans í efnahagshruni Íslands. Það þarf að skapa traust til Seðlabankans og íslenskrar efnahagsstjórnunar á ný. Það er ekki hægt á meðan seðlabankastjóri leikur persónulega refskák við ríkisstjórn og setur önnur markmið en þjóðarheill í fararsætið. Þennan hnút þarf að skera og íslenska þjóðin að halda áfram í lífinu, svo hægt sé að leysa önnur og stærri vandamál sem að steðja.

Jonni, 2.2.2009 kl. 22:17

15 identicon

Hvað hefur það fólk sem hefur verið sagt upp síðustu mánuði gert af sér? 

Ekki bar það ábyrgð á þessu efnahagshruni - það gerði hins vegar Seðlabankastjórnin.

Örn Alexandersson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 22:17

16 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Seðlabanki Íslands varaði stjórnvöld við. Það vitið þið líka. Stjórnvöld hlustuðu ekki. Aðhöfðust ekkert. Viðskiptaráðherra sem hefur með starfsemi bankanna að gera gerði ekki neitt. Eitt stórt núll.

Er ekki svolítið billegt að kenna Seðlabankanum um?

Tók enginn ykkar þátt í brjálæðinu?

Var enginn ykkar stoltur af frammistöðu röndóttu gæjanna?

Lítið í eigin barm.

Sakist við eigendur og forráðamenn bankanna, Baugs, Stoða FL group, Exista, TM, o.fl.o.fl. Þessir aðilar skilja eftir milljarða skuldir af sukki sínu og við borgum.

Þessir menn reiknuðu fyrirtækjum sínum þúsundir milljarða í viðskiptavild sem var veðsett!

Opnið augun fólk!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.2.2009 kl. 22:19

17 Smámynd: hilmar  jónsson

Halló: Geir.H kannast ekki við þessar aðvaranir Davíðs. Eru þeir þó flokksbræður..

"Tók enginn ykkar þátt í brjálæðinu spyr Heimir. Jú Davíð söng frægann útrásarsöng til heiðurs þeim Björgólfs feðgum..

hilmar jónsson, 2.2.2009 kl. 22:24

18 Smámynd: Jonni

Það er enginn að segja að Davíð Oddsson beri einn ábyrgð á efnahagsóförum íslendinga. Það eru margir kokkar og öll þjóðin ber sinn hluta af ábyrgðinni. Núna þarf að stokka kortin og setja nýjan kúrs. Það er það sem þessi ríkistjórn er að byrja á. Vonandi tekst það vel.

Jonni, 2.2.2009 kl. 22:26

19 Smámynd: hilmar  jónsson

Davíð ber höfuðábyrgð.

hilmar jónsson, 2.2.2009 kl. 22:32

20 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Hilmar, af hverju kemur þú ekki með einhver rök?

Aðalsteinn Bjarnason, 2.2.2009 kl. 22:37

21 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Við þurfum svo margt að stokka upp. Nauðsynlegt er að finna þá sem eiga sök, en ekki að hengja bakara fyrir smið.

Davíð á eftir að tala og segja frá því sem hann veit. Guð hjálpi þá mörgum Samfylkingarmanninum, Valgerði Sverrisdóttur og fleiri Framsóknarmaddömum.

Öll kurl koma til grafar og þá kemur í ljós að Davíð og hinir seðlabankastjórarnir eru með hreinan skjöld.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.2.2009 kl. 22:43

22 Smámynd: Jonni

Davíð er mjög góður í að ata andstæðinga sína aur og sérstaklega með klækjum að ýja að skítlegu eðli þeirra og glóanda síns eigin gljáfægða geislabaugs. Gjarnan stutt af viskuorðum ömmu sinnar.

Ég efast ekki um að hann noti þetta tækifæri til þess að koma höggi á sína pólitísku andstæðinga við mikinn fögnuð sinna eindregnu aðdáenda. Sem fer sem betur fer hríðfækkandi. Þið eruð í útrýmingarhættu.

Jonni, 2.2.2009 kl. 22:54

23 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jonni, þú ert svo leiftrandi rökfastur og skýr, að hrein unun er að lesa það sem frá þér kemur.

Davíð á sér marga öfundarmenn og flestir held ég að séu meðal æðstu manna Samfylkingarinnar í dag. Síðan koma lægra settir þar á bæ sem berjast innbyrðis um athyglina og hver og einn þeirra sem getur atað Davíð mest út telur sig sigurvegara dagsins.

Ekki veit ég hvað myndi sameina þá ef Davíðs nyti ekki við.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.2.2009 kl. 22:59

24 Smámynd: Jonni

Ef Davíð gengur úr sæti seðlabankastjóra getur hann frítt leyst frá sinni tuðru og kastað skít á hvern sem hann vill. Við viljum að hann geri það og hætti sínum leynidylgjum. Nýju fötin keisarans eru bara blekking Heimir. Hann er allsber.

Jonni, 2.2.2009 kl. 23:00

25 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jæja, Jonni, hvað hefur Davíð brotið af sér? Nefndu eitt atriði. Bara eitt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.2.2009 kl. 23:06

26 Smámynd: Jonni

Er verið að halda réttarhöld yfir Davíð Oddsyni? Nei. Ég læt það eftir lögfróðum mönnum að skilgreina sakaruppgiftir ef farið verður út í réttarhöld. Sem ég vona að verði farið í um síðir svo hægt sé að staðfesta sekt og sakleysi. Allir sem hafa verið nefndir sem ábyrgðarmenn á þessu hruni hafa rétt á því að hreinsa sín nöfn. Davíð Oddsson líka. En núna þarf að skipta út áhöfninni. Uppvaskið tökum við seinna þegar búið er að koma skútunni á réttann kjöl.

Jonni, 2.2.2009 kl. 23:14

27 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jonni, skjóta og spyrja svo?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.2.2009 kl. 23:15

28 Smámynd: Einar Solheim

Heimir:  Þú talar um þetta eins og það sé verið að handtaka Dabba og co fyrir eitthvað glæpsamlegt athæfi.  Það er ekki málið.  Það er bara verið að segja mönnum upp störfum.  Ég get lofað þér því að af þeim 10.000 sem hafa mist starf sitt síðustu mánuði, þá hafa flestir þeirra unnið mun minna til saka en Dabbi.  Ég hef ekki séð þig rísa upp á afturfæturnar til að mótmæla því óréttlæti.

Það er bara djók að fylgjast með þessum vangaveltum þínum.  Að finna til með greyjið litla Dabba er bara brandari.  

Farðu síðan að drífa þig í rúmmið... áður en Dabbi sofnar.

Einar Solheim, 2.2.2009 kl. 23:37

29 Smámynd: Jonni

Það þarf ekkert að vera búið að fá Hæstaréttardóm yfir stjórn seðlabankans ÁÐUR en skipt er um fólk. Seðlabankastjórn er GJÖRSAMLEGA rúin trausti. Þjóðarinnar, stjórnvalda, hagfræðinga, erlendra stjórnvalda. Hvað viltu meira áður en hróflað er við þessum meisturum þínum? Að þeir gangi út sjálfir og lýsi sig ábyrga? Það gerist aldrei og það vita það allir.

Jonni, 2.2.2009 kl. 23:40

30 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

ERnir, ég hef fyrir satt að Seðlabankastjórar hafi fari að lögum í hvívetna, varað við á báða bóga, en fólk vildi ekki hlusta.

Einar, ég hef verið atvinnulaus og lapið dauðann úr skel, en ég hef alltaf reynt að láta það ekki rugla dómgrind mína.

Ég tek þig á orðinu og skelli mér í rúmið að halda áfram að hlusta á Bubba.

Tala ekki um ef Davíð er að fara að sofa.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.2.2009 kl. 23:43

31 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jonni, opinberir starfsmenn eiga rétt á að fá að andmæla áður en áminning er veitt. Þá hefur þeim verið birtar sakargiftir.

Engin áminning hefur farið fram heldur eitthvað óljóst tuð fárra einstaklinga sem eru óánægðir með sjálfa sig.

Birtu þeim meinta sök hér á síðunni minni og ég skal koma erindi þínu áfram;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.2.2009 kl. 23:47

32 identicon

Mikið djöfull er þessi barlómur orðinn leiðinlegur í ykkur hægrimönnum. Það er búið að vera bullandi spilling hér á landi í þessum klíkustjórnmálum sem rekin hafa verið af Sjálfstæðisflokknum. Forsætisráðherra hefur ekkert að gera með ráðuneytisstjóra sem kom inn og var ráðinn af Sjálfstæðisflokknum, hún verður að geta um frjálst höfuð strokið og treyst þeim sem hún vinnur með. Þið sem enn eruð að verja Sjálfstæðisflokkinn ættuð að fara í naflaskoðun og spyrja ykkur sjálfa hvað það er sem þið eruð að styðja. Þetta er bara fólk og Davíð er einn af þeim, hann er ekki guð.

Valsól (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 10:37

33 Smámynd: Katrín

Merkilegar ásakanir sem settar eru hér fram af ýmsum postulum og besservisserum.  Menn geta talað sig bláa en það breytir því ekki að :

engin formleg áminning hefur verið veitt seðlabankastjórum –

engar formlegar kæru um vanhæfni í starfi eða stórkostleg afglöp hafa komið fram af þess tilbærum aðilum sem eru NB ekki þeir sem hér hafa sett inn ,,ákærur“

Enn hefur ríkistjórn Íslands ekki fellt úr gildi þau lög sem um ráðningu seðlabankastjóra gilda og allar yfirlýsingar um að slíkt verði  gert og þá afturvirk breyting eru ómerkar og settar fram af ómerkilegum mönnum ( og munið nú að konur eru líka menn)

Eða ættum við kannski að krefjast að teknar verði upp aftökur án dóms og laga, senda alla héraðs- og hæstaréttadómara heim ...enda svo djöfulli dýrir.  Mér sýnist á kommentum hér að nægt er framboðið af dómurum götunnar og þeir munu örugglega dæma fyrir ekki neitt, a.m.k. alla aðra en sjálfan sig , ættingja og vini..

  

Katrín, 4.2.2009 kl. 00:10

34 Smámynd: Jonni

Vil minna stuðningsmenn Seðlabankastjóra á að engum hefur verið sagt upp. Seðlabankastjórar hafa kurteislega verið beðnir um að ganga úr sínum sætum. Ef þeir hafa einhverja sómatilfinningu gera þeir það og afþakka biðlaun og starfslokapakka. Það væri þeim til virðingar að mæta beiðninni með slíkum hætti.

Jonni, 4.2.2009 kl. 09:39

35 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jonni, ef rót vandans liggur hjá þremur mönnum í Seðlabankanum er ég sammála þér. Annars ekki.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.2.2009 kl. 11:44

36 Smámynd: Jonni

Heimir; hvar er rót vandans að þínu mati, og hver er eiginlega vandinn?

Ég skil hvað þú meinar með athugasemdinni, en ég hef ekki heyrt nokkurn segja að höll sök liggi hjá seðlabanka eða að lausn allra okkar vandamála liggi í skiptum á bankastjórn seðlabankans. Alls ekki.

Jonni, 4.2.2009 kl. 14:23

37 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Rót vandans má rekja til ótrúlegs sjálfsálits nokkurra "auðmanna" sem stóðu ekki undir neinu. Óraunhæf viðskiptavild, krosseignatengsl, krosslánveitingar og sýndarviðskipti. Nokkrar staðreyndir sem hægt er að rökstyðja ef tími gefst til.

Sammála Jonni?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.2.2009 kl. 14:37

38 Smámynd: Jonni

Já ég get alveg skrifað undir þetta, en ég verð að bæta við fjárhagsyfirvöldum og höfundum þeirrar stefnu sem gerði þessum greifum kleyft að stunda þessi glæpsamlegu viðskipti. Stjórnmálaleg forysta Íslands er gjaldþrota, siðferðislega og hvað varðar hæfni.

Svo er auðvitað annað mál hvort hin nýja ríkistjórn er vandanum vaxin. Vandamálin eru óhugnaleg, hvernig sem er á málin er litið. Ég er þeirrar skoðunar að íslensk stjórnmál þurfi að ganga gegnum mikinn hreinsunareld og í því sambandi finnst mér "brottrekstur" seðlabankastjóra frekar léttvægur biti, en ágæt byrjun.

Jonni, 4.2.2009 kl. 15:02

39 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er þá ekki rétt að skipta alþingi út eins og það leggur sig? Forseta lýðveldisins líka?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.2.2009 kl. 15:43

40 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

P.s. Forseti vor veitti Baugi útflutningsverðlaunin. Mér vitanlega hefur Baugur ekki flutt neitt út, nema peninga frá þjóðinni til að fjárfesta í útlöndum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.2.2009 kl. 15:45

41 Smámynd: Jonni

Það stendur nú til að kjósa til Alþingis. Hlutur forsetans er nú afskaplega lítill í þessu dæmi. En auðvitað er enginn heilagur, ekki einu sinni Ólafur Ragnar. Kannski væri það best að taka alla sem eitthvað hafa komið að stjórnsýslu landsins undanfarin ár og setja þá í 10 ára stjórnmálalega sóttkví. Senda auðmennina úr landi og afturkalla ríkisborgararétt þeirra.

Aftur á byrjunarreit með nýja forystu og nýja stjórnarskrá.

Jonni, 4.2.2009 kl. 16:31

42 identicon

Þetta er ekki rétt;

"1. Íslenska krónan. Davíð sá ekki að íslenska krónan mun aldrei geta verið frjáls á alþjóðlegum mörkuðum. Eina leiðin að halda uppi slíkum örsmáum gjaldmiðlum er með óendanlegum gjaldeyrisforða eða gjaldeyrishöftum. Það er almenn skynsemi sem var þvert á hugmyndafræði Davíðs og sjálfstæðisflokksins."

svar; Davíð var ráðin til þess að reka og halda utan um útgáfu krónu og að gefa út og framfylgja verðbólgumarkmiðum. Hvort að við notum krónu eða annann gjaldmiðil hefur aldrei verið hans ákvörðun.

"2. Kastljósviðtalið. Það veit enginn ennþá hversu mikið hann skaðaði landið með þessu viðtali."

svar; kolrangt, það er fyrir löngu síðan búið að þræða tímalínu í kringum "Kastljósviðtalið", símtalið við Árna og tilkynningu breskra Stjórnvalda. Niðurstaðan er skýr og hryðjuverkalögin voru alls ekki sett á í neinu samhengi við orð Davíðsm í Kastljósi. 

Kaupin í Glitni voru mistök sem komu af stað hamförum

Svar; kjaftæði.

Seðlabankinn  tók ekki gjaldeyrisforðalán meðan það var hægt

Svar; meiri lán, við myndum einfaldlega skulda meira, þá var einnig lausafjárþurð og lánsfé ekki á lausu.

Annars ætla égekki að setja meira út á yfitrlýsingarnar í upptalningum hér að ofan nema að því leitinu til að það er er fáránleg einföldun að kenna einum manni um efnahagshrunið.

Staðreyndin er sú að stór fyrirtæki og þar á meðal bankar og fjármálafyrirtæki voru illa rekin og Íslenskt regluverk og skattalöggjöf verulega ófullkomin.

Ég geri mér grein fyrir því að Davíð hinn alvitri og elskandi faðir allra landsmanna átti að vera búinn að kippa þessu í liðinn, en hvað voru 63 vitleysingar að gera allan þennan tíma? Bora í nefið á sér og verjandi Baugsklíkuna fyrir rannsóknum.

En auðvitað kennum Davíð um allt þetta, enda sá sem hefði átt að hugsa fyrir öllu heila ruglinu. 

sandkassi (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 23:12

43 Smámynd: Helgi Már Bjarnason

Sælir Gunnar og Heimir,  ég er sammála ykkur í öllum megin atriðum.  Það hefur verið rekinn mónótónískur heilaþvottur af óvildarmönnum Davíðs síðustu mánuði, og fjölmiðlar þar á meðal.  Heiftin er allveg að fara með menn.   það hefur ekki verið bent á neitt sem hann á að hafa gert af sér, afglöp eða vanhæfni.

Þvert á móti eru að koma á daginn að hann hafði rétt fyrir sér með ansi margt...sbr fjölmiðlafrumvarpið, mótmæli hans gegn ofurlaunum bankastjóra, um misbeitingu forsetavaldsinns, barátta hans við Baug, varnaðarorð hans sem seðlabankastjóra allt síðasta ár svo eitthvað sé nefnt.   Margt fleira er hægt að týna til.

En nei!  Menn vilja ekki hlusta, því það er svo óþægilegt að vita að hann hafi kannski haft lög að mæla í svo mörgum málum.  Það er betra að bara halda heiftinni áfram. :)

Helgi Már Bjarnason, 5.2.2009 kl. 11:55

44 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka ykkur Gunnar og Helgi Már fyrir athugasemdir ykkar. Mönnum tekst illa eða alls ekki að tíunda ávirðingar á Davíð Oddsson. Ég hef haldið því fram að hann hafi hreinan skjöld og mun gera það áfram. Það eru engin rök fyrir brottrekstri að það sé hávær krafa almennings.  Þá kröfu setti hatursfull Ingibjörg Sólrún fram til að friða ófullnægða fólkið innan raða síns flokks og "almenningur" endurómaði hana.

Davíð myndi sópa að sér fylgi í næstu kosningum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.2.2009 kl. 13:07

45 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég er sammála þér, Heimir í flestum meginatriðum. Ég er ekki aðdáandi Davíðs en ég er hins vegar heldur ekki aðdáandi nýrrar ríkisstjórnar sem virðist blinduð í sigurvímu yfir að hafa komið Sjálfstæðisflokknum frá og blinduð í hatri sínum og biturleika gagnvart sama flokki. Margir dagar hafa liðið frá því að ný stjórn tók við en hvað hefur hún verið að gera annað en að segja upp fólki og mönnum af mikilli heift og pota eigin fólki með mismunandi þekkingu og hæfni að? Margir saklausir embættismenn sem aðeins unnu sína vinnu hafa verið gerðir tákngervingar fyrir spillingu og fengið að fjúka með. Er þetta hlutverk nýrrar stjórnar, sem er MINNIHLUTASTJÓRN OG EKKI KJÖRIN TIL SETU, heldur ætlað að starfa til bráðabirgða og halda landinu á floti fram að kosningum??? Gerir það okkar kreppu og erfiðleika minni að búið er að skipta um Forseta Alþingis?? Skipti þessu hrókering miklu máli í okkar vandamála-samhengi? Og var þetta akút aðgerð fyrir stjórnarsetuna næstu 80 dagana??? Mér finnst þessi nýja stjórn hlægileg og ég spái því að henni verði ekki neitt málefnalegt úr verki í sinni stjórnartíð. Þau eiga engin sameiginleg markmið og málefni önnur en þau að hata Sjálfstæðisflokkinn. Hvað ætlar Jóhanna að gera þegar hún kemst að því að Forsætisráðuneytið ber ábyrgð á fjölmörgum málum sem hún vissi ekki einu sinni að heyrðu undir ríkisstjórn? Hvað ætlar hún að gera þegar hún uppgötvar allt í einu að hún hefur ekki hundsvit á því sem henni er ætlað að gera og hefur allt starfsfólk ráðuneytisins á móti sér nema þessar tvær hræður sem hún tók með sér inn í Stjórnarráðið? Og hvað ætlar Steingrímur að gera þegar hann kemur niður á jörðina og þarf að fara að vinna? Ég hlakka mikið til að sjá þau renna á rassinn, enda held ég að það muni gerast.

Takk fyrir góðan pistil og takk fyrir mig.

Lilja G. Bolladóttir, 5.2.2009 kl. 16:38

46 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka innleggið Lilja. Ég held að Jóhanna og Steingrímur fari verst út úr 8o daga setu sinni í ríkisstjórn. Jóhann vegna þess að hún veldur ekki hlutverki sínu og Steingrímur vegna þess að hann er útbrunninn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.2.2009 kl. 17:27

47 identicon

Sorglegt að sjá hvað menn eiga erfitt með að trúa neinu misjöfnu upp á átrúnaðargoðið sitt. Þetta kallast "Davíðs-Syndrome". Menn hér eru margir heilaþvegnir í ást sinni á Davíð - þrátt fyrir að ábyrgð hans í að byggja upp þjóðfélag ótta, þöggunar, græðgi og haturs sé meira en nokkurs annars.

Nasistar voru margir trúir Hitler og hugsjónum hans þrátt fyrir glæpi hans og mannfyrirlitningu. Skyldi Hitler hafa verið boðið að vera þátttakandi í endurreisn Þýskalands hefði hann lifað af?

Babbitt (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 20:38

48 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það lýsir þér Babbitt best og þarf ekki frekari vitna við að þú nefnir Davíð Oddsson og Adolf Hitler í sömu andránni.

Ég skil vel að þú komir ekki fram undir nafni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.2.2009 kl. 21:15

49 identicon

17146Davíðs heilkennið er í ætt við kúariðu og og hafa sumir vilja tengja fyrirbærið við Creutzfeldt-Jakob disease. Ekki er þó um krónískan sjúkdóm að ræða. Undarlegir kippir fara um sjúklinginn og hann riðar og tifar í sífellu. Ekkert kemur upp úr sjúklingnum af viti þar sem að skammtímaminnið er alveg farið. Sjúklingurinn hugsar og talar aðeins um einn hlut og það er Davíð Oddsson. Hann kennir Davíð um öll sín vandræði, offitu, þunglyndi, vont veður, slæma matarlyst, niðurgang, atvinnuleysi. Þá eru dæmi um að fimmtugir menn og konur byrji að rífast yfir mannvonsku foreldra sinna eða makanum sem fór út í mjólkurbúð fyrir 10 árum síðan og hefur ekki en komið til baka.

Greind er þegar hér er komið við sögu á mjög lágu stigi eða milli 30 og 40 sem er svipað og mælist hjá ýmsum apategundum. Á lokastigi er heilastarfssemin orðin alveg unidirectional og getur sjúklingurinn þá flokkast sem "Flatliner". eKG%2BFlatline

Þrátt fyrir að ekki sé um krónískan sjúkdóm að ræða eru batahorfur fremur litlar.

Hér til hliðar má sjá waveform sem sýnir enga heilastarfssemi. Samt er sjúklingurinn á lífi þótt ótrúlegt megi virðast.

sandkassi (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 21:27

50 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka enn eitt frábært innlegg þitt Gunnar

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.2.2009 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 1031694

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband