Ekki gagnrýna þáttagerðarmenn á útvarpi Sögu

Manni einum orðvöndum og siðprúðum varð það á fyrir mörgum mánuðum síðan að gagnrýna orð þáttagerðamanns á útvarpi Sögu á þessum vettvangi. Orðin sem gagnrýnin beindist að hnigu að því að hann sagði að  í Breiðholti byggi bara undirmálsfólk,  sérstaklega í Æsufelli.

Síðan hefur umræddur þáttagerðarmaður nýtt sér fjölmörg tækifæri til að hnýta í viðkomandi á miður geðslegan hátt.

Annar þáttagerðarmaður hefur bakkað hann upp í gagnrýni sinni. Ekki er ég viss um að hann dragi fleiri viðskiptavini að bílasölunni sem hann starfar líka hjá með þeirri framkomu sinni.

Mörgum er í fersku minni þegar útvarp Saga tók þekkta athafnakonu fyrir og rægði til óbóta.

Ef þetta er viðvarandi stefna Sögu vil ég beina eindregnum tilmælum til fólks að auglýsa ekki á Sögu, til að sýna þeim að takmörk er fyrir dólgshættinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Þórðarson

Eru þetta ekki aðeins ungæðisleg látalæti í þáttagerðarmanninum?

Þórður Þórðarson, 31.1.2009 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband