Sigmundur Davíð átti hugmyndina en "ekki óskaríkisstjórn"

Framsóknarmaðurinn nýi á greinilega ekki langt að sækja já já nei nei hneigðina. Það var hann og enginn annar sem átti hugmynd að þessari ríkisstjórn og gerði henni kleyft að komast á koppinn. Núna vill hann baktryggja sig og segir að: " tilvonandi ríkisstjórn er ekki óskaríkisstjórn".

Sannur framsóknarmaður þar. 

"Tilvonandi ríkisstjórn er ekki óskaríkisstjórn, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins sem ætlar þó að verja hana falli ..."


mbl.is Ekki óskaríkisstjórn Sigmundar Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Stjórnarskrá Íslands 1947 býður upp Þjóðveldi [þjóðvöld] sem greinist í Forsetavald [þjóratkvæði] og Löggjafarvald. [þjóðaratkvæði].

Frá Forsetaveldinu koma framkvæmdavöldin [velur ráðherra] [sameiginlegar þjóðarframkvæmdir] til skýrgreiningar og aðhalds hjá Löggjafarvaldinu.

Frá Löggjafarvaldinu kemur Dómsvald sem Forsetavald skipar.

Klíkuskapur frá 1947 hefur réttlætt þess einföldun á nýtingu stjórnarskrár út í yztu æsar.

Þögn Þjóðar, Forseta, lagasmiða:alþingismanna.

Hér hefur því alltaf ríkt ráðherra einræði í reynd en vald eins ráðherra er skilgreint með lögum utan stjórnarskrár, samkvæmt stjórnskipunarlögunum: Stjórnarskránni

Leitum ekki langt yfir skammt. Tækifærisinnar kunna ekki að lesa og hafa því ekki farið eftir stjórnarskránni að flestu leyti síðan 1947

Júlíus Björnsson, 29.1.2009 kl. 18:51

2 Smámynd: Heidi Strand

Framsóknarmenn hljóta örugglega að vera siðkvefaðir vegna gegnumtrekks. Þeir eru opnir í báða enda.

Heidi Strand, 29.1.2009 kl. 20:47

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það er nú reyndar bara satt og rétt hjá Sigmundi. Hann ver ríkisstjórn falli sem hans flokkur á ekki ráðherra í...

Það segir sig sjálft að það er ekki óskaríkisstjórn nokkurs stjórnmálaflokks. 

Brynjar Jóhannsson, 29.1.2009 kl. 20:52

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sigmundur Davíð lagði til að einmitt sú stjórn sem nú er í burðarliðnum yrði mynduð. Ingibjörg Sólrún og Steingrímur Jóhann tóku hann á orðinu og uppfylltu ósk hans. Óskastjórn?

Heidi alltaf góð: "siðkvefaðir vegna gegnumtrekks"

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.1.2009 kl. 20:56

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Setur ekki skilyrði fyrir IceSave, en tekur samt fram að erfitt yrði að framfylgja öðrum markmiðum ef menn tækju á sig slíkar skuldbindingar. Hmmmm.....

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2009 kl. 21:20

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þaað eru mörg Hmmmmmm-in þessa dagana Bofs.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.1.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband