26.1.2009 | 20:40
Ólafur taki pokann sinn
Hann er borubrattur fræðimaðurinn og útrásarverndarinn á Bessastöðum.
Biður Geir H. Haarde að sinna störfum forsætisráðherra kl. 6 og Geir samþykkir. Kl. 7 segir hann engan forsætisráðherra vera á Íslandi.
Er þetta ekki svokallað kexrugl?
Hann sælist einu sinni til meiri valda en honum ber samkvæmt umboði sem þjóðin (sáralítill hluti) veitti honum.
Þarf hann ekki að fara að taka pokann sinn?
Stórkostlegur misskilningur forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að Ólafur Ragnar geti verið nauðsynlegur hlekkur í þeirri sorphirðu sem þarf að fara fram í rústum íhaldsins........
Gunnlaugur B Ólafsson, 26.1.2009 kl. 21:04
Æi ekki vera að tala um hann Silla.
Gunnlaugur virðist einarður andstæðingur lífsskoðunar okkar íhaldsdindla
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2009 kl. 21:21
P.s. ég gleymdi. Hvar er málefnaleg skoðun ykkar á hugmyndaklofi Ólafs?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2009 kl. 21:22
Ólaf burt, hann hefur sett svartan blett á embættið.
Elvar Atli Konráðsson, 26.1.2009 kl. 21:38
Ólafur er andans jöfur og ber höfuð og herðar yfir alla spillingarbjánana í sjálfstæðisflokknum til samans.
corvus corax, 26.1.2009 kl. 21:44
Mig setur hljóðan Steingrímur og Krummi.
Tek hinsvegar undir orð Elvars Atla.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2009 kl. 21:57
Steingrímur, ég hef alltaf haft ímugust á Ólafi Ragnari og öllum hans gjörðum. Á Landspítalanum í Fossvogi er skráð ofnæmi mitt fyrir persónunni Ólafi Ragnari Grímssyni.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2009 kl. 22:54
Nei.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2009 kl. 23:00
En Silla, ég elska vinstri menn og mótmælendur Sérstaklega framsæknar konur
Ekki ofbeldi, alls ekki nei, nei, nei.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2009 kl. 23:11
Bíddu ertu að reyna að segja að þau fjögur áhersluatriði sem forseti setti fram, séu ekki í takt við þjóðarvilja?
- þjóðarsátt
- björgunaraðgerðir fyrir heimili og fyrirtæki
- kosningar
- Farvegur fyrir stjórnskipunarumræður
Hvar hefur þú verið félagi?Hér er um að ræða starfsstjórn sem, skv. öllum þjóðfélagasumræðum síðustu daga, hefur ekki umboð frá þjóðinni. Undir þeim kringumsæðum þykir mér það ábyrgðarhluti forseta að hann sjái til þess að slík stjórn setji grundvallaratriðin á oddinn. Almenningur treystir ekki þinginu til þess...
Aðalheiður Ámundadóttir, 26.1.2009 kl. 23:18
Steingrímur, ætli að ég sjái ekki til á morgun hvort ég svara spurningum þínum. Mér finnst þú svolítið kröfuharður.
Aðalheiður, fjögur atriði sem forseti setur fram og skilyrðir væntanlegt stjórnarumboð sitt þar með. Það er bara ekki í hans verkahring. Hann má hafa sínar skoðanir fyrir mér fyrir sig, en hann hefur ekki umboð til afskipta af pólitík.
Forseti Íslands segir ríkisstjórn ekki fyrir verkum.Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2009 kl. 23:35
Gunnar G. Schra segir orðrétt í riti sínu Stjórnskipunarréttur, bls. 132: "Forseti hefur óefað allmikið svigrúm í sambandi við starfsaðferðir sínar við stjórnarmyndanir. Þar getur hann haft mikil áhrif þrátt fyrir þingræðisregluna. Og engan veginn er loku skotið fyrir það að forseti skerist í leik þegar um mikilvæg málefni er að ræða. Og enginn getur beinlínis þvingað forseta til jákvæðra aðgerða. Við óvenjulegar aðstæður er og hugsanlegt að forseti neyti hins formlega valds síns í ríkari mæli en ella án þess að slíkt verði talið brot á stjórnskipunarlögum."
Aðalheiður Ámundadóttir, 26.1.2009 kl. 23:39
"hins formlega valds síns"
Hvert er hið formlega vald Aðalheiður?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2009 kl. 23:43
"Biður Geir H. Haarde að sinna störfum forsætisráðherra kl. 6 og Geir samþykkir. Kl. 7 segir hann engan forsætisráðherra vera á Íslandi."
Aðalheiður, er til fræðileg skýring á þessum orðum Ólafs?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2009 kl. 23:45
Þetta er bein tilvitnun í rit Gunnars G. Schram en ekki eitthvað sem ég skálda uppúr sjálfri mér, tilvísun Gunnars í 'formleg völd' forseta skýrast e.t.v. þegar hann heldur áfram (starx í framhaldi af quoti mínu hér að ofan) "Það ber að hafa í huga að þó að forsetastaðan sé hér á landi fyrst og fremst táknræn tignarstaða er forsetinn jafnframt eins konar öryggi í stjórnkerfinu og getur komið til hans kasta ef stjórnkerfið að öðru leyti verður óstarfhæft."
Þetta eru orð Gunnars G. Schram, sem var (og er, þó látinn sé) einn virtasti stjórnskipunarfræðingur landsins.
Um síðari spurninguna skal ég ekki segja Heimir, Við verðum að sjá hvort það skýrist ekki... Sagði hann virkilega að 'enginn forsætisráðherra væri á Íslandi'? Ég hef misst af því...
Aðalheiður Ámundadóttir, 26.1.2009 kl. 23:57
Ég þekkti dr. Gunnar.
Þjóðin á eftir að velta sér upp úr orðum ÓRG í kvöld.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2009 kl. 00:03
Þú mátt túlka og tjá álit þitt á mér eins og þú hefur samvisku til Steingrímur. Ég skulda þér ekki neitt.
Ég heyrði í Ólafi í fréttum í kvöld og ég vænti þess að orð hans verði tíunduð ríkulega á morgun í fjölmiðlum.
Þessi vettvangur er ekki til hártogana fallinn, en sjáum til hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Nú er ég þreyttur.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2009 kl. 00:10
Þú ert "agressivur" Steingrímur. Hefurðu alltaf verið svona:
Lestu þetta:
"Það er röng túlkun að enginn forsætisráðherra sé starfandi í landinu, að mati Bjargar Thorarensen, forseta lagadeildar Háskóla Íslands.
„Forsætisráðherra í starfsstjórn er starfandi forsætisráðherra,“ segir Björg. Um leið og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti fréttamönnum í dag að hann hefði beðið ráðherra ríkisstjórnarinnar um að starfa áfram í ráðuneytum sínum sagði hann að þar sem Geir Haarde forsætisráðherra hefði beðist lausnar væri enginn starfandi forsætisráðherra, sem gæti gert tillögu um þingrof. Þess vegna væri þingrofsvald hjá forseta Íslands.
Björg er ekki sammála þessu. Hins vegar telur hún að vafasamt sé hversu umdeildar ákvarðanir forsætisráðherra starfstjórnar geti tekið án þess að vera búinn að tryggja sér að minnsta kosti óformlega stuðning frá meirihluta þingsins. Forsætisráðherra yrði því að tryggja sér meirihluta í þinginu til þess að rjúfa þing. Annað væri andstætt þingræðisreglunni.“
Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2009 kl. 00:38
Verður svo að vera Steingrímur.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2009 kl. 06:43
Rétt skal vera rétt Forseti velur ráðherra[ekki skylda að þau séu úr hópi alþingismanna] með samþykki meirihluta löggjafarvaldsins. Annars er engin trygging fyrir að lög verði samþykkt. 3/4 hlutar alþingismanna geta látið þjóðina reka Forsetann í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem gildir einfaldur meirihluti. Þjóðin [þjóðarvaldið] á alltaf fyrsta og síðast orðið í anda stjórnarskráarinnar.
Þess vegna þarf þjóðin að vanda val á Forseta sínum í næstu Forsetakosningum. Framkvæmdavaldið er í krafti siðspillingar búið að taka vald frá Forseta og alþingismönnum síðustu árinn. Af því að þjóðarvaldið hefur sofið á verðinum.
Forsetinn velji utanþingsstjórn og ef meirihluti alþingis samþykkir ekki það val þá boði hann til kosninga. Þjóðarvaldið fylgist grannt með öllu og mótmælin eru ekki búin fyrr en hreinsun er lokið.
Júlíus Björnsson, 27.1.2009 kl. 06:55
Einhvernveginn finnst mér Steingrímur að hreinsun sé ekki lokið fyrr en einleikarinn á Bessastöðum víkur af vettvangi.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2009 kl. 07:04
Illa er komið fyrir Íhaldinu ef kenna á Ólafi Ragnari um allt sem miður fer.
En ein spurning samt. Skiptir þetta þvaður um hvort einhver hafi sagt eitthvað kl. sex og annar kl. sjö einhverju máli?
Forsætisráðherra biðst lausnar, fínt.
Forseti biður hann að starfa áfram, fínt.
Forsetinn ræður og getur rekið forsætisráðherrann, fínt.
Ég hefði líka getað sett þetta upp á myndrænan hátt með legoköllum ef fólki reynist erfitt að skilja þetta, en ég nennti því ekki.
Pétur Sig, 27.1.2009 kl. 09:19
Pétur, auðvitað skiptir það máli hvort forseti Íslands bullar eða ekki. Þú verður að ...... Ok.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2009 kl. 11:25
Það eru skýr ákvæði um að hvað forseti á að starfa. Fyrir utan það má hann ekki vinna önnur launuð [í reiðu eða fríðu] störf fyrir Alþingi eða Fyrirtæki. Ekki vera sér til skammar með hátterni sínu. Lagavaldið, Framkvæmdavalið, Dómsvaldið, Þjóðvaldið [Forsetavald] eiga að bera virðingu fyrir hvort öðrum og hefta hvort annað frá því að vaxa fram úr sér eða siðspillast. Það reynir helst á valdsvið Forseta þegar hann velur ríkisstjórn [Til daglegra framkvæmda] þá þarf það að hljóta samþykki Alþingis. [löggjafarvaldsins]. Af hverju hingað til Forseti hefur alltaf valið alþingsmenn má kannski skýra svo. Til sparnaðar fyrir skattgreiðendur í upphafi og yfirleitt voru alþingismenn úr röðum hinna hæfari einstaklinga þjóðarinnar á hverjum tíma.
Júlíus Björnsson, 27.1.2009 kl. 14:20
Forsetinn og Seðlabankastjórnin eiga líka að taka pokann sinn. Við höfum engant tíma til að eyða orku okkar í þennan skrípaleik.
Offari, 27.1.2009 kl. 19:26
Davíð hefur hreinan skjöld.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2009 kl. 21:03
Steingrímur, þín vegna bið ég þig að láta vera að ata auri á síðuna mína framvegis. Þínar skoðanir geta svo sem verið ágætar fyrir þig og þína líka, en viðraðu þær annarsstaðar.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.1.2009 kl. 00:59
Ítrekun að gefnu tilefni:
Steingrímur, þín vegna bið ég þig að láta vera að ata auri á síðuna mína framvegis. Þínar skoðanir geta svo sem verið ágætar fyrir þig og þína líka, en viðraðu þær annarsstaðar.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.1.2009 kl. 09:10
Fjármálgeirinn hér er mjög hliðstæður þeim í ESB, þökk sé ESS. Hlutfallslega alltof stór fyrir 330.000 efnahagsþjóðfélag. Fjármálageirinn heldur áfram eftir innlimun í ESB. þótt þjóðin flytji sig á önnur efnahagsvæði innan ESB. Hverjir eru tekjustofnar fjármálageirans?
Júlíus Björnsson, 28.1.2009 kl. 18:36
Stórt spurt Júlíus og fátt um svör. Tekjustofnarnir er ekki auðséðir.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.1.2009 kl. 22:27
Ef þjóðin hefði vitað þvílíkt áhrifavald Forsetavaldi er samkvæmt stjórnarskrá og forsætisráherrann, sem Þjóðhöfðingjanum bera að velja skilgreinist: sá hinna sjálfstæðu ráðherra, sem Forsetinn lætur framkvæma þau völd sem tilheyrir hverju embætti hverju sinni, sem stýrir fundum, þá hefði Hr. Ólafur aldrei náð kosningu. Stjórnarskráin er í anda USA en ekki ESB. Þó Íslendingar hafi búið við spillta stjórnarhætti frá upphafi, lina lagasmiði og eftirláta Forseta. Spilltar hefðir upphefja ekki stjórnskipunarlög. Lög skal lesa í greinanna samhengi í merkingu orðanna sem giltu á þeim tímum sem lögin voru samin. Stjórnarskráin er grunnur annarra laga rituð á mannamáli, hvers túlkun [ef um slíkt væri að ræða] er meirihlutaskilningurinn hinna lýðræðislegu kjósenda.
Mig grunar þá helstu vera vexti og vaxtatengdan kostað.
Júlíus Björnsson, 28.1.2009 kl. 22:56
En fyrir utan vexti og vaxtatengd gjöld Júlíus?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.1.2009 kl. 23:25
Þess vegna spyr ég mér er spurn.
Júlíus Björnsson, 28.1.2009 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.