Sparið ykkur fargjaldið

Samninganefnd Evrópusambandsins þarf ekki að koma saman um tillögur Framsóknarmanna. Það sjá allir sem vilja að tillaga Framsóknar um samningaumræður verður aldrei tekin á dagskrá hvað þá meira.

Skilyrðin eru slík að strax á mánudag sendir Evrópusambandið netpóst þess efnis að skilyrðin séu óaðgengileg hafi það hvarflað að mönnum.

“......tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar. Þá sé fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum.”

“...  að Íslendingar einir hafi veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið.”

“...   fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar. Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður. Þá verði framleiðsla og úrvinnsla íslenskra landbúnaðarafurða tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra landbúnaðarstofna.”

Samkvæmt framagreindu eru Framsóknarmenn með allt opið ennþá...... með og á móti, skiptir ekki máli.......


mbl.is Framsókn vill sækja um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Kristjánsson

Sæll Heimir.

Ég hef svosem ekki miklar skoðanir á Framsóknarflokknum eða því sem þeir eru að bralla. 

Ætlaði bara að benda þér á að ég svaraði þér á blogginu mínu þar sem þú varst að spyrja um vextina.

Þórhallur Kristjánsson, 16.1.2009 kl. 21:40

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka fyrir Þórhallur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.1.2009 kl. 21:55

3 Smámynd: Heidi Strand

Þeir ætla greinilega ekki koma skriðandi inn í Efnahagsbandalagið. Ísland stendur svo sterkt að þeir ganga örugglega að óskir og þarfir Framsóknarmanna.

Heidi Strand, 16.1.2009 kl. 22:32

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Við Norðmenn förum hvergi í Efnahagsbandalagið!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.1.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband