Hvaða bull er í gangi?

Það vekur eftirtekt mína, ekki einungis vegna útsalanna heldur í daglegu máli að vörur eru ýmist hærri eða lægri í  verslunum landsins. Þá fjölgar lágvöruverslunum á landinu.

Útvarpið talaði í fréttatíma áðan um 30-40%  lægri vörur á útsölunum sem hófust í dag samkvæmt sömu frétt.

Það er undarlegt ef verð skiptir ekki lengur máli heldur hvort vörur eru háar eða lágar.  

Hvenær fáum við hávöruverslanir? 

Hvenær fáum við  meðalháar vörur?


mbl.is Margmenni á útsölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

er ekki búið að hækka verð og setja svo niður aftur um 30-40 % er ekki svona sem það gengur bara ef það heitir útsala þá heldur fólk að það sé að kaupa á hagstæðu verði ,bið fólk að vera vakandi .

Hef oft verið að velta fyrir mér verðmyndannir hér á landi ,ég var staddur í Indónesiu fyrir skömmu og þurfti þá að kaupa sparperu ,það eru ekki aðrar perur notaðar þar kostaði hún um 150 iskr hér heima kostar sambærileg pera milli 900-1000 kr finnst mér það æði mikill munur og þarna hlýtur álagninginn hér á landi að vera töluverð mikil hjá innflytenda .

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 3.1.2009 kl. 19:26

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Verðlagningin er auðvitað annað mál og ábending þín góð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.1.2009 kl. 19:33

3 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Ég var að koma frá Akranesi um nónleitið í gær á leið vestur á Sand og ég mætti bílum Snæfellinga hreinlega í hollum á leið á útsölur væntanlega.

Sigurbrandur Jakobsson, 3.1.2009 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband