26.12.2008 | 12:12
Afar athyglisverð grein á AMX.is
"Evrópuframganga Ingibjargar Sólrúnar sætir vaxandi gagnrýni
sjálfstæðismanna
Innan Sjálfstæðisflokksins vekur Evrópuframganga Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra,
sífellt meiri undrun. Ekki sé nóg með, að hún vilji setja sjálfstæðismönnum afarkosti heldur gefi hún nú til
kynna, að undirbúningur að aðild að Evrópusambandinu sé kominn á fleygiferð innan
utanríkisráðuneytisins, þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar. Ingibjörg Sólrún blási ekki aðeins á gagnrýni innan
eigin flokks um umboðsleysi í Evrópusambandsmálum heldur sjáist ekki fyrir innan ríkisstjórnar.
Nýjasta dæmið um einstefnu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir birtist í hrokafullum viðbrögðum hennar við
gagnrýni Stefáns Jóhanns Stefánssonar, varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á umboðsleysi hennar og
annarra forystumanna flokksins, þegar þau boða aðild að Evrópusambandinu.
Ingibjörg Sólrún var spurð um þá skoðun Stefáns Jóhanns, að Samfylkingin væri ekki í stakk búinn til að
styðja aðild að Evrópusambandinu ef hún ætlaði að virða sínar eigin lýðræðislegu samþykktir, í fréttatíma
Stöðvar 2 á Þorláksmessu. Ingibjörg Sólrún svaraði á þennan veg:
Ég er nú ekki sammála honum [Stefáni Jóhanni] því að það hefur verið mikil Evrópuumræða í
flokknum árum saman raunar og fyrir síðustu kosningar þá var tekin heilmikil atrenna að
þessum málum og m.a var vinnuhópur sem að vann í því að móta samningsmarkmiðin og í
honum voru fjölmargir einstaklingar sem að hafa mikla þekkingu á málaflokknum.
Athyglisvert er, að í þessu svari, tekur Ingibjörg Sólrún ekki af skarið um, hver sé stefna Samfylkingarinnar
í Evrópumálum að margir hafi talað um málið jafngildir því ekki, að því sé lokið. Raunar benti Stefán
Jóhann á það í gagnrýni sinni, að vinnuhópurinn, sem Ingibjörg Sólrún nefnir, hafi aldrei lokið störfum. Það
liggi alls ekki fyrir nein samningsmarkmið af hálfu Samfylkingarinnar.
Heimir Már Pétursson, fréttamaður á Stöð 2 og yfirlýstur samfylkingarmaður, tók viðtalið við Ingibjörgu
Sólrúnu og hefur eftir henni, að heimikil undirbúningsvinna sé í gangi undir hennar stjórn í
utanríkisráðuneytinu, enda vilji áköfustu samfylkingarmennirnir sækja um aðild að Evrópusambandinu
snemma á nýju ári. Telji Ingibjörg Sólrún, mikilvægt sé að ferlið hefjist sem fyrst og á þá væntanlega
við aðildarferlið. Vill hún taka ákvörðun um þetta strax í febrúar á næsta ári og fara svo að vinna að
málinu í framhaldinu.
Heimir Már spurði Ingibjörgu Sólrúnu, hvort hún væri bjartsýn á, að hún fengi sjálfstæðismenn með sér í
þessa Evrópuferð. Hún svaraði:
Ég er já frekar bjartsýn á það. En auðvitað getur maður ekkert sagt um það fyrirfram. Ég
þekki ekki svo innviðina í Sjálfstæðisflokknum að ég geti spáð fyrir um það. En ég er
bjartsýn.
Þá spurði Heimir Már, hvort Ingibjörg Sólrún vildi, að gengið yrði til þingkosninga í vor, ef
Síða 1 af 2
sjálfstæðismenn fylgdu henni ekki, og svaraði hún: Það gæti alveg farið svo já.
Smáfuglarnir segja, að þessi jólaboðskapur formanns Samfylkingarinnar hafi ekki vakið neina gleði meðal
þingmanna Sjálfstæðisflokksins og þeim þyki í raun meira en nóg komið af þessu tali Ingibjargar Sólrúnar
um stefnu og störf Sjálfstæðisflokksins. Hitt sé síðan hlálegt, að hún tali þannig ögrandi til samstarfsflokks í
ríkisstjórn, án þess að hafa skýrt umboð í Evrópumálum innan
Þá kemur sjálfstæðismönnum í opna skjöldu, að innan utanríkisráðuneytisins sé hafin heilmikil
undirbúningsvinna vegna aðildar Íslands að Evrópusambandinu, þvert á það, sem segi í stjórnarsáttmála
ríkisstjórnarinnar. Orð Ingibjargar Sólrúnar stangist auk þess á við það, sem kom fram í máli Högna
Kristjánssonar, yfirmanns Evrópuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, á hádegisfundi sjálfstæðismanna um
Evrópumál í Valhöll mánudaginn 22. desember. Högni hafi einmitt verið spurður um það á fundinum, hvort
starfsmenn utanríkisráðuneytisins hefðu hafið undirbúning að aðild Íslands að Evrópusambandinu og sagt
svo ekki vera.
Í ljósi þess, hvernig Ingibjörg Sólrún talar án nokkurs umboðs um Evrópusambandsaðild inn á við, hafa
sjálfstæðismenn vaxandi áhyggjur af því, hvað hún segi um málið í samtölum við erlenda sendiherra eða
utanríkisráðherra. Það gefi ekki rétta mynd af pólitískum umboði hennar innan eigin flokks eða
ríkisstjórnar, ef hún láti eins og Ísland sé á fleygiferð inn í Evrópusambandið. "
Það er með ólíkindum að Ingibjörg skuli fara fram með þessum hætti og nánast blása á stjórnarsáttmálann.
Ísland á hálfvirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.