Bjarni Ben verður kallaður til æðri metorða

Það er ekki ólíklegt að ríkisstjórnin fái andlitslyftingu fljótlega eftir áramótin. Sá flokkur sem hyggst halda landsfund þarf að geta spilað nokkrum trompum út í upphafi landsfundar.

Bjarni Ben skynjar sinn vitjunartíma og er það vel. 


mbl.is Bjarni úr stjórnum N1 og BNT
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér sýnist þetta mál miklu frekar snúast um erfiða stöðu N1 en fyrir tækið skuldar gríðarlega háar upphæðir örugglega á fjórða tug milljarðar og sömuleiðis skuldar BNT einhverja milljarða. 

Vextir hafa sömuleiðis hækkað og sala ekki aukist í kreppunni. 

Sigurjón Þórðarson, 11.12.2008 kl. 09:55

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það má vel vera rétt hjá þér Sigurjón að skuldaklafinn sé ástæðan fyrir skiptunum, en mín skýring er manneskjulegri ;-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.12.2008 kl. 10:21

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Nú ef Sjallarnir skipta um menn þá eru þeir að skjóta samstarfsflokknum ref fyrir rass og gera þá en tortryggilegri en þegar er orðið og er ekki þar á bætandi.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 11.12.2008 kl. 12:12

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Við verðum að varast að oftúlka Jón Ólafur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.12.2008 kl. 12:42

5 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Sjallarnir geta í rauninni ekki þrifist áfram við stjórnvölinn öðru vísi en að gera andlitslyftingu á ráðherrahópnum sínum. Þeir eru svo stoltir að þeir fara ekkert í þetta öðru vísi en hnarreistir, nota landsfundinn sem tækifæri að tilkynna að þetta sé fyrirhugað og tilkynna daginn eftir almenningi hverju verði breytt.

Forvitnilega spurningin er: Hverjir verða á útleið? Sennilega Björn. En hafa þeir kjark til að losa Árna í annað hlutverk? Eða að minnsta kosti að setja hann í veigaminna ráðuneyti? - Trúlega skipta þeir ekki um forsætisráðherra, það er ekki þeirra stíll. Mér finnst samt að Geir ætti að fara í fjármálin og fá utanþingsráðherra í forsætisráðuneytið. Verst að sjallarnir eru pottþétt of stoltir til að láta sér detta slíkt í hug.

Einar Sigurbergur Arason, 12.12.2008 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband