Vald þekkingarinnar á útvarpi Sögu

Eftirfarandi tek ég að láni úr fréttabréfi frá Birni Bjarnasyni sem mér barst fyrir stundu.

Orð Björns þarfnast ekki útskýringa: 

"Þekkingarvald.

Eðlilegt er, að víða sé leitað fanga, þegar reynt er að skýra það, sem hér hefur gerst. Þekkingarvaldið byggist ekki síst á titlum þeirra, sem við er rætt, hvort heldur þeir starfa hjá háskólum eða greiningardeildu bankanna. Sú spurning vaknar miðað við allt, sem á hefur gengið, hvort þessir titlar eða tengingar við einstaka stofnanir dugi lengur.

Einn þeirra, sem hefur látið að sér kveða á eftirminnilegan hátt, er Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, sem bæði kennir við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. Jóhann Hauksson á dv.is ræddi við hann 17. nóvember 2007 og þá birtist þetta á dv.is

„Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir ekki sjá betur en að bandaríski hagfræðingurinn Arthur B Laffer hafi í fyrirlestri hér á landi fyrir helgina slegið af kenningu Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um að þjóðin væri á bjargbrúninni vega skuldasöfnunar fyrirtækja og einstaklinga erlendis. „Þetta er bara órökstutt bull. Það veit enginn almennilega hvað við er átt með að þenslan sé of mikil og að hagkerfið geti ofhitnað. Laffer blés af bjargbrúnarkenningu Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra heyrðist mér. Hún felst í því að bankastjórinn hefur miklar áhyggjur af skuldasöfnun almennings og fyrirtækja í útlöndum og að við séum komin að mörkum þess sem þjóðfélagið þolir í þeim efnum. Það var í fyrsta skipti í veraldarsögunni sem seðlabankastjóri kvartaði yfir því um daginn að almenningur keypti leikföng,“ segir Guðmundur. Nánar er rætt við Guðmund um þetta í nýju viðtali hér á vefsíðu dv.is.“

Í viðtali Jóhanns við Guðmund stendur meðal annars:

Laffer hélt því fram á fyrirlestri hér á landi fyrir helgina að erlend skuldasöfnun og mikill viðskiptahalli væri ekkert vandamál. Hvað segir þú um það?

Þetta er bara það sem ég hef sagt í mörg ár. Ég skrifaði grein í Morgunblaðið fyrir nokkrum árum um illkynja og góðkynja viðskiptahalla. Það er ekkert að því að almenningur og fyrirtæki taki lán í útlöndum og myndi viðskiptahalla og erlendar skuldir. Einstaklingar og fyrirtæki telja vitanlega að lánið gefi meira af sér en sem nemur vöxtunum sem greiða þarf af lánunum. Er ekki allt í lagi að einstaklingar og fyrirtæki dragi hingað erlent fjármagn til að láta það vinna hér á landi? Svo er hitt að fari fyrirtæki á hausinn þá er það ekki vandamál alls þjóðfélagsins heldur viðkomandi fyrirtækis og erlendra lánardrottna.

Er skárra að lána einstaklingum og fyrirtækjum en ríkinu?

Skuldasöfnun ríkisins  er miklu hættulegri vegna þess að ríkið hirðir ekki í sama mæli um að taka lán til arðbærra hluta. Skuldsett ríki er hættulegt því það hefur tilhneigingu til að velta vandanum yfir á almenning með aukinni verðbólgu.

Erum við þá ekki á bjargbrúninni þótt þjóðin skuldi mikið og viðskiptahallinn sé geigvænlegur?

Nei það er bara órökstutt bull. Það veit enginn almennilega hvað við er átt með að þenslan sé of mikil og að hagkerfið geti ofhitnað. Þetta er bara vitleysa. Laffer blés af bjargbrúnarkenningu Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra heyrðist mér. Hún felst í því að bankastjórinn hefur miklar áhyggjur af skuldasöfnun almennings og fyrirtækja í útlöndum og að við séum komin að mörkum þess sem þjóðfélagið þolir í þeim efnum. Þetta er í fyrsta skipti í veraldarsögunni sem seðlabankastjóri kvartar yfir því að almenningur kaupi leikföng. “

Guðmundur Ólafsson, Jóhann Hauksson og Sigurður G. Tómasson hafa um nokkurt skeið haldið uppi skefjalítilli gagnrýni á Davíð Oddsson á útvarpi Sögu ásamt Arnþrúði Karlsdóttur. Ég veit ekki hvort þau hafi tekið þetta samtal Jóhanns og Guðmundar til skoðunar til að skýra fyrir hlustendum, hvor hafði rétt fyrir sér fyrir réttu ári um hvert stefndi, Guðmundur eða Davíð."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Ég hef mikla trú á Guðmund og held hann viti meira um hagfræði en Davíð.
Við verðum alveg rugluð af öllum kenningum. Ég bjó mér til leikur á bloggsiðu mína í morgun til þess að þola meira

Bestu kveðjur

Heidi Strand, 10.11.2008 kl. 15:31

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Davíð hefur unnið við hagfræði í 15 ár eða þ.u.b. Heidi :-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.11.2008 kl. 18:17

3 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Nei það hefur hann ekki gert hann hefur haft ráðgjafa .

veit samt að þú sérð ekkert rangt sem hann gerir en kanski þið verðið haingju saman í ellini þjóðinn gjaldþrota 

Jón Rúnar Ipsen, 10.11.2008 kl. 21:15

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég hef samúð með þér Jón.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.11.2008 kl. 21:57

5 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Þakka en þarf ekki á samúð þinni að halda frekað að þú þurfir á samúð mini að halda ég var einu sinu harður Daðvíðs sinn eins og þú en síðann fór ég að horfa á hann sem persónu en ekki átrúnaðgóð og sá þá misbeitingu hans á valdi .

hann er ekki hæfur til að sitja sem bankastjóri traust þjóðinar til hans er ekkert einungis örfáið grjórharðir sjálfsstæðinmenn sem villja ekki viðurkenna staðreyndir sem enn styðja hann .

En helt að þú gætir komið með rök fyrir því afhverju hann er svona snjall eins og þú villt vera láta en það var kanski bara misskilningur hjá mér og þá biðst ég afsökunar 

Jón Rúnar Ipsen, 10.11.2008 kl. 22:56

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Amen.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.11.2008 kl. 06:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband