Arnþrúður gýs reglulega Í gær þegar Áslaug, kurteis kona hringdi í símatíma

Útvarpsstöðvarnar flestar eru með því marki brenndar að senda takmarkað út af töluðu máli og er það miður.
Ein stöð, Saga er þó undantekning og hef ég hingað til tekið þeirri stöð fegins hendi og vonandi get ég hlustað á hana framvegis.
Að undanförnu hefur hún þó lagst í ræsi rógmælgi og andlegs niðurgangs umfram mín þolmörk.
Í gær t.d. hringdi kurteis kona Áslaug minnir mig að hún heiti og gerði athugasemdir við Arnþrúði útvarpseiganda um níð og róg um nafngreinda menn. Útvarpsstýran fór venju fremur niðrandi orðum um Áslaugu og blöskraði fleiri en mér að hlusta á það níð sem ekki verður haft eftir hér.
Ég þrjóskast við að hlusta á stöðina en skipti yfir eða slekk þegar Arnþrúður eys úr sjóði sínum af níði og rógi sem virðist alltaf jafn stór.
mbl.is Hekla getur gosið hvenær sem er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Útvarp Saga er einkarekin útvarpsstöð, klæðskerasaumuð eftir formúlunni um slíkar stöðvar, sem sagt svokölluð "frjáls stöð".

Arnþrúður ber ein ábyrgð á því sem frá stöðinni kemur. Ef þar er farið yfir strikið gagnvart einhverjum á viðkomandi leitað réttar síns.

Það er því virkilega gaman að þeir sem hvað helst hnýta í stöðina eru þeir sem hvað ákafast hafa mært þetta form frelsisins.

Þetta minnir mig á fjandfrænda minn einn, sem við báðir þekkjum, ákafann talsmann og boðbera frelsis og frjálsarar samkeppni meðan hún beindist ekki gegn honum sjálfum. Þá kom annað hljóð í strokkinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.10.2008 kl. 11:18

2 Smámynd: corvus corax

Arnþrúður er bara eilífðar fyllibytta í geðvonskukasti. Ég hef komist að því að til eru enn nokkrir bjánar á Íslandi sem taka mark á Ingva Hrafni og Arnþrúði. Þeir menn eru fársjúkir og þurfa virkilega á geðhjálp að halda, að ekki sé nú talað um þau Ingva Hrafn og Arnþrúði.

corvus corax, 23.10.2008 kl. 11:39

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Frændur eru frændum verstir Axel, eða hvað ;) ?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.10.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband