Hinn orðvari hagfræðingur

"UMMÆLI DAVÍÐS Í LÍKINGU VIÐ UMMÆLI BYLTINGASTJÓRNA

Miðvikudagur 8. október 2008 kl 20:36

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

„Þetta eru svona yfirlýsingar sem að byltingarstjórnir gera þegar þær hafa framið valdarán, þá gefa þær stundum svona yfirlýsingar um það að erlendar skuldir verði ekki greiddar erlendis,“ segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur um ummæli Seðlabankastjóra í Kastljósinu í gær.

Hann segir yfirlýsinguna hafa verið fullkomið bull og að hún hafi leitt til þess að Kaupþingi hafi verið lokað í Svíþjóð og í Bretlandi. Guðmundur segir tjónið sem Davíð hafi ollið með ummælunum vera „gríðarlegt.“

„Fólk í siðuðum samfélögum stendur við skuldbindingar sínar. Við getum ekkert verið að fara með okkar samfélag aftur á steinöld,“ segir hann jafnframt. Guðmundur segir eignir vera til sem vegi upp á móti skuldunum og að menn verði að taka ábyrgð og borga upp skuldir erlendis.

„Það sem er alvarlegast núna er þessi yfirlýsing Seðlabankans, maður myndi ætla það að hún sé hálf sjúkleg,“ segir Guðmundur jafnframt."

Af DV.is birt án heimildar Jóns Ásgeirs. 

Heimir. 


mbl.is Ekki hægt að halda gengi föstu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Hvaða rök ætlar þú að koma með núna til að verja þennan mann það eru

allir sammála um að þessi maður hefur gert mart gott fyrir þjóðina en

í þessu máli er han sekur og ætti að skammast sín og segja af sér .

Merkilegt hvað hann virðist eiga að komast um með 

Jón Rúnar Ipsen, 9.10.2008 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband