2.10.2008 | 16:00
Eru fleiri sem eiga að þegja en Davíð Oddsson?
Afskaplega einkennileg er yfirlýsing varaformanns Sjálfstæðisflokksins Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur á Vísi en þar segir hún að Davíð Oddsson eigi ekki að hafa skoðanir á öðru en málefnum Seðlabanka Íslands.
Gott væri fyrir landsmenn að að fá línuna hver og einn um hvaða mál hann megi tjá sig um.
Hér á eftir er viðtalið við varaformann Sjálfstæðisflokksins:
" „Ég tel rétt að seðlabankastjóri einbeiti sér að þeim ærnu verkefnum sem Seðlabankinn þarf að takast á við en láti stjórnmálamönnum eftir stjórn landsins," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Fréttablaðið greinir frá því í dag að Davíð Oddsson seðlabankastjóri hafi sagt að ástandið í efnahagsmálum sé svo alvarlegt að ástæða sé til að koma á þjóðstjórn. Þorgerður segir að með ummælum sínum sé seðlabankastjóri kominn langt út fyrir sitt verksvið.
„Við erum með mjög traustan meirihluta, sem er skipaður stærstu flokkunum á sitthvorum endanum sem hægt væri að túlka sem þjóðstjórn," segir Þorgerður. Hún segir jafnframt að ríkisstjórnin sé mjög samhent í því að leita lausna á þeim gríðarlega vanda sem nú steðji að í þjóðarbúskapnum. Þá segir hún fráleitt af embættismönnum í Seðlabankanum að reifa hugmyndir um myndun þjóðstjórnar. „Slíkar ákvarðanir yrðu teknar á pólitískum forsendum af stjórnmálamönnum," segir Þorgerður. "
![]() |
Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
-
malacai
-
gelgjan
-
aronb
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
solisasta
-
baldher
-
emmgje
-
bergruniris
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
gattin
-
tilfinningar
-
greindur
-
ekg
-
einarsmaeli
-
evabenz
-
eyglohardar
-
eythora
-
ea
-
feministi
-
arnaeinars
-
g-bergendahl
-
gudni-is
-
lucas
-
gudmunduroli
-
zeriaph
-
boggi
-
gotusmidjan
-
doritaxi
-
hallurg
-
smali
-
heidistrand
-
heidathord
-
heimssyn
-
diva73
-
helgimar
-
himmalingur
-
kliddi
-
haddih
-
hordurj
-
ingabesta
-
ithrottir
-
jakobk
-
jonaa
-
jbv
-
joninaottesen
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonsnae
-
jorunn
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
katrinsnaeholm
-
kolbrunb
-
ksh
-
kollaogjosep
-
kristinn-karl
-
kristjan9
-
lady
-
presleifur
-
liljabolla
-
vonin
-
mariakr
-
methusalem
-
morgunbladid
-
obv
-
olinathorv
-
omarbjarki
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
rannveigh
-
redlion
-
trandill
-
puma
-
runirokk
-
rynir
-
fullvalda
-
hjolina
-
heidarbaer
-
holmarinn
-
nr123minskodun
-
sigurdursig
-
siggith
-
hvala
-
stebbifr
-
must
-
steinunnolina
-
svavaralfred
-
unnar96
-
valdimarjohannesson
-
vefritid
-
steinibriem
-
thorsteinn
-
thoragud
-
thordisb
-
thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sæll Heimir , ég er þér algerlega ósammála með Þorgerði Katrínu því hún er ekkert að tala um fólk flest heldur einn æðsta embættismann þjóðarinnar.. orð hans vega þyngra en flestra og gjörðir hans s.l 20 ár munu hafa áhrif á þjóðina í heild næstu 20 ár amk.
DÓ fór langt langt yfir strikið með yfirlýsingum sínum um þjóðstjórn.. hann ætti að hafa þá sómatilfinningu að hætta afskiptum af pólitíkinni og læra hagfræði í staðinn.
Mistök karlsins og hgefnigrirni munu kosta þig og mig margar krónurnar á næstu misserum.
Áfram KR samt ;)
Óskar Þorkelsson, 2.10.2008 kl. 16:37
Minn ágæti Óskar mig langar þá að spyrja þig hvort DO megi ekki viðra skoðanir sínar vegna þess hversu áhrifamikill hann er?
Þorgerður KAtrí gæti vel sýnt honum kurteisi og þakkað honum fyrir þessa skoðun sína, en hún muni leita til hans að fyrra bragði ef hún óskaði eftir frekari umræðum.
Getur verið að Davíð Oddsson viti meira um innanhússmein Samfylkingarinnar en ég og þú?
Davíð stýrði ekki FL, Stoðum, Glitni og Baugi í þrot, það gerðu aðrir.
Áfram KR, sérstaklega á laugardaginn kemur!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.10.2008 kl. 16:54
Jú Heimir DÓ má viðra skoðanir sínar þar sem það á við.. að taka að sér embætti af þessu kaliberi gerir líka kröfur til hans sem persónu og hann verður að fórna einhverju til að fá embættið.
aðrir embættismenn sem hefðu viðrað svipaðar skoðanir hefðu verið nelgdir á staur af sjálfstæðismaskínunni en DÓ virðist vera stikkfrí.. Þorgerður Katrín á heiður skilinn fyrir að setja ofaní við karlinn.
Á laugardaginn mætum við snemma ;)
Óskar Þorkelsson, 2.10.2008 kl. 16:58
Okkur sýnist sitt hvorum um skoðanafrelsið, en erum sammála um góðar óskir til KR.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.10.2008 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.