1.10.2008 | 08:44
"Baugur og feðgarnir eru viðskiptafantar....."
Jón Ásgeir veit sem er að hann kallar hvorki Davíð Oddsson nér Geir H. Haarde á teppið og gerir þá orðlausa með orðavaðli og svívirðingum eins og hann bauð viðskiptaráðherra Björgvini G. Sigurðssyni uppá að næturlagi nú nýlega.
Yfirgangurinn um íslenskt viðskiptalíf er slíkur að eindæmi er.
Friðrik Þór Guðmundsson kemst vel að orði og hittir naglann á höfuðið með þessum orðum sínum sem ég geri að mínum:
"Baugur og feðgarnir eru viðskiptafantar, það held ég að liggi fyrir. Virðast elska fákeppni og vilja eignast allt."
Jón Ásgeir: Sagði að þetta yrði feigðarför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úr því þú ert svo vænn að vitna í mig Heimir, þakka þér fyrir, finnst mér rétt að bæta þessu við úr tilvitnaðri færslu, svona til jafnvægisauka:
"En ég vona að Agnes og Pétur skoði einnig ofan í dýpstu rætur hinn fantinn í málinu, embættismanninn í Seðlabankanum, Davíð Oddsson. Eitt er að vera, segjum, ósvífinn í viðskiptum, annað að vera ósvífinn stjórnmálamaður og embættismaður. Í seinna tilvikinu þykir ósvífni ekki vera við hæfi. Með réttu eða röngu hefur Davíð birst almenningi sem hatursmaður Baugs og nú sem höfuðpaurinn í því að klekkja á Baugi í gegnum Glitni. Ímyndin nú, með réttu eða röngu, er að Davíð hafi stjórnað þessu öllu saman, með Geir sem farþega og Árna Matt í barnastólnum afturí".
Friðrik Þór Guðmundsson, 1.10.2008 kl. 10:14
Mér finnst hallærislegt að saka Davíð Oddsson um Baugshatur enn einu sinni og það í þessu samhengi.
Hvað hefði gerst ef ríkisstjórnin og Seðlabankinn hefðu ekkert aðhafst eftir að Glitnismenn komu á hnjánum til þeirra?
Áttu þeir að lána þeim fyrir októberafborgunum?
Áttu þeir síðar að lána þeim fyrir janúarafborgunum?
Áttu þeir svo að lána þeim fyrir febrúarafborgunum?
Síðan öllum hinum?
Hvað svo um hina bankana þegar syrtir í álinn hjá þeim?
Getur þú ímyndað þér hvaða víxlverkun hefði þá farið af stað?
Ég held að allir íslenskir bankar og sparisjóðir hefðu fylgt í kjölfarið með hörmulegum afleiðingum fyrir fjárhag allrar þjóðarinnar.
Mér segir svo hugur um að rétt hafi verið farið að.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.10.2008 kl. 10:25
Ég er að tala um þá ímynd sem uppi er, Heimir. Get ekki svarað því hvort öðruvísi hefði mátt fara að og vissulega eiga þessir háfleygu viðskiptamenn ekki að fá neitt frítt frá okkur skattborgurum.
Fólk les og sér myndir; Næturfundir hjá sumum, Davíð undir stýri með Geir og Árna sem farþega. Rándýra drossían hans Jóns Ásgeirs. Björgólfur Thor að fara inn í og koma út úr stjórnarráðinu. Fréttablaðið að renna inn í Árvakur. Þjóðnýting (sem hlýtur að vera þér eitur í beinum). Davíð að tala um lýðskrumara og menn sem hann hefur fyrirlitningu á. Davíð að kynna ákvarðanir ríkisstjórnarinnar. Davíð að kljást við gallana á nýfrjálshyggjunni sem hann mest allra mótaði fyrr á árum. Sótsvartir Baugsmenn.
Ég held að það sé almennt og yfirleitt óþarfi að efast um að Davíð hafi óbeit á Baugsmönnum. Það er vel skjalfest. Það er hins vegar óáþreifanlegur þáttur í málinu. Ég hef spurt sjálfan mig: Hefði Seðlabanki og ríkisstjórn sýnt sömu samningshörkuna ef Landsbankinn hefði komið á hnjánum í stað Glitnis? Hefði þá neyðarlán veriðsýnilegri kostur en þjóðnýting? Það er spurning.
Friðrik Þór Guðmundsson, 1.10.2008 kl. 10:55
Ég held Friðrik Þór að Landsbankinn hefði fengið nákvæmlega sömu afgreiðslu og Glitnir, enda fóru Landsbankamenn aftur heim og seldu Straumi hluta starfsemi sinnar.
Þeir höfðu meira svigrúm en Glitnir og er líklega betri stjórnun að þakka.
Samt sem áður voru fyrirtæki Jóns Ásgeirs að sliga Landsbankann eins og Glitni.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.10.2008 kl. 11:49
Heimir með því að gerast aðaleigandi bankans er ríkið einmitt að ábyrgjast októbergreiðsluna, janúargreiðsluna, febrúargreiðsluna og síðan allar hinar.
Glitnir sótti um lán hjá þýskum banka, sá þýski tilkynnti seðlabankanum um beiðnina eins og venja er. Þá stökk seðlabankinn til og tók lánið sjálfur og sá þýski lokaði fyrir frekari lán til Íslands! Hvað segir þetta þér?
Notaði Davíð ekki innherjaupplýsingar? Menn hafa verið kallaðir nöfnum af minna tilefni.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.10.2008 kl. 12:12
Hvernig veist þú Axel að málin hafi gengið svona fyrir sig?
Þetta er að mínu mati eftiráskýring og er runnin undan rifjum Jóns Ásgeirs og félaga.
Arnþrúður súpersannleikur tók þetta upp í morgun og allir vita hvar hennar hjarta slær!
Komdu með betri afsökun fyrir klúðri rúmlega 30 % hluta Glitnis.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.10.2008 kl. 12:15
Sko Heimir að tala um viðskiptafanta,Eru ekki allir i viðskiptum sjálfrasyn//hvernig haga bankarnir sínum málum,eru það eitthvað betri viðskipti/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 1.10.2008 kl. 13:52
Mér finnst vera stór munur á "viðskiptamanni og viðskiptafanti, en þér Halli?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.10.2008 kl. 13:56
Heimir, þegar ég tala um viðskiptafanta á ég ekki endilega við "illa" menn eða ofbeldishneigða. Ég er bara að tala um menn sem beita öllum brögðum í viðskiptum og meðtaka gullnar reglur kapítalismans um að í viðskiptum er enginn annars bróðir og barasta sjálfsagt að troða mönnum um tær til að vinna í samkeppninni eða tryggja fá- og einokunina.
Svo er ég í bland að tala um þessa "hákarla", sem yfirtaka fyrirtæki, strippa þau af verðmætum í eigin þágu og selja restina o.s.frv.
Kringumstæðurnar fyrir þessa "fanta" í viðskiptum bjó Davíð Oddsson til. Það felst í hinu "aukna frelsi" sem hann innleiddi; nýfrjálshyggjunni. Því miður fyrir Davíð urðu ekki menn honum þóknanlegir ofaná í brambolti síðustu ára. Það virðist ekki vera honum þóknanlegt að menn eins og Jón Ásgeir og Jón Ólafs hafi getað nýtt sér "Davíðs-frelsið" til að skapa sér stórveldi og sölsa alls konar einingar kapítalismans undir sig.
Friðrik Þór Guðmundsson, 1.10.2008 kl. 14:39
Ætli að DO hafð ekki talið að íslenskir viðskiptamennværu vandari að virðingu sinni en raun ber vitni um?
Ég þekki hluta af viðskiptafantaskap JÁJ og JJ í matmælageiranum og kann þeim ekki vel söguna.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.10.2008 kl. 14:59
Það hefur sennilega fáum ratast réttari orð úr munni en Ólafi Ragnari þegar hann sagði að Davíð hefði skítlegt eðli.
Þorvaldur Guðmundsson, 1.10.2008 kl. 18:25
Heimir ég hef tekið eftir því að það sem þú segir er alltaf rétt og þú ert alveg rosalega hlutlaus eins og sést í bloggfærslum þínum.
Ómar Már Þóroddsson, 1.10.2008 kl. 22:34
Af hverju ætti ég að vera hlutlaus Ómar þegar ég er að taka afstöðu með eða á móti afstöðu annarra og skoðunum?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.10.2008 kl. 23:43
Það má greinilega ekki segja stakt vont orð um Davíð við Heimi. Í hans augum er Davíð dýrlingur og heilindin uppmáluð. Sýnir okkur þá blekkingu sem alltof margir Íslendingar eru uppteknir af.
Ástandið hérna lagast ekki fyrr en við verðum hluti af Evrópu og það gerist ekki meðan Davíð stýrir öllu úr sæti sínu í Seðlabankanum. Allir vita að þegar Davíð tekur ákvörðun skiptir hann ALDREI um skoðun, sama hvaða rök eða aðstæður koma uppá. Það sést hver stýrir Sjöllunum ennþá og þeir hlýða eins og hundar. Ekkert lagast fyrr en Íslendingar hætta að kjósa þennan óskapnað sem Sjálfstæðisflokkurinn er yfir sig.
Páll Geir Bjarnason, 2.10.2008 kl. 00:49
Davíð má njóta sannmælis eins og hver annar.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.10.2008 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.