Sannleikurinn kemur alltaf í ljós þótt stundum sé það seint

Það er alltaf gaman þegar sannleikurinn kemur í ljós og full ástæða til að óska Eggerti Haukdal til hamingju.

Þrautseigja hans og dugnaður hafa leitt til þessarar niðurstöðu, en málagerlin öll um umræðan hafa vafalaust eitrað líf hans að óþörfu.

Mikil er skömm þeirra sem svo héldu á málum. 


mbl.is Eggert Haukdal sýknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Baukur

Hjartanlega sammála þér. Þetta eru bestu fréttir sem ég hef heyrt í dag ! Ég fékk tiltrú aá réttarkerfinu !

Bjarni Baukur, 18.9.2008 kl. 17:17

2 Smámynd: Maelstrom

Sannleikurinn kemur einmitt ekki alltaf fram:

"Í ljósi þess að vafi léki á hvort Eggert hefði vitað um færsluna og hvort huglæg skilyrði um ásetning Eggerts, í skilningi almennra hegningarlaga, væru uppfyllt, var það mat meirihluta Hæstaréttar að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sanna sekt Eggerts "

M.ö.o. þá var ekki hægt að sanna ásetning Eggerts.  Kannski lenti peningurinn þarna inni fyrir slysni

Það er samt alls ekki búið að SANNA sýknu Eggerts.  Hann var sýknaður vegna þess að ekki tókst að sanna sök.  Það er því algerlegt óviðeigandi að tala um að sannleikurinn komi fram að lokum og hvað þá um skömm þeirra sem eitthvað gerðu. 

Maelstrom, 18.9.2008 kl. 17:19

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Maelstrom - þriðja dómstigið hefur kveðið upp sinn dóm.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.9.2008 kl. 17:46

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þótt ég hafi aldrei talist til aðdáenda Eggerts Haukdals þá tel ég rétt að Eggert njóti lagana rétt eins og aðrir. Allir teljast saklausir uns sekt er sönnuð. Sekt hans var ekki sönnuð. Hann er því saklaus. Ekkert ef, kannski eða hérumbil með það. Þú hugsar þetta á skjön, "M eitthvað".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.9.2008 kl. 18:45

5 Smámynd: Maelstrom

Veit ekkert um Eggert Haukdal eða hans mál.  Aldrei heyrt á hann minnst fyrr en í dag.

Að Heimir segi "vafalaust eitrað líf hans að óþörfu" og "Mikil er skömm þeirra sem svo héldu á málum" fannst mér aftur á móti fáránlegt og ég var að reyna að koma því til skila.  Af hverju var óþarfi að ákæra Eggert?  Eiga saksóknarar alltaf að skammast sín ef ekki næst að sanna sekt (sem í þessu máli tókst reyndar þó svo dómnum hafi verið snúið núna). 

 Í þessu máli sýnist mér að fullsannað hafi verið að peningur sem hreppurinn greiddi til þriðja aðila hafi verið á reikningi Eggerts.  Eiga menn að skammast sín fyrir að láta á það reyna hvort um fjárdrátt væri að ræða?

Maelstrom, 18.9.2008 kl. 19:02

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Dulnefningur lætur gamminn geisa og þorir ekki að láta nafns síns getið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.9.2008 kl. 19:04

7 Smámynd: Maelstrom

Nákvæmlega!

Ertu sammála því sem ég sagði eða ætlar þú að skýla þér á bak við dulnefni mitt?

Maelstrom, 18.9.2008 kl. 20:54

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það ert þú sem skýlir þér á bakvið dulnefni svo þú gerir þér grein fyrir hvað snýr upp og hvað niður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.9.2008 kl. 20:57

9 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Maelstorm!  Þér til upplýsingar er rétt að fram komi að engir peningar voru inni í þessu máli. Einungis var um að ræða bókhaldsfærslu, framkvæmda tveimur árum eftir að ársreikningur hafði verið gefinn út og afgreiddur.

Umrædda bókhaldfærslu framkvæmdi endurskoðandi sveitarfélagsins til að reyna að fela eigin vitleysu í bókhaldinu, vegna þess að Félagsmálaráðuneytið hafði óskað eftir útkeyrslu viðskiptamannaskrár.

Leiðrétting endurskoðandans tókst hins vegar svona óhönduglega og endurskoðndinn var ekki  nógu heiðarlegur til að viðurkenna mistök sín.

Lestu stutt yfirlit um málið á blogginu mínu. 

Guðbjörn Jónsson, 18.9.2008 kl. 22:33

10 Smámynd: Maelstrom

Guðbjörn, þakka þér fyrir bloggið.  Skýrir málavöxtu töluvert betur en grein MBL.  Skil nú betur af hverju menn höfðu fulla samúð með Eggerti.

Heimir, í þessu tilviki vilt þú greinilega ekki ræða málið sem er til umræðu, vegna þess að ég nota dulnefni.  Þegar þú ert kominn í málefnaleg þrot kemur bara upphrópun um að ég noti dulnefni.  Hvað kemur það þessu máli við?  Guðbjörn hittir naglann á höfuðið með því að útskýra einfaldlega málið. 

Ég er aftur á móti alveg tilbúinn að ræða málið og viðurkenna mistök.  T.d. núna, eftir að Guðbjörn kemur með meiri upplýsingar um málið en MBL setti fram.  Skil þá aðeins betur þessa færslu þína.  

(Ég er þó ekki fyllilega sammála henni.  Finnst frekar að verjandi Eggerts ætti að skammast sín fyrir að fá ekki álit annars endurskoðanda sem hluta af málsvörn).

Maelstrom, 19.9.2008 kl. 14:07

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Dulnefningur lætur gamminn geysa á blogginu og er fúll yfir því að ekki skuli allir taka honum opnum örmum.

Hann verður að gera sér grein fyrir því að hann er eins og maðurinn sem ræðst inn í samkvæmi með lambhúshettu á höfðinu og heimtar að fá að taka þátt í samræðum.

Hinsvegar viðurkenni ég fúslega að ég hafði ekki lesið dóminn, en svo kemur Guðbjörn eins og frelsandi engill og bjargar mér. Ég tek alltaf fullt mark á Guðbirni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.9.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband