Uppkomast svik um síðir

Það er engum blöðum um það að fletta og hefur verið vitað lengi að Ólafur Ragnar Grímsson var mikill örlagavaldur í lífi Björgólfs Guðmundssonar og félaga hans hjá Hafskipum. Það er ekki seinna vænna að opinbera áhrifin sem þessi maður hafði á líf þeirra félaga.

Björgólfur Guðmundsson hefur sýnt svo ekki verður um villst að hann hefur stórt hjarta og er búinn að fyrirgefa Ólafi Ra. Grímssyni. Mörgum í hans sporum hefði þótt það erfitt og jafnvel ómögulegt.

Hlutur Jóns Baldvins Hannibalssonar sjálfskipaðrar stjórnmálahetju hefur aftur á móti ekki verið eins þekktur, en sem betur fer komast öll svik upp um síðir. 


mbl.is Rannsókn Hafskipsmáls gagnrýnd í nýrri bók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hvaða svik? Málflutningur á Alþingi? Hvað gerðu stjórnarandstöðuþingmennirnir (sem ekki sátu við kjötkatlana) nánar tiltekið sem velti Hafskipi? Hverjir voru við völd? Hver var dómsmálaráðherra? Hverjir eignuðust eignir Hafskips?

Þótt stjórnarandstöðuþingmenn tali oft og mikið á þingi þá eru það aðrir sem ráða ferðinni. Rifjaðu upp fyrir mig hvaða flokkar réðu öllu á þessum árum, hver var forsætisráðherra, hver var dómsmálaráðherra. Svörin eru ekki Ólafur og Jón. Þeir "sökktu" ekki Hafskipi.

Friðrik Þór Guðmundsson, 18.9.2008 kl. 18:06

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Rifjaðu þetta upp sjálfur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.9.2008 kl. 18:29

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ok. Forsætisráðherra var Steingrímur Hermannsson. Hann var yfirmaður stjórnvalda á Íslandi. Dómsmálaráðherra var Jón Helgason. Þeir tilheyrðu Framsóknarflokknum. Samstarfsflokkurinn var Sjálfstæðisflokkurinn og hann réð vænti ég líka miklu. Albert fauk að vísu og Steini Páls tók við, en nefna má Matta Matt viðskipta-/bankamálaráðherra.

Þessir menn stjórnuðu. Þessir menn voru yfirmenn lögreglurannsakenda og saksóknara (Boga Nilssonar og Jónatans Þórmundssonar). Fóru þeir að fyrirmælum Ólafs Ragnars og Jóns Baldvins? Nei. Það er bull að "aumir" stjórnarandstöðuþingmenn hafi ráðið örlögum Hafskips, Heimir! Hafi rannsakendurnir og saksóknararnir farið að fyrirmælum einhverra þá var það fyrrgreindra ráðherra.

Hvaða svik?

Friðrik Þór Guðmundsson, 18.9.2008 kl. 19:42

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

 Ofangreindir voru við kjötkatlana til sumars 1987, þegar meginlínurnar höfðu verið lagðar (af þeim sem stjórnuðu, ekki af stjórnarandstöðu). Síðan tók við Ráðuneyti Þorsteins Pálssonar: 8. júlí 1987 - 28. september 1988. Þá varð Steini Páls top dog, forsætisráðherra. Jón Sigurðsson varð dómsmálaráðherra og viðskipta(banka-)ráðherra og hef ég aldrei heyrt nokkurn mann hallmæla Jóni þessum hvað Hafskip varðar. Jón Baldvin var þarna kominn í fjármálaráðuneytið - en allar megin línur voru lagðar af forverunum og lágu fyrir.

Gaman að rifja upp.

Friðrik Þór Guðmundsson, 18.9.2008 kl. 20:14

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Svik er vanhugsað orð hjá mér í þessu sambandi og þakka ég þér fyrir að benda mér á það Friðrik Þór.

Fyrir mörgum árum hafði ég Björgólf sem húsbónda. Það var eftir Hafskipsmálið, dóm og refsingar.

Hitti ég þá oftar en einu sinni blaðamann sem skrifaði sem mest um Hafskipsmálið og hratt því í raun af stað. Síendurtekið reyndi hann að veiða eitthvað misjafnt upp úr mér um BG. Hann sagðist ekki trúa því að ég vissi ekki um einhver misferli hjá honum í starfi. Það var sama hversu oft ég neitaði, alltaf hélt hann áfram.

Þá sá ég og kynntist annarri hlið á ákveðnum flokki og sá að ekki voru allir viðhlægjendur BG vinir hans.

Það má vel vera að ég eigi eftir að gera betur grein fyrir þessu opinberlega síðar meir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.9.2008 kl. 20:14

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Takk fyrir þetta. Allir, sem eitthvað vita um málið, vita við hvaða blaðamann þú átt. Þú ert að nafngreina hann þótt óbeint sé. Það er heiðarlegra að nefna nafnið beint en ekki óbeint.

Endilega gerðu grein fyrir því sem þú talar um (annarri hlið á ákveðnum flokki og sá að ekki voru allir viðhlægjendur BG vinir hans); því fyrr þeim mun betra. Þú hlýtur að vera að tala um Sjálfstæðisflokkinn. Þarna líka væri heiðarlegra að nefna nafnið beint en ekki óbeint!

Bestu kveðjur. 

Friðrik Þór Guðmundsson, 18.9.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 1031708

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband