13.9.2008 | 13:19
Fjallagrasapólitíkin úti í móa
Þjóðin verður að hætta að tala efnahagsástandið niður. Kreppa er huglægt ástand og þótt á móti blási um sinn þarf ekki að tala og haga sér eins og allt sé að fara til andsk....
Stjórnarandstaðan hefur verið ötul við að tala kjark úr fólki og er það miður og þeim til minnkunar.
Allir geta verið sammála um að þenslan sem komin var á alla markaði var tákn um óraunverulegt ástand sem hlyti að linna.
Of hátt gengi krónunnar var að gera undirstöðuatvinnuvegunum lífið leitt og hafa þeir nú tekið heldur vaxtakipp.
Verðbólgan hægir á sér smátt og smátt, en hún er og hefur alltaf verið merki um ofþenslu.
Fjallagrasapólitík á ekki við í dag frekar en endranær.
Ekki rétt að tala um kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fjallagrösin hafa mörgum bjargað frá hungurdauða gegn um langa sögu þesarar þjóðar frændi sæll og ekki eru forfeður og formæður okkar þar undanskilin.
Strætisvagninn "Kleppur hraðferð" er orðinn bensínlaus á miðri leið og farþegarnir norpa skjálfandi úti í kuldanum því drukkinn ökumaðurinn gerði ekki ráð fyrir að vagninn þyrfti eldsneyti. Eftir fregnum úr Valhöll að dæma er ökumaðurinn ekki ennþá orðinn edrú- og þetta er yfirfærð merking eins og ég veit að þú skilur.
Í stað þess að gera sig breiðan inni í hópi jábræðra í Valhöll væri forsætisráðherra sæmra að stofna vinnuhóp til að heimsækja fólkið sem nú sér ekki bjargráð,- foreldranna sem eru að slíta sambúð vegna brostinna vona um þá nóttlausu veislu sem frjálshyggjumenn töldu sig hafa undirbúið og boðuðu til nú heldur nýlega. Og honum ber að hafa áhyggjur af börnum sundraðra hjónabanda sem nú eru að ganga á vit þess samfélagslega öryggisleysis sem stjórnvöld hafa hannað svo meistaralega.
Geir Hilmar Haarde er lítill karl, hann er svo grátlega örsmár.
Árni Gunnarsson, 13.9.2008 kl. 21:20
Er kreppa huglægt ástand, já? Eru huglægar ástæður fyrir því þegar ávöxtunarmöguleikum fækkar og peningamenn halda að sér höndum? Eða eru huglægar ástæður fyrir olíukreppunni?
Vésteinn Valgarðsson, 14.9.2008 kl. 01:49
Að búa við góðan hagvöxt og nær ekkert atvinnuleysi er ekki kreppa.
Að tala um kreppu um ríkjandi ástand er að gengisfella hugtakið kreppa.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.9.2008 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.