Spjallað í Strætó

Að undanförnu, eftir að ég seldi Opelinn minn hef ég hitt marga fyrrverandi starfsfélaga mína á ferðum mínum um höfuðborgarsvæðið.

Margir hafa þá sögu að segja að skaðræðisklíkan sé aftur komin á kreik.

Einn orðaði það svo að þeim sem komi að vindlingsstubb með glóð, í sinu bæri skylda til að stíga á hann og drepa rækilega í honum.

Þar sem ég er seinn til fatts, skyldi ég ekki djúpa merkingu orða hans fyrr en ég hitti félaga hans daginn eftir og bar þessa líkingu undir hann.  Kveikti hann samstundis og sagði að það þyrfti að drepa skaðræðishjal klíkunnar í fæðingu. 

Klíkan legðist aldrei svo til hvílu eftir vinnudag að hún legði ekki á ráðin um illvirki morgundagsins.

Að sjálfsögðu dró ég orð hans í efa, en hann fullvissaði mig um að við eldhúsborðið í einhverjum bakka væri plottað um hvernig eigi að losa sig við samstarfsmenn sem reynast óþægir niðurrifsáætlunum og alltaf lyki umræðunum á þann veg að svo verði að herða róðurinn gegn framkvæmdastjóranum og sviðsstjóranum.

Þessi vagnstjórar sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri í gegnum mig eins og hvern annan miðil, vilja ekki kannast við orð sín í stærri hópi. Skiljanlega.

Einn bætti við að  nóg sé að gefa formönnunum á Grettisgötu 89 í skyn að þeir séu eindregnir stuðningsmenn Vg og þá opnist þeim allar dyr og lög félagsins sniðgengin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband