Sýndarmennska - gúrkutíð

Það er hreint ótrúlegt að heilbrigðisstéttir skuli geta lagt fjölmiðla hreinlega undir sig sumar eftir sumar.

Þær fá ekki svo nýtt vaktaplan að ekki sé grátið og jarmað í öllum fréttatímum vikum saman.

Nú síðast eru það ljósmæður sem leggja fjölmiðlana undir sig og ryðjast inn á heimili okkar og eru hvar sem útvarpstæki er í gangi.

Dagblöðin eru uppfull af þessari (ljós)móðursýki sem tröllríður þjóðfélaginu.

Viskubrunnurinn Jón Bjarnason alþingismaður bloggar áskorun á ríkisstjórnina í dag eina velluna enn.

Ég man þá tíð að fjölmiðlar voru sumarið langt með fréttir af gúrkusprettu garðyrkjubænda, verði og afsetningu á haugana. Að vísu var það líka þreytandi en má ég þá heldur biðja aftur um "gúrkutíð."

 


mbl.is Læknar lýsa yfir stuðningi við ljósmæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

"Viskubrunnurinn Jón Bjarnason alþingismaður bloggar áskorun á ríkisstjórnina í dag eina velluna enn."

Já, þegar ég sá þetta hugsaði ég: "afsakið meðan ég gubba".

Ég átta mig ekki á því hvaða PR mann hann hefur eiginlega í vinnu.

Snorri Bergz, 3.9.2008 kl. 21:49

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Viskubrunnar treysta ekki öðrum fyrir hugsunum sínum!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.9.2008 kl. 21:54

3 Smámynd: Ingibjörg Hrefna Björnsdóttir

nú vona ég að þú sért að gera að gamni þínu frændi. annars er mér illa brugðið.

kveðja frá kaupmannahöfn. ib

Ingibjörg Hrefna Björnsdóttir, 4.9.2008 kl. 07:35

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Í morgun hef ég hlustað á fjóra fréttatíma. Allir voru með fréttir af kjaradeilu ljósmæðra. Það er eins og himinn og jörð sé að farast.

Enginn þessara ljósvakafréttamiðla sagði frá kaupum "ríkra" Suðurnesjamanna sem "keyptu" hlut í Sparisjóði Keflavíkur fyrir lánsfé frá Icebank upp á svona tvo og hálfan milljarð króna, en þess ber að geta að enginn aðspurðra man fjárhæðina. Það þarf ekki að orðlengja það að á fyrstu sex mánuðum ársins hefur SpK. tapað meira en tíu milljörðum króna og fjárfestingin ekki eins aðlaðandi fyrir bragðið.

Fjárfestarnir hinir ríku Suðurnesjamenn neita að greiða skuld sína við Icebank og komast upp með það bótalaust. Icebank afskrifar 2.5 milljarða króna athugasemdalítið og fréttatímar ljósvakamiðlanna segja frá kjaradeilu ljósmæðra og vaktastríði lækna á LSH.

Ég veit að þú sérð samhengið mín kæra frænka Ingibjörg Hrefna í Kaupmannahöfn.

Mætti ég þá frekar horfa upp á fjárglæframenn leika listir sínar í skjóli gúrkna og tómata.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.9.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband