Komið að kveðjustund.

Nú er komið að því óumflýjanlega, Opelinn Astra verður að fara og kveðjum við í sátt. Ég hef kostað töluverðu upp á hann að undanförnu, m.a. hef ég splæst á hann nýjum bremsum fyrir öll fjögur hjólin, hann fékk í gær tvo nýja skynjara, sem voru settir í hjá Toppi í Kópavogi og margt smálegt annað hefur verið gert fyrir hann fyrir skoðun í vor.

Pelinn er bara keyrður 70.000 km. sem er allt of lítið miðað við sáralitla eyðsluna enda vélin 1.2 sem þýðir sparibaukseyðslu.

Dekkin eru af heilsárstýpunni og eru mjög góð.

Fyrir Pelann vil ég fá 350.000 til 400.000 og er til í að láta hann upp í góða  og lítið ekna Toyotu með peninga milligjöf.

Það er líklega ekki til siðs að auglýsa bíla á þessum vettvangi en einhvertíma verður allt fyrst.

Þeir sem hafa fallið fyrir Pelanum nú þegar geta náð í mig í síma 896 8959. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband