Ástandið reynir á þolinmæði okkar vammlausu.

Venju samkvæmt er umferð með minnsta móti þessa dagana á höfuðborgarsvæðinu. Júlí og fram í miðjan águstmánuð er aðal sumarleyfistími okkar Frónbúa og er þar með komin skikkun á mál að miklu leyti.

Í gær og í dag, sérstaklega í dag hefur gætt mikillar óþolinmæði í umferðinni og líka þess að fólk er ansi utanvið sig. Óþolinmæðin getur verið sökum hitans og pirrings bílstjóra að sitja í sjóðheitum bílunum og hægagangurinn er hugsanlega vegna þess að margir utanbæjarmenn eru þessa dagana á kreiki í höfuðborginni að lesa á götuskilti og rifja upp hvað öll þessi umferðamerki þýða.

Ástandið reynir á þolinmæði okkar vammlausu. 


mbl.is 29 gráður og sólskin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Ég var á ferðini í Reykjavík í gær og var bara hreinlega skíthræddur. Óþolinmæðin og tillitsleysið hefur sjaldan meira verið í Reykjavík. Svo held ég nú að flestir utanbæjarmenn þekki umferðarskiltin því þau eru nú þau sömu og út á landi. Svo það er nú kannski ekki alveg rétt að kenna sveitavarginum um hægagang. Við þekkjum það frá strætó Heimir að manni fannst allt ganga hægar á heitum dögum og vaktin ætlaði aldrei að taka enda. Ég man eftir nokkrum dögum frá fyrstu árunum mínum hjá Strætó að þegar yfir gekk hitabylgja að þá drifu allir sig af stað úr bænum og Miklabrautin, Reykjanesbraut og Sæbraut stífluðst svo maður rétt hafði það af stað á réttum tíma í næstu ferð.

Sigurbrandur Jakobsson, 30.7.2008 kl. 20:07

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mikið rétt hjá þér Sigurbrandur með tillitsleysið og óþolinmæðina.

Þetta átti nú frekar að vera spaug með utanbæjarmennina eða "bortforklaring" eins og Akureyringar telja alltaf að um utanbæjarmenn sé að ræða ef eitthvað er farið yfir strikið í þeirri ágætu höfuðborg alls hins norðlæga lands, Akureyri.

Annars hef ég búið í yfir tíu ár á landsbyggðinni svokölluðu og ég man ekki eftir því að hafa ryðgað í umferðarskiltafræðunum á þeim tíma, enda vammlaus maður ;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.7.2008 kl. 20:46

3 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Akureyringar eru nú alltaf svoldið sérstakir. Enda tala þeir alltaf um höfuðborg norðurlands

Sigurbrandur Jakobsson, 31.7.2008 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband