Hroki og skítkast frá fólki sem má sín minna.

Við ráðum okkur sjálf

Vinirnir Úlfur (þriðji vara) og Heimir
Samstarfsfélagarnir Úlfur (þriðji varatrúnaðarmaður) og Heimir (fyrrverandi) hafa unnið mikið saman. Þeim var hafnað sem aðaltrúnaðarmönnum hjá strætó í síðustu kosningum.
 

Ármann Kr. Ólafsson sjórnarformaður strætó (ásamt Gunnari Gottaðbúaíkópavogi) eru gott fordæmi, eða hvað? Vinur okkar Heimir Fjelstedt "fyrrverandi" var m.a. (í fyrra) að argast í vegna ráðninga í störf hjá strætó. Og viti menn, umræddur Ármann sjálfstæðismaðurinn í kópavogi  á m.a. að sjá um að stjórnsýslulögum sé framfylgt hjá strætó.

Því miður var Heimi hafnað sem trúnaðarmanni í síðustu kosningu eftir að hafa verið trúnaðarmaður í nokkur ár! Hann hefði þurft meiri tíma til að fylgja málinu eftir.

hlf.blog.18.10

Heimir bloggaði m.a. um slíkar ráðningar hjá strætó 18.10.'07: "Starfsmannastefna er orðin tóm, nema að það sé stefna að hlusta ekki á starfsmenn sem koma til yfirmanns að létta á sér. Það er engan veginn boðlegt á 21. öldinni að vísa mönnum á dyr sem bera upp óþægileg erindi við "bossinn". A.m.k. þrjár ráðningar hafa farið fram (reyndar fjórar) á undanförnum misserum í störf sem ekki voru auglýst eins og kveðið er á um í kjarasamningi. Svona vinnubrögð heyra liðinni tíð til og verðandi trúnaðarmenn verða að mótmæla svo skiljist".

Sami Ármann er semsagt Stjórnarformaður strætó og einn að aðalmönnunum í bæjarstjórn kópavogs! Það er því miður þannig að svona brot eru smitandi. Gefum eftir á einum stað og smátt og smátt er þetta lið komið upp í rúm hjá manni... án nokkura varna.


mbl.isGagnrýna mannaráðningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1Smámynd: Sigga Hilmars

Þetta er stórfróðleg færsla hjá Heimi, svona í ljósi seinni tíma. Úlfur hefur sagt í blaðagrein nýverið að kjarasamningurinn hafi verið góður, ekki er það að sjá í þessari tilvitnuðu færslu. Ekki gott að segja hverju ber að trúa. Hvaðan blæs vindurinn, og hvert snýst veðurvitinn næst?

Sigga Hilmars, 26.7.2008 kl. 15:50

2Smámynd: Sigurður Rósant

 

Hvaða læti eru þetta út af mannaráðningum? Fyrirtækið er svona að losa sig við gamlar venjur sem loddu við ráðningar opinberra starfsmanna. Svona smámál skipta engu máli. Verið stillt og vinnið vinnu ykkar, eða komið ykkur úr landi.

En eru ekki ennþá einhverjir sem heillast af gömlum vélum? T.d. traktorum? Þá er upplagt að skella sér á sýningu "mellem Kalundborg og Jyderup" 16. - 17. ágúst n.k.

Með kveðju

Sigurður Rósant, 26.7.2008 kl. 16:44

3Smámynd: Ragnheiður

 

Ja nú hló marbendill (ég sjálf) þarna kristallast með orðum mannins sjálf, tær sú manngerð sem hann greinilega er. Ómarktækur sauður blindaður af eigin hatri, hann hefur enga sjálfstæða stefnu, bara hatrið eitt stýrir för, beiskja og biturð.

Svona fólki á maður að vorkenna, ég er bara ekki alveg nógu góð manneskja til þess.

Svo til að það sé á hreinu þá er Ögmundur að skrifa í sunnudagsmoggann grein sem ber nafnið ; Strætó einkavæddur bakdyramegin ?

Ragnheiður, 26.7.2008 kl. 19:26

4Smámynd: Sigurður Rósant

 

Ja, kemur ekki ein sem spáir í bolla. Svona kerlingum gæti líka dottið í hug að spá í innyfli sjálfdauðra fugla.

Alltaf gaman þegar þær missa marks með bulli sínu.

En, fyrir ca. 7 árum þvertók Ögmundur fyrir að bjóða ætti út akstur leiða í Reykjavík og þaðan af síður að einkavæðing lægi í loftinu. Svo bláeygur var blessaður karlinn á 53. aldursári.

Sigurður Rósant, 26.7.2008 kl. 22:20

5Smámynd: Sigga Hilmars

 

Alveg frábær skrif hjá Ögmundi. Ég tek undir hvert einasta orð. Sjálfstæðismenn munu ekki ríða feitum hesti frá svona aðgerðum, að níðast á starfsfólki til að ná einhverri meintri hagræðingu eða sparnaði í rekstri.

Það þótti mér nokkuð merkilegt, eftir að hafa lesið viðtöl við bæði Ármann Kr. Ólafsson stjórnarformann strætó, og Gísla Martein stjórnarmann, að þeir virðast vera búnir að ákveða hverjir halda áfram sem verktakar fyrir strætó, þrátt fyrir að útboðið hafi ekki enn farið fram. Þetta er fyrirfram ákveðið, og útboðið bara formið eitt. Þetta sagði Gísli Marteinn þann 21.júlí síðastliðinn:"Það hefur ekkert verið ákveðið með það hvort fleiri leiðir verði boðnar út á samningstímanum. Okkar ágætu einkaaðilar hafa staðið sig vel og við munum sjá hvernig þeir standa sig áfram. Það væri óábyrgt að skoða það ekki að auka hlut þeirra ef vel gengur. Sú leið hefur verið farin í nágrannalöndum okkar svo dæmi sé tekið," segir Gísli Marteinn".

  Og, eins og ég hef sagt hér áður, en sjálfstæðismaður stór hluthafi í verktakafyrirtækinu Allrahanda sem er með mikinn hluta rekstursins núna. Mjög athyglisvert hvað sjálfstæðismenn koma mikið við sögu þegar um afkomu starfsfólks borgarfyrirtækja er að ræða. Og afskipti þeirra eru oftast til hins verra.

Sigga Hilmars, 26.7.2008 kl. 22:27

6Smámynd: Sigga Hilmars

Æi, Siggi, vertu góður við systur mína, hún hefur ríka ástæðu til orða sinna, þú veist ekki nema brot af því sem á hefur gengið.

Sigga Hilmars, 26.7.2008 kl. 22:31

7Smámynd: Ragnheiður

 

Ég er ekki góð í að spá í bolla en betri í að brjóta þá...(oft í huganum á hausnum á einhverjum vel völdum)

En bréf Ögmundar í mogganum er lestursins virði.

Ragnheiður, 26.7.2008 kl. 23:02

8Smámynd: Trúnaðarmenn Strætó

Kannski við förum að kíkja til þín Siggi, þetta með traktorasýninguna er voðalega spennandi... NOT.  Annars ef einhverjum vantar góða, kurteisa, og vana vagnstjóra til starfa þá getum við miðlað málum.

Trúnaðarmenn Strætó, 27.7.2008 kl. 10:59

9Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

sem eru hverjir

Jón Rúnar Ipsen, 27.7.2008 kl. 22:22

 
10Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Annas afhverju eru menn sem villja láta taka mark á ser sem staðföstum og heiðarlegum stjórnmálamönnu endalaust að láta standa sig að ósansögli . í ljósi siðustu aðgerða sjálfstæðisflokks í málefnum strætó bs mun ég aldrei aftur kjósa þá

Jón"

 

Ég vona að Ögmundur Jónasson og Garðar Hilmarsson séu ánægðir með frammistöðu lærisveinanna. 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband