5.7.2008 | 10:47
Upprifjun frá 27. nóvember 2007.
Stóra trúnaðarmannamálið tekur á sig æ fleiri myndir. Stefnan sem lögð var fram í Héraðsdómi Reykjavíkur 25. mars s.l. nafngreinir annan mann sem var áminntur af framkvæmdastjóra. Hingað til hafa þau haldið því fram að aðeins einn hafi verið áminntur en ekki tveir. Hinn maðurinn hvers nafn ég birti ekki hefur ekki séð ástæðu til að stefna Strætó fyrir áminninguna og hlýtur þá að una henni og telja hana réttmæta.
Þegar ég kom í samkvæmið þar sem fólkið naut áfengra veitinga var glatt á hjalla við Strætóborðið. Nýkjörinn fyrsti trúnaðarmaður bauð mér til borðs og aðrir tóku undir, en ég sá mér ekki fært að þiggja boðið því mér líður ekki vel með drukknu fólki.
Brá ég mér þess í stað inn í fundarsal en þar hafði ég séð góðan kunningja minn tilsýndar. Ekki undi ég hag mínum vel þar því að á tali við hann var enn einn strætómaðurinn áberandi drukkinn. Ég mun af tillitssemi við hann ekki greina frá hvað okkur fór á milli.
Ekki dvaldi ég lengi í samsætinu því afar fáir voru eftir aðeins stöku karl við borð að bíða eftir heimakstri að því er virtist og svo forráðamenn félagsins sem ég vildi ekki ræða við af ástæðum sem koma þessu máli ekki við.
Fljótlega eftir að ég kom hurfu tvö frá hringborði almannasamgöngufólksins og báru þau með sér að vera ökufær.
Eina borðið sem setið var við þegar ég fór úr húsi var borð nýkjörinna trúnaðarmanna og var þar glaumur.
Ég minntist að tveimur árum áður þegar ég var í sömu sporum og þau var mér sagt að strætófólk væri þekkt í gegnum árin fyrir að taka vel til sín áfengi og sagði viðmælandi minn að hann hefði ekki áður séð alla fulltrúa frá Strætó ódrukkna.
Það var árið 2005.
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ná hlýt ég að spyrja er þetta reynslusaga frá þér eða sögusögn finnst svoldið sem þarna sé verið að koma af þeim orðrómi að vagnstjórar séu ófærir um að vera á mannamótum ódrukknir sem ég veit af eigin reynslu að er ekki rétt .
sama hvað mönnum finnst um margumrædda trúnaðarmenn þá hlýtur að gilda sú sjálfssagða regla að sýna aðgát í nærveru sálar hlýtur að vera takmörk fyrir hvað hvað maður setur á netið
Jón Rúnar Ipsen, 5.7.2008 kl. 20:39
Þetta er reynsla mín af fundi í fulltrúaráði St.Rv. frá því í nóvember s.l.
Jóhannes Gunnarsson hefur stefnt Strætó bs. fyrir að veita sér áminningu fyrir að vera ölvaður á Hlemmi og með áfengi um hönd. Hann
veit eins og aðrir vagnstjórar að það er stranglega bannað að vera undir áhrifum þar og hvað þá að neyta áfengis á Hlemmi. Honum finnst að mannorði sínu vegið með áminningunni og fer fram á ógildingu og hálfa milljón í miskabætur.
Hann og hans kumpánar hafa vegið með grófum hætti að mannorði mínu og valdið mér miska og skaða sem seint eða ekki verður úr bætt. Mér finnst með ólíkindum að annað starfsfólk Strætó skuli líða svona framkomu fámennrar klíku undir rætinni stjórn ár eftir ár.
Það sem ég er að segja þarna er allt sannleikanum samkvæmt Jón Rúnar og sagt vegna þess að mér blöskra lygar þessa fólks og dólgsleg framkoma í garð stjórnenda og samsstarfsmanna.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.7.2008 kl. 21:02
Það var ekki meining min að særa nein en þetta mál er farin að skaða fleiri en gott þykið .
Menn og konur eru að berjast á banaspjótum út af málum sem svo greinilega verða aldrei útkljáð á þessum vetfangi .
Mín skoðun er sú að hvaða skoðun sem menn hafa á stjórnarhætti yfirmann þá eru það jú yfirmennir sem hafa lokaorðið séu menn ekki sáttir við það þa hafa þeir þann kost að yfirgefa vinnustaðinn .
En stærsta spurningin hlýtur að vera sú afaverju heldur fólk að besta leiðinn til að leysa allan ágreining fyrir dómstólum
Jón Rúnar Ipsen, 6.7.2008 kl. 21:17
Þetta fólk á bágt Jón. Sumt þeirra hefur árum saman lagt þá í einelti sem ekki eru sammála þeim. Þau hafa flæmt menn úr vinnu með rógi, níði og upplognum hlutum. Þau hafa skaðað menn fjárhagslega. Svona fólk á að taka pokann sinn.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.7.2008 kl. 06:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.