Hér sannast hið fornkveðna, að ekki er sama Jón og séra Jón aukin heldur séra Jón og Sigga Skrína.

 

Mér brá verulega þegar ég sá skattaholu stjórnmálamanna í góðri Mannlífsgrein eftir Sigurjón M. Egilsson.

Þarna líta yfirvöldin með blinda auganu á milljóna veltu hvers stjórnmálamanns fyrir sig og láta sig ekki varða hvort peningarnir séu "hreinir" eða ekki. 
Ég fór nýlega á endurhæfingarlífeyri vegna (vonandi) tímabundinna veikinda og fæ 113.565 krónur á mánuði frá Tryggingastofnun, en var neitað um heimilisuppbót sem er rúmar 24 000 krónur vegna þess að systurdóttir mín bjó hjá mér í vetur vegna náms. Hún vinnur ekki með náminu. Yfirvöldum þykir þetta tryggara vegna þess að hugsanlega hagnast ég á dvöl hennar hjá mér. Þeim þykir allavega ekki vert að leggja trúnað á mín orð og láta mig ekki njóta vafans. 

Ég læt ekki vita ef ég fæ fleiri gesti því þeir gætu vissulega skilið eftir eitthvað matarkyns við brottför og jafnvel leyft mér að njóta mola af borðum, ef ég hef ekki verið veitandi.


Reyndar er ég ánægður með að Fjármálaráðuneytið leggur trúnað á orð stjórnmálamannanna að þeir njóti ekki persónulegs hagnaðar af framlögunum og leyfir þeim að njóta vafans. 


Að vísu þykir mér minnisleysi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ískyggilegt og tel að hann hljóti að vera með bráðan hrörnunarsjúkdóm. Það hryggir mig verulega að sjá þennan uppáhaldsstjórnmálamann minn fara svona, ungur að árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er nú þannig að sjúkir, öryrkjar og aldraðir eru varnarlausari en aðrir. Því miður eru allt of margir þannig innrættir og litlar sálir að þeir sleppa ekki færi liggi einhver minnimáttar vel við höggi. Ég hef sem betur fer ekki þurft oft að eiga viðskipti við Tryggingarstofnun Ríkisins en undantekningarlaust hefur verið á brattan að sækja. Það er eins og hver einstakur starfsmaður þar fái að hafa sína einkatúlkun á þeim lögum og reglum sem vinna skal eftir og ég get ekki neitað því að hafa fengið það á tilfinninguna að sumar klakabrynjurnar þar fái kynferðislegt kikk útúr því að tæta réttindi og peninga af skjólstæðingum TR. Það er lágt lagst að níðast á lítilmagnanum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.5.2008 kl. 20:55

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Við verðum að athuga það Axel að starfsfólk TR verður bara eða öllu heldur neyðist til að spyrna við fótum þegar tekjur skjólstæðinganna eru við það að fara úr böndum; komnar yfir 113 þúsund krónur, að vísu fyrir skatta svo um 90 þúsund fást á bankann.

Leiki minnsti vafi á að tekjuþeginn hagnist á gestagangi skal skrúfað fyrir heimilisuppbótina.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.5.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já það er viðbúið að verðbólgan yrði óviðráðanleg ef ef þetta fólk ætti fyrir salti í grautinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.5.2008 kl. 23:18

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Saltið er innflutt og fyrir utan óðaverðbólguna ykist vöruskiptahallinn til muna og óöld gæti hlotist af.

Það eru ekki margir sem skilja mein þjóðfélagsins eins vel og við Axel.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.5.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband