16.5.2008 | 20:34
Vanþróað í Grafarvogi.
Hvað er málið með fólk á vellinum?
Eftir að hafa dvalið um stund í Grafarvogsbrekku í gær þá hef ég komist að eftirfarandi niðurstöðum:
1) Stórveldi er það félag sem sinnir þörfum stuðningsmanna sinna, tryggir öryggi þeirra og að þeim líði vel á vellinum.
2) Stór hluti íslenskra barna er ofdekraður, orðljótur og hreinlega leiðinlegur.
3) Ég hreint út sagt elska reykingabannið.
4) Ég er of lítill.
Á KR-vellinum eru gæslumenn raunverulegir gæslumenn. Ekki er brugðið á það ráð að búa 10 ára strákum skærlitum vestum og kalla þá gæslumenn. Það er nefnilega sama hvað maður bölvar gæslunni á KR-vellinum á stundum það verður alltaf svo að þeir sinna verkefnum sínum með sóma. KR-ingar kaupa gæslu á völlinn til að tryggja það að öryggi áhorfenda sé sinnt á bestan mögulegan hátt. Ég veit ekki til hvaða viðbragða yrði gripið ef skyndilega kæmi upp neyðarástand á Fjölnisvelli, kynnu guttarnir í gulu vestunum rétt viðbrögð. Mér er það til efs. Þá höfðu strákarnir nákvæmlega enga stjórn á áhorfendum sem voru komnir inn að vellinum löngu áður en leik lauk og þustu inn á völl að honum loknum. Það var ekki eins og þeir reyndu að hafa stjórn á áhorfendum - þeir voru að horfa á leikinn. Það er ekki gæsla.
Þar sem ég stóð á vellinum (ég stóð reyndar á nokkrum stöðum vegna vandamála við lið 4) varð mér ljóst að stór hluti íslenskra barna er fáránlega dekraður, orðljótur og hreint út sagt hundleiðinlegur. Í rándýrum merkjaklæðnaði, sum hver með stíliseraðar tískuhárgreiðslur, allir með gsm síma og vasa fulla fjár. Síðan hlustar maður á þá öskra óyrðum, skítkasti og hótunum sín á milli. Nokkur reyndu að kasta flöstum inn á völlinn að leik loknum og í aðstoðardómara. Þetta greinarkorn á ekki að fjalla um barnauppeldi en ég segi bara að ég þakka guði fyrir að kreppa nálgast. Ég eigi von um rólegri tíma þegar þessir krakkar verða ekki með sykurpeninga í vasanum. Ég man þá tíð að þegar ég eða vinir mínir höguðum okkur illa þá fengum við skell á bossann. Mikið held ég að margir þessir krakka hefðu gott af vænum smelli á le derriere.
Það er bannað að reykja í KR-stúkunni og ég kann að meta það. Hvort reykingar séu heimilar eða ekki í stúkunni í Grafarvogi þá veit ég það eitt að fnykurinn og reykurinn í gær var mig lifandi að drepa. Sumarilmurinn frá KR-vellinum síðan á laugardag drapst í skítafnyki Fjölnisvallar. Ég kann að meta reykingabannið og því á að fylgja miskunnarlaust eftir - grasilm í stað tjörunnar.
Ég er lítill og íslenska þjóðin er hávaxin. Það fer illa saman þegar áhorfendaaðstaða er skammarleg eins og í gær.
Káramenn tjái ég mig ekki um enda hafa fæst orð minnsta ábyrgð. Ég vitna bara í meistara Sverri Stormsker - það er of seint að byrgja barinn þegar barnið er dottið í það.
Ofangreint er af krreykjavik.is og get ég tekið undir hvert orð.
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
-
malacai
-
gelgjan
-
aronb
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
solisasta
-
baldher
-
emmgje
-
bergruniris
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
gattin
-
tilfinningar
-
greindur
-
ekg
-
einarsmaeli
-
evabenz
-
eyglohardar
-
eythora
-
ea
-
feministi
-
arnaeinars
-
g-bergendahl
-
gudni-is
-
lucas
-
gudmunduroli
-
zeriaph
-
boggi
-
gotusmidjan
-
doritaxi
-
hallurg
-
smali
-
heidistrand
-
heidathord
-
heimssyn
-
diva73
-
helgimar
-
himmalingur
-
kliddi
-
haddih
-
hordurj
-
ingabesta
-
ithrottir
-
jakobk
-
jonaa
-
jbv
-
joninaottesen
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonsnae
-
jorunn
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
katrinsnaeholm
-
kolbrunb
-
ksh
-
kollaogjosep
-
kristinn-karl
-
kristjan9
-
lady
-
presleifur
-
liljabolla
-
vonin
-
mariakr
-
methusalem
-
morgunbladid
-
obv
-
olinathorv
-
omarbjarki
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
rannveigh
-
redlion
-
trandill
-
puma
-
runirokk
-
rynir
-
fullvalda
-
hjolina
-
heidarbaer
-
holmarinn
-
nr123minskodun
-
sigurdursig
-
siggith
-
hvala
-
stebbifr
-
must
-
steinunnolina
-
svavaralfred
-
unnar96
-
valdimarjohannesson
-
vefritid
-
steinibriem
-
thorsteinn
-
thoragud
-
thordisb
-
thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tapið var sárt!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.5.2008 kl. 21:25
á Fram KR?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.5.2008 kl. 21:40
Það er byrjendabragur á gestrisninni getum við sagt.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.5.2008 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.