Í ræðu dagsins var skotið yfir markið.

Ég skellti mér í kröfugöngu í dag. Heilmikið labb því fyrst gekk ég í hálf tíma til að komast í gönguna. Gat ekki hugsað mér að ganga á eftir merki míns félags að þessu sinni en gekk fast á eftir fána samtakanna BSRB.

Að lokinni göngu þáði ég kaffi hjá Vinstri grænum Á Vesturgötu 7 og ljómandi góða hjónabandssælu með.

Að þeim veitingum loknum fór í  kaffi hjá BSRB  á Grettisgötu 89 og þar heldur betur margt um manninn. Félagið mitt auglýsti ekki einu sinni á heimasíðu sinni að kaffi væri á boðstólum 1. maí og er þetta þó um þrjú þúsund manna félag.

Þau er líklega of upptekin við að reyna að stjórna opinberu fyrirtæki fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. 

Ég fór að fordæmi þess sem getið var í pistli hér að framan og mótmælti afskræmdu lýðræði félagsins míns með göngunni. 

Ræðu dagsins hef ég lýst með fyrirsögn pistilsins. 


mbl.is Formaður SFR: Splundruð þjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mér fannst ræða formanns SFR mjög kjarnyrt og góð.  Ég gekk með einni af lægst metnu stéttum þessa stéttskipta ríkis, Sjúkraliðafélagi Íslands

Sigrún Jónsdóttir, 1.5.2008 kl. 18:19

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mér fannst ræðan of kjarnyrt Sigrún. Sjúkraliðar eru hátt skrifaðir hjá mér!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.5.2008 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband