28.4.2008 | 15:17
Til fyrirmyndar.
Þegar múgurinn gerir allt hvað hann getur til að æsa löggæslumenn upp og neitar að verða við ítrekuðum tilmælum um að hafa sig og bíla sína á brott, er bara eitt að gera, það er að ryðja svæðið.
Þegar menn láta sér ekki segjast, verða löggæslumenn að beita þeim vopnum sem mildust eru eins og úði eða gas.
Þeir aðvara fólkið eftir fyrirfram ákveðnum reglum, en enn lætur fólk sér ekki segjast og fær úðann í augun.
Löggæslan hefur verið til fyrirmyndar, nema hvað þeir hefðu mátt beita sér fyrr.
Sturla og félagar hafa kostað samfélagið tugi, ef ekki hundruð milljóna króna.
Rétt aðferð við beitingu piparúða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þú ert nazisti fylgjandi ofbeldisfullum valdbeitingum,það er skömm af þér.
þér væri sæmst að flytja úr landi til einhvers einræðisríkis og dásama kúgunina þar.
atvinnumaður (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 15:31
Það væri gaman að rekja IP-töluna þína!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.4.2008 kl. 15:41
Ríkisvaldið hefur kostað samfélagið MILJARÐA króna...
Bara Steini, 28.4.2008 kl. 15:55
Gaman að svona ómálefnalegum rökþrota mönnum eins og þessum "atvinnumanni" hér fyrir ofan.
Ætti hann kannski að kalla sig "atvinnubílstjóri"?
Ef þú kæri "atvinnumaður" lest blogg og athugasemdir síðustu daga, þá sérðu strax að yfirgnæfandi meirihluti fólks styður lögregluna í að stöðva ólöglegar aðgerðir Sturla og félaga. Sturla & co haga sér eins og ofdekraðir smákrakkar og væla ef lögregla landsins dirfist að trufla þá!
Bílstjórar, ef þið eruð ósáttir, farið í verkfall t.d. Fólk er ekki hrifið að bjánalegum skæruhernaði sem bitnar á saklausum.
Þorvaldur (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 16:00
Sammála þér Þorvaldur.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.4.2008 kl. 16:05
"atvinnumaður (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 15:31"
Gaman að þér Þorsteinn.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.4.2008 kl. 16:29
Bíddu nú við Heimir, afhverju væri gaman að rekja IP töluna hjá "atvinnumaður" ?? Er mönnum ekki óhætt að segja skoðanir sínar á þér án þess að þú ætlir að fara að rekaj IP tölur. Það er ekki eins og það hafi verið haft í hótunum við þig.
Það fer nú allt eftir því hvaða blogg og fréttir þú lest, hvaða ályktun er hægt að draga um hvort þessi "almenni" borgari styðji aðgerðir bílstjóra. Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé voðalega mikið sama fólkið sem er að skrifa gegn bílstjórum hér og þar. Ég held að stór hópur fólks styðji þá þó svo að einum þeirra hafi legið laus höndin þarna um daginn. Það hafa jú feliri orðið á mistök eins og sjá mátti hjá fjölda lögreglumanna.
Nú er hafið áróðursstríð þar sem annar aðilinn er með fók á launum við að tala og skrifa niður hetjulega baráttu bílstjóra !!
Gunnar (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 17:03
Sú var tíðinn að Guðmundur jaki gat lokað vikum saman vegum til Reykjavíkur til að gæta hagsmuna verkafólks. Það var fyrir mörgum áratugum. Nú er löggan farin að leggja til atlögu við borgaralega óhlýðni.
Þetta heitir á ísl-ensku "creeping fascism".
Jón Ragnarsson, 28.4.2008 kl. 17:19
Ég held að þetta mál sé bara best að vera hlutlaus í:)
Anna (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 17:28
Gunnar, þetta er mín síða og mér þykir skemmtilegra að vita hvaða menn eru að ausa mig óhróðri undir nafnleynd.
Hér ríkir rit- og skoðanafrelsi, en það er sjálfsögð kurteisi að segja til nafns.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.4.2008 kl. 18:02
Anna kýs hlutleysi og hefur að sjálfsögðu fullan rétt á því!
Sammála þér Páll.
Jón Ragnarsson, var það vikum saman?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.4.2008 kl. 18:05
Það er nú varla að ég þori að tjá mig um þessi mál þar sem ég starfa sem bílstjóri en læt slag standa,, öll þessi umræða um hvort rétt eða rangt hafi verið staðið að þessu eða hinu er komin álíka langt útfyrir kjarna málsins eins og mótmælin sjálf og aðgerðir lögreglunnar til að sporna við þessum mótmælum, við sjáum öll að það geta ekki allir verið dómarar í þessum leik einhverjir verða að vera á leikvellinum og í þessu tilfelli var farið af stað með mótmæli gegn háu olíu/bensín verði það voru atvinnubílstjórar sem fóru framfyrir skjöldu og í byrjun þá voru allir mjög hrifnir og sammála þessum aðgerðum en smátt og smátt hefur sú fylking þynnst hversvegna? jú vegna að hluta til rangra aðferðarfræði þeirra sem í fylkingarbrjósti stóðu unnu ekki með réttum aðilum þeas. lögreglu og ekki síst fjölmiðlum því að að mínu mati eiga þeir mjög stóran þátt í áliti almennings á þessu máli sem og mörgum öðrum sem í gangi eru, eru oft um of hlutdrægir en eins og máltækið segir "orð eru til alls fyrst og aðgát skal höfð í nærveru sálar" á ég þá við að það hafa mög stór orð fallið orð sem menn geta ekki staðið við menn gert það sem þeir annars hefðu ekki gert, ég held að margir hér á blogginu séu að rífast um allt aðra hluti en þetta alltsaman snýst um.
Akið varlega og gangið hægt um gleðinnar dyr.
Halldór Þórðarson/dóritaxi, 28.4.2008 kl. 23:33
Góðar hugleiðingar hjá þér Dóri.
Ég hef frá upphafi gagnrýnt þessi svokölluðu mótmæli.
Auðvitað má mótmæla háu verðlagi og þröngum reglum, en þá þarf auðvitað að hafa málstaðinn skýran og skilmerkilegan og vera ekki með ótal hjáleiðir og króka, eins og að mynd af forsætisráðherra hangi upp í fjármálaráðuneytinu, ráðherrar séu að sinna skyldustörfun utan landsteina og fleiri útúrdúra sem Sturla hefur farið.
Sem sagt skýran málstað og hætta froðusnakki.
Hafði það ævinlega sem best Dóri.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.4.2008 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.