Verslun á villigötum?


" Það er full þörf á að taka tillit til kaupenda sem komnir eru yfir sextugt. Annað væri bara heimska fyrir fyrirtæki sem eru í verslun og þjónustu" segir  Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.

Ofangreind tilvitnun er úr viðtali Þóru Kristínar Þórsdóttur í 24 stundum í dag við Sigurð Jónsson.


Hvers vegna þarf  framkvæmdastjórinn að taka þetta fram?


Ég er ekki nema sextíu og tveggja ára og finn engan mun á mér og þegar ég var þrjátíu og tveggja, fjörutíu og tveggja eða fimmtíu og tveggja.

 

Ég þarf sömu þjónustu í dag og þegar ég var þrjátíu og tveggja.


Varðandi verslun og þjónustu hefur engin breyting orðið á kröfum mínum eða þörfum.

 

Það má að vísu færa verslunina aftur heim í hverfin, því ögn lægra vöruverð í fáum stórum verslunum færir mér ekkert nema aukinn ferðakostnað; ekki betri þjónustu nema síður sé og alls ekki ódýrari vöru þegar tillit er tekið til aðdráttakostnaðarins.


Ég fæ mikið verri þjónustu og mæti oft á tíðum ókurteisi í verslunum í dag.


Stórar verslanakeðjur þurfa að kenna unga fólkinu sem er við störf á kössunum almenna kurteisi og að þekkja muninn á afriti og kvittun svo lítið dæmi sé nefnt.

 

Unga fólkið er allt af vilja gert en vantar fræðslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband