Bestu hamingjuóskir Víkingar.

Mínar bestu hamingjuóskir til Víkings og allra víkinga með stóran og merkan áfanga. Kynni mín af Víkingi hófust í gegnum fyrrverandi tengdaföður minn Jónas Sólmundsson húsgagnasmíðameistara og húsgagnaarkitekt  fyrir margt löngu, en hann  var stuðningsmaður og sýndi það í verki með því að teikna félagsmerki þeirra.

Síðan hef ég kynnst mörgum víkingum og verð að segja það að margir þeirra koma bara vel fyrir sjónir og  það er mesta furða hve margir þeirra eru viðræðuhæfir.

Aðal víkingarnir sem ég hef samskipti við eru hér í Vesturbæ Reykjavíkur og eru þeir félagi sínu til sóma. Allavega ef þær sækja ekki of marga sigra hingað vestur fyrir læk. Ég er að tala um kaupmennina í Kjötborg þá Gunnar og Kristján Jónassyni.

Þrátt fyrir þessa vafasömu fortíð sína eru þeir Vesturbænum til sóma. 

Bestu KR-kveðjur. 


mbl.is Víkingur á uppleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já til hamingju með daginn Víkingar! Þeir lengi lifi!!!!

Leitt þykir mér þó að Víkingur ákveður að halda upp á daginn á 100 ára afmælisdegi FRAM þann 1. maí. Alveg sorglegt bara að geta ekki haldið upp á það einhvern annan dag. Nánast í sama hverfi og ég veit að sumir myndu vilja heiðra bæði félögin og sjálfan sig með nærveru sinni í afmælinu.

Ásta Kristín Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 19:10

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

SAmmála Ásta.

Þú getur nú notið veitinga hjá báðum félögunum, þökk sé nábýlinu!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.4.2008 kl. 19:39

3 identicon

Afmælisfundurinn sjálfur er reyndar 3. maí.

Það er árlega hverfishátiðin sem haldin verður 1. maí, færð frá sínum venjulega degi, sumardeginum fyrsta. Frestun alls þessa var af góðum ástæðum, amk. tvær deildir eru fjarri borginni á helgi komandi.

Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 19:50

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mér er alveg sama hvenæri Víkingur heldur upp á afmælið, bara að það sé sómasamlega gert og rekist ekki á við stóra Vesturbæjarfestivalið!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.4.2008 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband