Guðsorð á góðu verði.

Í pósti dagsins var blöðungur frá Skálholtsútgáfunni. Líklega hafa þeir frétt af þrengingum mínum og buðu mér Guðsorð á góðu verði.Halo

Guðsorðið er í formi 407 blaðsíðna bókar sem ber heitið " Fimm mínútna Biblían" 

Á blöðungnum segir:

" Þessi bók er nútímaleg og gerir efni Biblíunnar ótrúlega aðgengilegt og vekur áhuga lesandans á að lesa í Biblíunni sjálfri. Öllu efni bókarinnar er skipt niður í hæfilega stutta kafla fyrir hvern dag ársins. Fjölmargar hugleiðingar, stuttar og eftirminnilegar, fylgja hverjum degi".

Auðvitað sinnti ég kallinu strax og sá mér leik á borði að sameina nauðsynlegan göngutúr og öflun góðs lestrarefnis og arkaði upp í Kirkjuhús á Laugaveg 31 og festi kaup á bókinni.

Ég hygg mér gott til glóðarinnar við lestu bókarinnar sem er eftir Knut Tveitereid í þýðingu Hreins S. Hákonarsonar.

Fyrir herlegheitin þurfti ég bara að borga 2.290 krónur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband