Er ekki rétt að skunda til kirkju?

Mörg undanfarin ár hef ég dvalið í Skálholti í dymbilviku og notið kyrrðar, þagnar og Guðsorðs bænadagana, eða frá miðvikudegi og fram á laugardagsmiðdegi.

Þeir hafa skipst á biskuparnir Sigurbjörn og Karl sonur hans að flytja okkur hugvekjur eftir tilefni daganna. Má vart á milli sjá hvor andríkari er. Áður taldi ég engan komast með tærnar þar sem herra Sigurbjörn hefur hælana, en á undanförnum árum hefur herra Karl margsinnis sýnst að hann stendur föður sínum lítt eða ekkert að baki.

Það hefur gefið lífi mínu mikla fyllingu að njóta þeirra mikla andríkis og það á svo stórum stað sem Skálholt er.

Yfir Skálholti hvílir mikil helgi og stundum finnst mér hún áþreifanleg.

Þegar sungnir eru tíðasöngvar kvölds og morgna, birtist í huga manns andi horfinna tíma og aldir verða eitt andartak.

Í huga mínum er söknuður, að vera ekki í Skálholti núna og njóta handleiðslu andans manna og alls góða fólksins sem þar er.

Ég hlakka til að fara að ári, en ætla að njóta þess á eftir kl. 11 að hlýða á sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest, leggja út af píslargöngu Krists. 


mbl.is Krossfestingar á Filippseyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Á sunnudaginn, ekki spurning.

Heiða Þórðar, 21.3.2008 kl. 11:02

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Var að koma ú Dómkirkjunni. AFtur á Páskadag, ekki spurning.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.3.2008 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband