Starfsmannamálefni hjá Strætó bs.

Hvernig stendur á að Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar uppfærir ekki vefinn sinn með síðustu samþykkt stjórnar og fulltrúaráðs um endurreisn afsögðu trúnaðarmannanna?

Eftirfarandi er á einkavef Jóhannesar Gunnarssonar 1. trúnaðarmanns í nokkra daga og hefur verið um skeið:

"VEGNA FJÖLDA ÁSKORANNA: M.A. MEÐ UNDIRSKRIFTASÖFNUN STARFSMANNA HÖFUM VIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ DRAGA AFSÖGN OKKAR SEM TRÚNAÐARMENN TIL BAKA"

Og eftirfarandi er á vef Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar í dag. 29. febrúar 2008:

"Aðal     9. deild     Ómar Bjarni Þorsteinsson     Ferðaþjónusta fatlaðra
Vara     9. deild     Sigurbjörn Frímann Halldórsson     Strætó BS
Vara     9. deild     Úlfur Einarsson     Strætó BS".

Ekki minnst aukateknu orði á endurreista fimmmenninga. Blush

 Að líkindum er ég ekki einn um hissuna.Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Gunnarsson

Bara þér til upplýsinga Heimir, þá er verið að vinna í þessum málum og bréf þess efnis að við höfum tekið við aftur er í pósti til Framkvæmdastjóra svo öllum lögformlegum aðferðum verði beitt. Þú hefur jú verið hvað aktívastur við að passa upp á að reglum sé fylgt.... by the way... þér til heiðurs er ég nú innloggaður með mynd sem passar við þín hugðarefni... þ.e. að allir séu fullir!

Jóhannes Gunnarsson, 29.2.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"þín hugðarefni... þ.e. að allir séu fullir!" segir maðurinn hjá Strætó sem hefur fengið áminningu fyrir að vera fullur á opinberum stað þar sem jafnvel þeir svæsnustu vita að þeir mega ekki vera á drukknir. Bara svo ég svari óþverranum frá þér Jóhannes Gunnarsson vagnstjóri.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.3.2008 kl. 09:16

3 identicon

Þú sérð fyllerí og ölvun í hverju horni og leggur mikla áherslu á að "upplýsa" slíkt. Hér er framhaldið af því sem þú stoppaðir að væri hægt að setja hérna á síðuna síðast þegar við skrifuðumst á... edrú!



Þú nefndir að ég talaði undir rós. Varðandi aðdróttanir þá eru þær einhliða. Ég er ekki með neinar

aðdróttanir um að ég viti eitthvað! Ég skrifa það beint. Hér á síðunni er

ég búinn að nefna nokkur mál sem þú hlýtur þá að svara málefnalega, ekki

satt? Ekkert undir rós. Ég skal síðan svara heiðarlega því sem þú spyrð

um.



1. Hve margir starfsmannanna 104 sem skora á trúnaðarmenn að draga afsögn

til baka keyptu sér stundarfrið með því að skrifa undir? Var líkamlegu eða

andlegu ofbeldi beitt?



2. Hvað af þessu er "blaður og bull"? Þú segist hafa haft samband við

Vinnueftirlitið en samt að ég sé að bulla um að þú hafir haft samband við

það?



3. Er það mér að kenna að þú hlaust ekki kosningu? Geturðu skýrt út fyrir

okkur hversvegna þú náðir ekki kosningu?



4. Finnst þér eðlilegt að hópur manna sem eiga sér sameiginleg hagsmunamál

gagnvart fyrirtækinu séu sífellt að leggja sig fram í að eyðileggja og

rakka niður störf þeirra sem gætu unnið að bættum kjörum allra

heildarinnar? Væri ekki nær að sameina kraftana?



5. Þegar við tókum við sagðistu "ætla að gagnrýna allt sem kæmi frá þessum

hóp". Er ekki pláss fyrir smá efasemdir að einhverju jákvæðu? Hvað ef

okkur dytti í hug að gera eitthvað jákvætt, hvað þá?



6. Ég hef ítrekað reynt að ræða við þig með samstarf í huga. Árangurinn

sést hérna á síðunni. Já ég bauð þér sæti, svarið og þín ákvörðun kom frá

þér, ekki mér! Það segir meira um annan okkar! Afhverju þessa heift?



7. Eitt er það sem við lögðum áherslu á þegar við buðum okkur fram var að

tala ekki um mótframbjóðendur né rakka þá niður. T.d. nefndi ég á fundum

hvaða reynslu ég hefði upp á að bjóða og kynnti mig og hvað ég teldi til

bóta. Sumir tóku töluvert annan pól í hæðina. Hvað gat trúnaðarmannahópur

sem talaði ekki saman gert á síðasta kjörtímabili? Hvað gerðuð þið í raun?

Hvernig væri að tjá sig um kostina og leyfa okkur að heyra og sjá?



8. Ef engum kúgunaraðferðum var beitt, hvað var það þá þegar þú og annar

trúnaðarmaður kröfðust þess að réttkjörinn fyrsti trúnaðarmaður segði af

sér án tafar og það án félagsfundar?



Bara svo það sé á hreinu, (vegna sífellra ásakana um drykkju) þá myndi ég aldrei eyða góðu fylleríi í að

skrifast á við þig.

Jóhannes Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband