Dularfullur atburður á Rauðarárstíg.

Ég sá út um gluggann á þriðju hæðinni þegar hvítur Subaru renndi sér í stæði fyrir framan. Ökumaðurinn skeytti ekki um að stæðið er fyrir langferðarbíla. Það vakti eftirtekt mína hversu grunnt hann fór í stæðið og myndaði nærri 90°horn við húsið.

Eftir á sá ég að hann var að koma í veg fyrir að til hans sæist úr húsinu gegnt götunnar sem hýsir Utanríkisráðuneytið.

Út úr Subarubifreiðinni snaraðist ung kona og gekk hröðum og ákveðnum skrefum að Utanríkisráðuneytinu og vatt sér þar inn.

Undir stýri sat maður sem ég sá ekki framan í. Hann var að blaða í skjölum. Skyndilega tók hann eitt skjalið og setti það á stýrið og mundaði myndavél, (ekki af ódýrustu tegund) og smellti af eftir því sem leifturljósið gaf til kynna.

Ég horfði á hann blaða í skjölum úr möppu, taka mörg og mynda á sama hátt. Hugurinn hvarflaði til baka að köldu stríði og tortryggni.

Svei mér þá, ég þori varla að segja meira að sinni.

(Ég skráði hjá mér auðkennisnúmer bifreiðarinnar (ekki norskt), stað og stund).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband