Af karlægum karli.

Hugurinn leitar víða þær vikur sem maður bíður eftir aðgerð og helst vill hann leita inni í króka og myrkva kima sálarinnar.
Misvel gengur að rífa sig upp.
Þá er aðeins eitt ráð, en það er það að reyna að hugsa á jákvæðari nótum og reyna að smita jákvæðni og gleði frá sér. Ansans ári erfitt stundum.
Ég sá út um gluggann á 6. hæð Borgarspítalans snjóinn hylja jörð og mannvirki og ákvað að reyna að hnoða saman bjartsýnisbögu.

Fannir hvítar þekja fold,
himinn fagur skín.

Erfitt var að halda jákvæðninni og alltaf vitjaði sami botninn:

Undir sefur mannleg mold
og manar mig til sín.

Eilítið hnugginn og hugsi yfir neikvæðninni ákvað ég að gera bragarbót og eftir heimsókn Ernu Laxdal yfirlæknis í samfylgd læknanema af erlendu bergi þar sem hún sagði við mig að ég ætti eftir að verða mjög gamall,  eftir að hafa mælt blóðflæði til fótanna, lyftist brún.

Síst af öllu á ég ferð
að svara kalli þínu.
Allra karla elstur verð
ef held ég vel á mínu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband