Laugavegur 4 og 6.

Mér er hulin ráðgáta hvar húsfriðunarfólkið hefur haldið sig allt frá því að fyrrverandi R-listi samþykkti niðurrif húsanna við Laugaveg 4 og 6.

Ekki eitt einasta orð fyrr en verkamenn mættu með kúbeinin sín og hófust handa.

Þau rök hafa heyrst hjá fólki sem þráir að láta taka mark á sér að húsið Laugavegur 2 eigi að tákna eimreið sem dregur húsalengjuna á eftir sér.Upphaflega var engin húsalengja og því síður að eimreiðar hafi verið á Íslandi nema þá þessi?

Hvurslags rök eru þetta.

Ef allt verður nú fært til fyrra horfs vakna ýmsar spurningar.Eins og hvert eigi að veita skólpinu í opnum skurðum sínumu;niður Traðarkotssund og stystu leið til sjávar eða niður Bakarabrekkuna í lækinn sem þá þarf að opna og láta hann flytja saurinn til sjávar við nýja tónleikahúsið.Hvað vill fólk ganga langt í vitleysunni?

Gömul og úr sér gengin hús eiga að fara sömu leið og við mannfólkið sama hversu notaleg, hlýleg og kósý þau voru.

Af moldu ertu kominn að moldu skaltu aftur verða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband