Má ekki móðga formanninn.

Það er ákaflega slæmt þegar forráðamenn félaga og samtaka fólks sem minna má sín í þjóðfélaginu hvort heldur sem er andlega eða líkamlega tekur eigin persónu fram yfir hagsmuni umbjóðenda sinna.

Garðar Sverrisson og Sigursteinn Másson féllu báðir í þá gryfju að heyja persónuleg stríð, oftast í fjölmiðlum.

Hagur öryrkja stendur hvorki nér fellur með persónulegum vegtyllum þeirra og ennþá síður þeirra persónulegu stjórnmálaskoðunum eins og Garðar virtist halda.

Vonandi bera öryrkjar gæfu til að kjósa sér foringja sem ekki er sífellt að máta sig við spegilmynd sína. 


mbl.is Sigursteinn segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

persónulegur frami er mikils virði fyrir hvern og einn, en.........

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.1.2008 kl. 16:31

2 identicon

Hefur ekki staðið yfir stríð í ÖBÍ í töluvert langan tíma? Sigursteinn og stjórnin hafa verið á öndverðum meiði í töluvert langan tíma, Sigursteinn er ekki að labba út við fyrsta mótlæti.  Þeir sem sitja áfram í stöðum í óþökk meirihluta stjórnar eða gleyma því sem þeir standa fyrir eru vandamálið.  Á Íslandi fer lítið fyrir þeim sem standa og falla með eigin verkum, formaður ÖBÍ á að vera áberandi kjarkmaður/kona og grípa til aðgerða eða opinberra mótmæla þegar honum virðist þörf á og vera tilbúinn að stíga til hliðar fyrir öðrum ef umboðið er brostið.  Stjórnin ÖBÍ ber nú fulla ábyrgð, getur ekki falið sig á bak við formann ef illa er að málum staðið og að sama skapi eignað sér heiðurinn ef vel fer.

Maðurinn sem þið leitið að er á alþingi, sá sem skipar frændur, skoðanabræður/systur og einka/flokksvini í stöður óháð gjörvileika samkvæmt tilskipunum hlutaðeigandi flokkseigendafélags og ver með almannafé sem sitt.  Sá sem skiptir eftir þörfum um flokk til þess eins að halda stöðu sinni, persónuleg vegtilla umfram allt, að vera áfram framkvæmdastjóri, formaður, þingmaður, ráðherra eða hæstaréttardómari. 

Sigursteinn, ég ber enn meiri virðingu fyrir þér en áður.  Gangi þér allt í haginn.

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 17:44

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki þekki ég þetta stríð sem þú talar um Björn. En svona átök skaða engan nema þá sem síst skyldi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.1.2008 kl. 18:39

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Heyrðu karlinn!

Viðurkenni vanþekkingu mína.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.1.2008 kl. 19:20

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Skoðum aðeins Alþingi. Meirihluti þingmanna kemur sér saman um forsætisráðherra. Þegar forsætisráðherra verður undir í atkvæðagreiðslu um stefnumarkandi mál hélt ég að hann gegndi lýðræðislegum skyldum sínum best með því að segja af sér og að í staðinn kæmi forsætisráðherra sem framkvæmdi hina nýju stefnumörkun.

Í athugasemdunum hér að ofan er Sigursteinn Másson atyrtur fyrir að gera hliðstætt og talið hefur verið lýðræði í stjórnmálum. Hann átti samkvæmt þessum athugasemdum að kúvenda í einu af stærstu málum öyrkja og framkvæma stefnu sem hann taldi ranga. Það, að Sigursteinn gerði þetta ekki er talið til merkis um að hann hafi gleymt fyrir hverja hann sé að vinna og gefa til kynna að ekki megi styggja hinn stórlynda formann.

Þetta er mjög sérkennileg sýn á lýðræðislega stjórnarhætti og það að menn fylgi sannfæringu sinni og segir kannski mest um þann sem skrifar svona athugasemd og hug hans í garð fráfarandi formanns.  

Ómar Ragnarsson, 11.1.2008 kl. 23:06

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góður stjórnandi hvort heldur er í stjórnmálum eða félaga samtöku lætur ekki steyta á skeri að ástæðulausu. Hann vinnur málinu brautargengi svo ekki þurfi að koma til uppgjörs.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.1.2008 kl. 13:36

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Heimir , þú ert mér stundum óskiljanlegur

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.1.2008 kl. 21:07

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við hvern háði Garðar Sverrisson "persónulegt stríð?" Var hann ekki að berjast fyrir umbjóðendur sína eða skjólstæðinga? Var það ekki einhver annar, sem háði persónulegt stríð við hann, árum saman, og lét það bitna á öryrkjum? Er ekki verið að viðurkenna það með nýlegum stjórnarathöfnum, að rétturinn var í raun þeirra?

Jón Valur Jensson, 12.1.2008 kl. 23:35

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Anna, ef þú hefur gert þér aðrar hugmyndir um mig en efni standa til. þá er illt í efni:-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2008 kl. 11:23

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jón Valur, ég held að þú sért vísvitandi að snúa út úr fyrir mér. Þykkja stjórnvalda held ég að hafi mikið til komið af einstrengislegum árásum Garðars Sverrissonar á þáverandi stjórnarherra, enda lét hann aðra í friði. Á þessum árum kom Garðar varla svo í fjölmiðla en að hann færi ekki orðum um þáverandi forsætisráðherra.

Ég veit ekki hversu vel þú þekkir til viðkvæmra mála innan Öryrkjabandalagsins og aðildarfélaga þess, en öll frekari þekking er af því góða. Framhliðin sem sett er upp í fjölmiðlum sýnir ekki alltaf innra starf.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1031615

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband