Fróm ósk um meira, færð í dulbúning sjúkrasögu.

Fór á Borgarspítalann í morgun kl. 7 og hélt ég væri bara að fara í sneiðmynd.
Á móti mér var þó tekið eins og um aðgerð væri að ræða sem ég mótmælti, en af lítilli sannfæringu því ég er orðinn rúmlega sextugur og hef komist að raun um það að allir mér yngri vita meira og betur um minn hag en ég sjálfur.
Ágreiningur var um það hvort ég væri að fara í sneiðmyndatöku eða eða í ósæðarfóðringu með aðkomu frá nára og skiptust þær í tvær fylkingar í móttökunni að mér sýndist.

Karlinn var keyrður inn
hvar dvelja skyldi um sinn.
Hann var snyrtur að neðan
og rætt var á meðan
hvort hann væri þinn eða minn.

Að loknu allra áleiti
komst aftur líf í fábreyti.
Hann samt snarlega fann
að það sem gert var við hann,
var unaðslegt kynferðis áreiti.

Ég hringdi á deildina til að fá að senda þeim "kveðskapinn" en var beðinn að hringja á morgun og tala við Bjarnveigu.

Bjarnveig á æðadeild vex
er aldrei með leiðinda rex
er ég reyni að fá
netfangið á
deildinni B(etra) sex.

Kveðja Heimir.


mbl.is Sjúkrahótel reyklaust á nýju ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband