18.12.2007 | 16:17
Víða pottur brotinn.
Sem kaupmaður í mörg ár er mér kunnugt um að sumt fólk stelur öllu steini léttara um leið og snúið er við því bakinu
Það er þó á mörgum öðrum sviðum en í hlutaþýfi sem hægt er að láta greipar sópa og er var þá oft talað um hvítflibba glæpi. Þeir eru þeirrar náttúru að eftir þeim verður ekki tekið nema með reglulegum rannsóknum og duga þær ekki alltaf til eins og dæmin sanna. Þekktasta dæmið sem um er talað þessa dagana er afsökunarbréf sem sveitarstjóri Grímseyjarhrepps skrifaði sjálfum sér í nafni endurskoðanda hreppsins. Vissulega þarf kunnáttu fólk í fámennum sveitarfélögum að geta einhent sér í ólíkustu störf, en einhversstaðar verða mörkin að vera.
Í eftirfarandi pistli er ég síður en svo að segja að menn hafi misnotað aðstöðu sína hjá fyrirtækinu, aðeins að benda á hættuna sem til staðar.
Stóra trúnaðarmannamálið hjá Strætó er komið í ákveðinn farveg og má ætla að framkvæmdastjórinn sendi frá sér yfirlýsingu um sína sýn þess á næstu dögum.Það er nú samt svo að þegar tveir deila eru fleiri en ein hlið málsins og ekki er víst að aðeins annar málsaðili hafi rétt fyrir sér. Staðreyndir geta legið annarsstaðar og er þá þriðja og jafnvel fjórða hlið komin til skjalanna og engan veginn víst að aðilar máls hafi komið auga á kjarna þess. Að minnsta kosti ekki allir.Í hnotskurn er mál þannig vaxið að síðla október mánaðar var gengið til fulltrúakjörs hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkur en langflestir starfsmenn Strætó eru félagar þar.Fyrsti fulltrúi sem var kjörinn 2005 gaf ekki kost á sér til endurkjörs en var greinilega hugmyndafræðingur að kjöri nýrra fulltrúa og vann dyggilega með þeim. Honum mun hafa verið heitið vegtyllum næsta kjörtímabil m.a. í formi setu í nefndum sem gæfi honum svigrúm til frís vegna félagsstarfa (úps).Fráfarandi fyrsti fulltrúi lagði á það áherslu að halda framboðsfundi með starfsmönnum og stýrði hann fundunum sjálfur.
Eftir var tekið að frambjóðandi í sæti 1. fulltrúa fékk mikið mun lengri tíma til framboðsræðna sinna eða upp í tæpa hálfa klukkustund á meðan hann gekk fast á eftir öðrum að þeir hættu málflutningi eftir umsamdar 5 mínútur þótt þeim lægi meira á hjarta.
Annað sem vakti athygli manna var að fráfarandi fyrsti fulltrúi var annar kjörstjóra á kjörstöðum á vinnustað.
Þriðja atriðið sem vakti óskipta athygli manna var að skömmu fyrir kjörfund hélt Starfsmannafélag SVR árshátíð sína sem var auglýst í miklum flýti, án þess að annað væri ákveðið en dagurinn. Með öðrum orðum lá meira á að ákveða dagsetninguna en stað og dagskrá. Því kom það ekki á óvart að aðalnúmer kvöldsins var fulltrúaefnið sem fékk að tala í tæpar 30 mínútur í 5 mínútna framsögu. Margorða fulltrúaefnið stundar nefnilega sjálfstæðan atvinnurekstur við hlið akstursstarfa og tróð upp á árshátíðinni með diskótekið sitt og fór á kostum að sagt var.
Menn sem sjá sér hag í að taka að sér félagsstörf til að geta fengið frí frá almennum störfum sínum hljóta að liggja undir grun um misferli þegar þeir annast eigin rekstur við hliðina, hvort sem það eru skífuþeytarar, tónlistamenn, rakarar, kennarar, mjólkurfræðingar eða bifvélavirkjar. Eigin rekstur, félagsstörf á víðtækum grundvelli og almenn launavinna, eiga bara ekki samleið. En aftur að stóra trúnaðarmannamálinu.
Framkvæmdastjóri Strætó ,Reynir Jónsson var ósáttur við framkomu nokkurra nýkjörinna fulltrúa/trúnaðarmanna og gerði þeim það ljóst. Þeir aftur á móti firrtust við og sögðu af sér trúnaðarmannastörfum sem þeir voru settir í í smá hófi sem Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar efndi til.Ýmislegt hefur gerst síðan og ekki allt yfirvegað.
Marga grunar að ekki sé öll sagan sögð, því ekkert var einfaldara en að biðjast afsökunar á yfirsjónum og málið þar með útkljáð. Sumir velja löngu leiðina að settu marki og er það allt í lagi, en ef óhreint mjöl er í pokahorninu, ber þeim að upplýsa samstarfsmenn um það t.d í reglulegum fréttaflutningi DV af málinu, en ekki draga þá á asnaeyrum með tali um tittlingaskít.Ég er hættur störfum í bili a.m.k. sökum krankleika og fylgist því með úr fjarlægð.
Oftar og oftar kemur upp í huga minn setning sem síðasti fráfarandi fyrsti fulltrúi er með á heimasíðu sinni: " 2. fulltrúi er afar heiðarlegur og sannsögull maður".Hvað er hann að gefa í skyn? Enginn efast ekki um að fráfarandi 2. fulltrúi/trúnaðarmaður sé strangheiðarlegur og velviljaður, ég tala nú ekki um sé hann í góðum félagsskap.
En eru hinir sem sögðu af sér séu það ekki?
Hvað eru menn að fara?
Er stóra trúnaðarmannamálið bara hagsmunir fárra einkarekstrarmanna en ekki heildarinnar?
Hagur starfsmanna Strætó og friður á vinnustað eru mér áhugamál.
Starfsfólk stelur helmingnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.