Getur sagan endurtekið sig?

Úr Morgunblaðinu:

"Miðvikudaginn 16. júní, 1999 - Innlendar fréttir

Rannsókn á skjalafalsi ökukennara og starfsmanna Umferðarráðs að ljúkaFölsuð ökuréttindi nemenda verða innkölluðRannsókn á skjalafalsi ökukennara og starfsmanna Umferðarráðs að ljúkaFölsuð ökuréttindi nemenda verða innkölluðRÍKISLÖGREGLUSTJÓRI heldur áfram rannsókn sinni á meintu skjalafalsi, sem varðar falsanir á prófgögnum, sem ökukennari hefur játað að hafa staðið að á síðasta ári og þessu ári.

Tveir starfsmenn Umferðarráðs

sæta einnig rannsókn ríkislögreglustjóra vegna aðildar sinnar að svipaðri fölsunarstarfsemi en ekki liggur fyrir játning þeirra, nema að litlu leyti.Að sögn Helga Magnúsar Gunnarssonar löglærðs fulltrúa hjá embætti ríkislögreglustjóra er viðbúið að rannsókn málsins ljúki á næstu dögum og verður það síðan tekið til ákærumeðferðar. Tekið skal fram að engir aðrir starfsmenn Umferðarráðs hafa verið viðriðnir umrædd brot.Eins og fram kom í Morgunblaðiðnu á laugardag er um að ræða á annan tug tilvika þar sem ökunemendur hafa fengið ökuskírteini með auknum ökuréttindum án þess að hafa gengist undir próf til þeirra ökuréttinda og bifhjólaprófs, en ríkislögreglustjóri, sem er í samstarfi við Umferðarráð vinnur að því að innkalla fölsuð ökuskírteini í umferð og komast að því hvort hugsanlega sé um fleiri tilvik að ræða, þótt fátt bendi til þess á þessu stigi málsins.

90-120 þúsund krónur fyrir aukin ökuréttindi

Um 5-6 vikur tekur að öðlast aukin ökuréttindi, en slík réttindi kosta á bilinu 90-120 þúsund krónur, að sögn Kjartans Þórðarsonar deildarsérfræðings í ökunámsdeild Umferðarráðs. Alls eru starfræktir 8 ökuskólar í landinu og stunda 5-600 nemendur árlega nám til aukinna ökuréttinda á þeirra vegum. 120 klukkustunda bóklegt nám liggur að baki fullgildu meiraprófi og þurfa nemendur að ljúka sex námsþáttum í bóklegri hlið námsins auk verklegs náms. Af bóklegum fögum eru kennd umferðarfræði, stjórn stórra ökutækja, bifreiðartækni I og II, ferða- og farþegafræði og skyndihjálp. Þreyta nemendur síðan lokapróf í bóklegum fræðum innan veggja hvers ökuskóla fyrir sig, en prófúrlausnum er skilað til Umferðarráðs til athugunar.Ljóst er að um talsvert mikla vinnu er að ræða til að ná auknum ökuréttindum og bendir margt til þess ekki hafi farið fram neitt nám hjá þeim nemendum sem fengu skírteini sín í hendur með þeim hætti, sem nú er verið að rannsaka.

Ennfremur bendir ýmislegt til þess að nemendurnir hafi greitt svipaðar fjárhæðir fyrir prófskírteini sín og þeir hefðu að öðrum kosti gert hefðu þeir farið hina hefðbundnu leið í gegnum námið.

Þótt sýnt sé að þeir hafi vitað af brotum hinna grunuðu, bendir ekkert til þess að þeir hafi átt beina hlutdeild að skjalafalsinu og ljóst er að þeir hafa ekki haft neinn annan hagnað af brotunum en þann að spara sér námstímann, að því er kemur fram í samtali við Helga Magnús Gunnarsson. Sá sparnaður mun hins vegar fara fyrir lítið þegar réttindi þeirra sem aflað hafði verið handa þeim með saknæmum hætti, verða innkölluð."

Sem áhugamaður um virðingu meiraprófsbifreiðastjóra rakst ég á ofangreint við vafr á netinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sjá líka færslu á hinu blogginu mínu; frétt í Mbl. frá 120699.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.12.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband