Af sambúðarerfiðleikum starfsmanna Strætó.

Ég fékk í gær athugasemd frá bloggstjóra Morgunblaðsins þess efnis að ákveðnir starfsmenn ákveðins fyrirtækis hefðu kvartað yfir pillum sem ég hef sent þeim nafngreindum. Sá sem kvörtunina ber fram við Mogga segir að ég væni þau um"óheiðarleika og undirferli." Að "ummælin séu ósönn og umfjöllunin öll mjög slæm."

Af minni hálfu ætlast ég ekki til að pillurnar valdi skaða, heldur er þeim ætlað að bæta núverandi ástand.

Ég gat þess í pistli að nafngreind kona hefði haft orð á að nafngreindur strætisvagnstjóri hefði talað mínu máli við framkvæmdastjóra fyrirtækisins og fengið hann ofan af því að reka mig úr starfi gegn því skilyrði að ég hætti að blogga. Ég er nafngreindu konunni og nafngreinda strætisvagnstjóranum auðvitað þakklátur fyrir meinta umhyggju, en ég dreg í efa að satt sé sagt frá. Ég hef ekki fengið tiltal frá framkvæmdastjóranum vegna skrifa minna og tel jafnvel að hann lesi þau sér til ánægju.

Ég vil taka fram að það sem ég skrifa er undir nafni og ég er tilbúinn að standa við orð mín hvar og hvenær sem er.

Ég hef óskað eftir því við Ingvar Hjálmarsson netstjóra mbl.is að hann afli upplýsinga um hvað ósatt og ofsagt er í pistlum mínum og vænti ég þess að óskendur ritskoðunar sendi honum greinargerð sem berist svo til mín. Ég
bíð spenntur.

Þetta ágæta fólk sem óskar eftir að mbl.is loki heimasíðu minni veit að ég er ekki búinn að vekja athygli á nærri öllu sem þau hafa látið sér um munn fara og þolir illa dagsins ljós. Ég hef heldur ekki ætlað mér að opinbera meira nema að þau gefi ríka ástæðu til.

Það er nú svo með öll meðul og pillur að aukaverkanir geta hlotist af inntökunni. Ég steingleymdi að gera þeim grein fyrir þeim, en þær eru helstar; ókyrrð, eirðarleysi, óöryggi, meltingartruflanir, fælni við spegla og í einstaka tilvikum ofbeldi eins og loka heimasíðum.

Það verður fróðlegt að sjá hver framvindan verður; munu kærendur svara fyrir sig opinberlega? Verður erindinu vísað til lögmanna Morgunblaðsins?

Á stórum vinnustað þarf að taka upp vinnubrögð sem eru starfsmönnum bjóðandi. Óbærilegt kjaftasöguástand ríkir hjá Strætó og hefur gert undanfarin ár og því verður að linna. Fólk á ekki að þurfa að kvíða því að koma til starfa vegna rógs samstarfsmanna sinna eins og ítrekað hefur komið á daginn.
Rógberarnir eru svo hissa á mikilli starfsmannaveltu hjá Strætó bs.?
Á ekki ennþá við fyrirsögn greinar í Morgunblaðinu 2. apríl 2006?: "VIÐ VILJUM FRIÐ UM STRÆTÓ".

Af gefnu tilefni bendi ég viðkomandi á að opið er fyrir athugasemdir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband